Dagblaðið - 23.04.1979, Síða 13

Dagblaðið - 23.04.1979, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. APRlL 1979. 13 Endurheimtur eldisseiða í Elliðaánum Þá segirí furðufréttinni:náttúruleg endurheimta hér er talin um 26% skv. athugunum Veiðimálastofn- unar”. Hér er eitt tilvik tekið til og alhæft út frá því. Vorið 1975 fór fram á vegum Veiðimálastofnunar- innar og Tilraunastöðvarinnar í Kollafirði tilraun með að sleppa merktum sjógönguseiðum úr Kolla- fjarðarstöðinni i Elliðaárnar með þremur mismunandi sleppingarað- ferðum. Endurheimtur í EUiðaánum af þessum þremur tilraunahópum voru, 3,1%, 8,2% og 6,8%, sem lögðu EUiðaánum til í stangaveiðina 1976 201 lax eða um 12% í heildar- veiðina það sumar, og var áætlað, að framlag gönguseiðatilraunarinnar frá Kollafjarðarstöðinni til laxgengdar í Elliðaámar það ár hafi verið 354 lax- ar. Um þessar endurheimtur getur reiknimeistari Dagblaðsins ekkert, og hann reiknar heldur ekki hagnaðinn Kjallarinn Þór Guðjónsson sem veiðin í EUiðaánum hefur haft af þessari tilraun. Til samanburðar voru veidd villt gönguseiði í EUiðaánum vorið 1975 á leið til sjávar og þau merkt. Af jseim veiddust um 21% aftur í EUiðaánum sem kynþroska laxar. ÖU seiðin, sem merkt voru, vom handleikin við merkinguna en af því leiðir töluvert' hnjask fyrir gönguseiðin, sem em á viðkvæmu skeiði og þola illa meðhöndlun. Var áætlað að bæta þyrfti 5% við endurheimtu náttúm- legu seiðanna vegna hnjasks við merkinguna og því hefði endur- heimta ómerktra seiða átt að vera um 26%. Hér er um eina tilraun við sér- stakar kringumstæður að ræða og er því með öllu rangt að alhæfa út frá henni. Telja má víst að 26% sé mjög há endurheimta í Elliðaánum. Hrygning og afkoma hrogna og seiða í ám er breytileg frá ári til árs og sömuleiðis lax í hafinu. Merkingar gönguseiða í Úlfarsá og endurheimta merktra kynþroska laxa þar sýna glögglega sveiflu. Þess ber og að gæta að lax í Elliðaánum er að stórum hluta eitt ár í sjó. Þegar um er að ræða á, þar sem lax er að hluta eitt át og að verulegum hluta tvö ár í sjó, kemur dæmið öðrú vísi út vegna dauða laxins í sjó á öðru ári. Þá lækkar endurheimtuprósentan og þvi meir sem meir er af laxi, sem dvelst i sjó lengur en eitt ár. í Vestur írlandi eru talin laxaseiðin sem ganga til sjávar á vatnasvæði því sem tilraunaeldisstöðin þar er við. Síðan 1970 hafa allir laxar verið taldir, sem ganga úr sjó inn á vatna- svæðið. Á árunum 1970 til 1976 sveiflaðist endurheimta úr 5,5% í 12,7% eins og sjá má á töflunni hér að framan. Þess má geta að sumarið 1977 veiddust 43 laxar af Kollafjarðarseið- unum, sem sleppt var í Elliðaárnar vorið 1975, eftir tveggja ára veru í sjó, en aðeins 3 af villtu merktu laxa- seiðunum úr Elliðaánum eða i hlut- föllum 5,1:1,0 Kollafjarðarseiðun- um i vil, auk þess sem Kollafjarðar- laxinn var vænni. Veiðihlutfall íám Svo enn sé vitnað í umrædda „frétt” Dagblaðsins þá er þar sagt, að nálega fjórði hver lax í góðri lax- veiðiá sé veiddur. Já, „áreiðanleg heimild” fréttamannsins veit ýmis- legt, sem aðrir ekki vita. Hér alhæfir hann