Dagblaðið - 23.04.1979, Síða 15

Dagblaðið - 23.04.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. APRlL 1979. (i Iþróttir Iþróttir '15 Iþróttir Iþróttir 9 íþróttir HALLUR Stúdentar hrepptu bikarinn —sigruðu Eyf irðinga 3-2 í úrslitum Bikarkeppni Blaksambandsins Stúdentar hrepptu bikarinn í blaki cr þeir sigruðu Eyfirðinga 3—2 í Haga- skóla á laugardag. Eyfirðingar hafa aldrei sigrað Stúdenta en á laugardag voru þeir býsna nærrí því. Aukahrinu þurfti til að skera úr um sigurvegara og Stúdentar sigruðu 15—13 í lokahrin- unni eftir að staðan hafði verið 13—13. Eyfirðingar náðu raunar afgerandi forustu, komust í 7—1, en Stúdentar náðu að jafna metin, 10—10 og sigra siðan. Sigur Stúdenta var þvi tæpur en það fór ekkert á milli mála hvor aðilinn var sterkari í Hagaskóla í fyrstu hrinunni, Stúdentar sigruðu þá örugglega 15—0. í annarri hrinu var mikil barátta. Eyfirðingar komust í 6—3, eftir að Stúdentar höfðu skipt mönnum inn á, er litið hafa reynt sig í vetur. Stúdentar náðu síðan aftur forustunni, 9—6, Eyfirðingar komust yfir, 10—9 og sigruðu 15—13. Þriðja hrinan var hins vegar ekki eins jöfn, hana unnu Stúdentar 15—6, staðan 2—1 Stúdentum í vil. Fjórðu hrinuna unnu Eyfirðingar nokkuð óvænt því flestir bjuggust við að Stúdentar myndu láta ikné fylgja kviði — en Eyfirðingar jöfnuðu metin, 2—2 með 15—13 sigri. Fimmtu hrinuna þurfti til og þrátt fyrir óskabyrjun tókst Eyfirðingum ekki að sigra — Stúdentar sigruðu 15—13 og hrepptu bikarinn. Eyfirðingar léku siðan í gær við Þrótt og var það síðasti leikur 1. deildar. Þróttur sigraði 3—0, 15—7, 15—12, 15—13 og hrepptu því annað sætið — og keyptu Þróttarar sér sjálfir silfurpeninga þar sem Blaksambandið hefur ekki efni á slíkum munaði! Lokastaða 1. deildar varð: Laugdælir 16 13 3 40—19 26 Þróttur 16 12 4 40—19 24 ÍS 16 11 5 38—22 22 UMSE 16 3 13 18—42 6 Mimir Blkarmeistarar Studenta eftir sigurínn gegn Eyfirðingum á tröppum íþróttahúss Hagaskóla. DB-mynd Bjamleifur. Viggó ekki með Víking —gegn Val í undanúrslitum bikarsins Viggó Sigurðsson mun eklti geta leikið með Viking i undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Vikingar hafa mjög reynt að fá Viggó lausan til að leika gegn bikarmeisturum Vais i undan- úrslitum en i gær var endanlega gert út um það. Barcelona, hið nýja félag Viggós, tilkynnti honum að hann yrði að vera kominn til Barcelona á mið- vikudag — og leika sinn fyrsta ieik á sunnudag. Víkingar hafa því orðið enn fyrir blóðtöku — fimmti landsliðsmaðurinn, sem hverfur frá félaginu á einu ári, frá þvi Víkingur og Valur mættust fyrir ári í undanúrslitum bikarsins og Vikingur sigraði þá. Vikingar hafa verið mjög óánægðir með þann drátt sem orðið hefur á bikarnum. islandsmótinu lauk 11. apríl — og 14 dögum síðar fer fram undanúrslitaleikur við Val. VUja Vík- ingar meina að þetta hafi verið gert af ásettu ráði, með það í huga að Viggó gæti ekki leikið. Og sú hefur orðið raunin — Viggó Sigurðsson hverfur nú