enn eins og honum er lagið. Reikna má með að veiði af laxastofn- um ánna sé mjög mismikil í einstök- um ám og einstök ár. Fullyrðing þessi er því út í hött. Á undanförnum árum hefur verið reynt á vegum Veiðimálastofnunar- innar að kanna stærð laxastofna i einstökum ám með hjálp laxateljara og með ýtarlegum könnunum á veiði- skýrslum, en árangurinn hefur ekki verið eins mikill og vænst var, vegna þess að dæmið er mjög flókið og erfitt viðfangs. Elliðaámar eru þær einu hér á landi, þar sem vitað er um stærð laxastofnsins sem gengur í árnar. Meðallaxgangan í árnar á árunum 1935 til 1973 er talin 3,346 og meðalstangaveiðin á ári er 1,166 laxar eða 34,8% af göngunni. Mest var veiðiálagið 1937, en þá veiddust 58,4% af laxagöngunni á stöng, en minnst 1963, en þá var veiðin 23,4% af göngunni. Sumarið 1976 var stangaveiðin í Elliðaánum 42% af göngunni, svipað og var að meðaltali á árunum 1935 til 1944. Laxgengdin í Elliðaárnar er mjög misstór einstök ár allt frá 830 fiskum 1937 upp í 6014 sumarið 1973, en oftast var hún á milli 2000 og 4000 laxar eða í 54,6% tilvikum. Stanga- veiðin er einnig mjög mismikil frá ári til árs, allt frá 485 löxum 1937 upp í 2276 sumarið 1973. Oftast liggur hún á bilinu 500 til 2000 laxar eða í 92,5% tilvikum, en í 38,5% tilfellum á bilinu 1000 til 1500 laxar. Eins og að framan segir, veiddist í Elliðaánum samkvæmt veiðiskýrsl- um á stöng rúmlega þriðji hver lax að meðaltali á nær 40 ára timabili, en ekki fjórði hver eins og fullyrt er í fréttinni, nema í undantekningartil- fellum eins og 1963 og 1964. Veiði- álag í flestum ám landsins mun veru- lega meira en í Elliðaánum. í þessu sambandi má geta þess að á árunum 1960 til 1972 merkti Veiðimálastofn- unin í samvinnu við Veiðifélag Árnesinga lax á göngu upp ölfusá. Endurheimtur merkja af laxinum var upp í 49% og hafa þó ekki öll endur- heimt merki komist til skila. Blekkingar, ófrægingar og atvinnurógur Eins og fram hefur komið eru for- sendur reiknimeistarans í umræddri frétt ýmist rangar eða villandi. Hjá honum hefur greinilega setið í fyrir- rúmi að bera á borð blekkingar til - þess að ófrægja Kollafjarðarstöðina og þá sem við hana vinna og gera starfsemina þar tortryggilega í augum almennings og ráðamanna. Og hér er skotið úr launsátri. Upphafsmaður- inn að „áreiðanlegum en óstaðfest- um heimildum” Dagblaðsins treystir sér ekki til að láta nafns síns getið, ekki heldur „vísindamenn, sem telja raunhæft að setja” dæmið fram eins og reiknimeistarinn gerir. Heiðarlegir vísindamenn eru ekki hræddir við að setja fram niðurstöður sínar á prenti, þegar þeim finnst það við eiga og þá undir fullu nafni. Hvers konar reikni- meistari og „vísindamenn” eru það, sem blaðamaðurinn styðst við? Jafnframt því að ófrægja Kolla- fjarðarstöðina gerir blaðamaðurinn því skóna að „forráðamenn laxveiði- ánna” velti því „fyrir sér hvort verj- andi sé að gera slík viðskipti” sem felast í fyrirsögn fréttarinnar „þegar þess er gætt að 75% laxastofnsins verður eftir í ánni” og haldi við stofninum í þeim, eigendum að kostnaðarlausu. Er þetta ekki at- vinnurógur í ljósi upplýsinganna hér að framan? Það er einkennileg árátta hjá vissum „vinum fiskeldis” í land- inu að ráðast aftur og aftur að Kolla- fjarðarstöðinni og forðast að láta hana njóta sannmælis. Þessar endur- teknu árásir ófrægja ekki einungis Kollafjarðarstöðina eins og árásar- mennirnir ætla sér, heldur verða þær til að skapa vantraust á fiskeldi almennt, og kemur það einnig niður á öðrum fiskeldisstöðvum í landinu. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri. Hreiðrar sig blikinn og æðurin fer.... segir i kvæðinu. Æðarfuglinn á þessari mynd er á hraðrí ferð frá bryggju i Grandagarði — liklega er lifrar- og innyflaútsala ekki langt undan í höfninni. Nema að þetta sé einfaldur vorfiðringur. DB-mynd: Sv. Þorm. Hjalti Geir Sigurður Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands 1979 um GJALDEYRIS 0G UTANRÍKISVIÐSKIPTI Þingsetning Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs íslands, setur þingið. Erindi Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hf. Gjaldeyrisviðskipti: Þýðing frjálsrar gjaldeyrisverzlunar fyrir viðskiptalífið. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Hildu hf. Ú tflutningsverzlun: Öflug útflutningsstarfsemi er undirstaða efnahagslegrar uppbyggingar. Árni Gestsson, forstjóri Glóbus hf. Innflutningsverzlun: Hversu mikið gæti heildverzlunin bætt lífskjör þjóðarinnar? Hádegisverður í Víkingasal Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra, formaður Fram- sóknarflokksins, ávarpar þingið. ^ Tillögur um breytt lög um gjaldeyris- og utanríkisviöskipti Þorvarður Elíasson gerir grein fyrir tillögum laganefndar þingsins. Laganefnd situr fyrir svörum. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson S.H. Ólafur Haraldsson, Fálkinn hf. Pétur Eiríksson, Álafoss hf. Steinn Lárusson, Úrval hf. Þorvarður Elíasson, V.í: Hópumræður og kaffi 1. Frjáls gjaldeyrisviðskipti og gengisskráning. 2. Fjármögnun utanrikisviðskipta, erlendar lántökur og fjármagns- flutningar. 3. Skipulag inn- og útflutnings og verkaskipting milli inn- og útflytj- enda, innlendrar framleiðslu og vörudreifingar. 4. Fríverzlunarsamningar, Gattviðræður og þáttur utanríkisviðskipta í þjóðarbúskapnum. 5. Gjaldfrestur á aðflutningsgjöldum og tollamál. 6. Samvinna og sérhæfing í utanríkisviðskiptum: Bankar, farmflytjendur, flutningamiðlun, tryggingarfélög, inn- og út- flutningur, innlend framleiðsla og vörudreifing. 7. Þjónusta Verzlunarráðsins við utanríkisviðskipti. Allir umræðuhópar ræða einnig tillögur um ný lög um gjaldeyris- og utanríkisviðskipti auk sérverkefnis. Almennar umræður Tillögur laganefndar, niðurstöður umræðuhópa, almennar umræður og ályktanir. Móttaka að Þverá að loknu þingi. Þingforseti: forstjóri V.S.Í. Tilkynnið þátttöku í síma 11555. Þriðjudagur 24. apríl 1979 kl. 10.10 —18.00. Hótel Loftleiðir — Kristalsalur Þinggögn verða afhent á skrifstofu V.í. mánudaginn 23. apríl og tekið á móti greiðslu. Kostnaður kr. 15.000, veitingar innifaldar. Árni Þorvaröur Þorsteinn

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.