til Spánar. ísland í 4. sæti á NM ísland hafnaði f neðsta sæti í Kalottkeppninni —í Danmörku—íslenzka unglinga- landsliðið feti f rá sigri gegn Dönum íslenzka unglingaiandsliðið 1 hand- knattleik hafnaði i fjórða sæti á Norðuriandamótinu, sem fram fór í Danmörku um helgina. Aðeins einn sigur, gegn Finnum, en ósigrar gegn Dönum, Norðmönnum og Svíum. Danir urðu Norðurlandameistarar — sigurðu Svia i úrslitaieik, 15—14. íslendingar léku sinn fyrsta leik gegn Dönum og í leikhléi var staðan 9—5 íslandi í vil. En ekkert gekk i síðari hálfleik og Danir náðu að sigra, 15—14. Síðan mættu íslendingar Sví- um og töpuðu enn — 21—15. Þriðji leikur íslands var gegn Finnum og hann vannst, 24—23, eftir að ísland hafði fiaft yfir í leikhléi, 12—11. íslendingar og Norðmenn léku þvi um þriðja sætið og Norðmenn sigruðu 18—14, en Norðmenn sigruðu Finna 21—18. —sem f ram f ór f Bodö um helgina Islenzka sundlandsliðið hafnaði í neðsta sæti i Kalott-keppninni i sundi, sem fram fór í Noregi um helgina. Finnar sigruðu, hlutu 269.5 stig, Norðmenn urðu i öðru sæti með 254.5 stig, i þríðja sæti urðu Sviar með 177.5 stig og íslendingar ráku lestina með 124.5 stig. Aðeins eitt gull vannst í Bodö í Kalottkeppninni, sem er á milli norður- héraða Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og síðan íslands. Selfyssingurinn Hugi Harðarson sigraði i 200 metra bak- sundi á 2:18.7. Hugi setti piltamet í 800 metra skriðsundi er hann synti á 9:09.1. Brynjólfur Bjarnason varð í öðru sæti í 800 metra skriðsundi er hann synti á nýjum Íslandsmettíma, 8:48.7, en hann 'var síðan dæmdur úr leik vegna mis- [heppnaös snúnings. Eftir fyrri daginn Maraþon- met — strákarniríLeikni léku Í40 klukkustundir Strákarnir i Leikni settu nýtt jíslandsmet i maraþonknattspyrnu um helgina — léku i 40 klukkustundir. Þeir voru á skotskónum, piltamir, þvi þeir skoruðu yfir 1800 mörk — B-lið [sigraði, skoraði 989 mörk gegn 864 Imörkum A-liðsins. Á þessari DB-mynd Grétars eru istrákarnir. A-lið talið frá vinstri: Leifur ívarsson, Gunnar Kristófersson, Gunnar ö. Gunnarsson, Magnús Magnússon. B-lið: Björn Sigurbjörns- son, Rúnar Vilhjálmsson, Haukur Ragnarsson og Hilmar Harðarson. höfðu Norðmenn forustu með 136.5 stig. Finnar voru í öðru sæti með 128 stig, Sviar í þriðja sæti með 87 stig og íslendingar ráku lestina með 61.5 stig. Brynjólfur Bjarnason varð í öðru sæti í 200 metra flugsundi á 2:19.5, þriðji í 400 metra skriðsundi á 4:16.8. Ingi Þór Jónsson varð þriðji í 200 metra flug- 'sundiá 2:19.6. Blikarnir sigruðu /— —1-0 íbæjarkeppni Kópavogs og Vestmannaeyja Kópavogur sigraði Vestmannaeyjar í bæjarkeppni i knattspyrnu í gær. Það jvoru Blikarnir, fulltrúar Kópavogs, Isem sigruðu 1—0 en Breiðablik féll síðastliðið haust i 2. deild. Það var vor- bragur á leiknum en Blikarnir virðast nokkuð sprækir. Eina mark leiksins skoraði Friðfinnur Finnbogason en í vitlaust mark, sjálfsmark. FÓV.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.