Dagblaðið - 17.05.1979, Síða 4

Dagblaðið - 17.05.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979. DB á ne ytendamarkaði I flugi frá Kaupmannahöf n: Appelsfnan á 128 kr. og vínberið á 22 kr. stk i Þeim sem daglega eru vanir að hafa ferska ávexti á borðum sínum bregður sennilega i brún þegar þeir þurfa að kaupa inn þessa dagana. Vegna farmannaverkfallsins eru ávextir ekki væntanlegir til Iandsins eftir eðlilegum leiðum í bráð, heldur eru þeir fluttir hingað'í flugi. Flug- frakt er há og hækkar verðið á ávöxt- unum svo um munar — því flutnings- kostnaðurinn er reiknaður inn í verð vörunnar og ofan á það leggst álagn- ingin. Nýlega hefur smásöluálagning á ferskum ávöxtum verið hækkuð í 40%, en heildsöluálagning er hins vegar óbreytt, 9%. Við skoðuðum ávaxtaverðið í Blómavali í fyrradag. Þá kostuðu appelsínur 743 kr. kg (áður 443 kr.), sitrónur kostuðu 1040 kr. (áður 770 kr.), vínberin kostuðu 3532 kr. kg (áður 2473 kr.) og kg af grape kostaði 785 kr. (áður490 kr.). Þannig kostar ein meðalappelsina 127,50 kr., en ein sítróna hvorki meira né minna en 139 kr. — Við létum vigta fyrir okkur 8 stk. af vínberjum sem reyndust kosta I 77 kr. eða 22,12 kr. hvert stykki! Þetta háa ávaxtaverð stafar af far- mannaverkfallinu. Neytendur verða að borga brúsann, eins og alltaf, en i þessu tilfelli græða bæði þeir sem flytja flugfrakt til landsins og þeir sem selja ávextina — þvi hærra sem verðið er þeim mun hærri er sá hlulur sem kemur í þeirra vasa. Enn er þó hægt að fá ávexti á skap- legu verði, sjá viðtöl annars staðar á síðunni. - A.Bj. <c Appelsínurnar sem fluttar eru til landsins flugleiðis kosta 743 kr. kg, eða 128 kr. stykkið. „Teljum hreina vitleysu að hækka ávaxtaverðið um 100%” ,,Okkur kemur ekki til hugar að flytja ferska ávexti inn með flugi. Þannig yrði að selja appelsínukass- ann á um eða yfir 10 þúsund krónur! Flugfraktin er svo rosalega mikil. Með Iscargo kostar ks. 1,93 gyllini frá Rotterdam, eða 310,40 k r.! Þannig yrði flutningskostnaður á 20 kg appelsínukassa 6.208 kr.,” sagði Magnús Erlendsson hjá Björgvin Schram ávaxtainnflytjanda í samtali við Neytendasíðuna. ,, Við áttum hins vegar rauð epli frá Kanada og græn frá Frakklandi í skipi og fékkst leyfi til þess að skipa farminum upp. Við áttum einnig nokkurt magn af appelsínum. Það verður lokið við að aka út eplum á 489 kr. og 550 kr. út úr búð og appel- sínum á 439 kr. kg nú fyrir helgina, til viðskiptavina okkar. Við ætlum okkur ekki að hækka ávaxtaverðið um 100%, teljum það hreina vitleysu,” sagði Magnús. — Þið hafði ekki fengið leyfi til þess að flytja grænmeti inn á sama hátt og ferska ávexti? „Nei, það er ríkiseinkasala á græn- metinu. Viðskiptaaðilar okkar er- lendis geta aldrei skilið hvers vegna við fáum ekki leyfi til að flytja grænmetið inn. Okkur hafa oft bor- izt tilboð sem eru mun hagstæðari heldur en Grænmetisverzlunin fær, en við megum ekkert aðhafast,” sagði Magnús. Benda má á, að með því að flytja ávextina inn með flugi fá smásalarnir nærri helmingi meira í sinn hlut. Smásöluálagning á ferska ávexti er núna 40%, en álagningin leggst á vör- una þegar búið er að reikna með flutningskostnaðinum. Heildsölu- álagning á ferskum ávöxtum er óbreylt frá því sem áður var eða 9%, en hún leggst einnig á flutningsgjald- ið. „Ekki gaman að flytja inn ávexti á þessu verði” ,,Það er ekki gaman að vera að flytja inn ávexti á þessu verði, en við töldum okkur tilneydda að grípa til þessa úrræðis. Við vissum ekki bctur en að ekki fengist að losa ávexti úr skipunum,” sagði Aðalsteinn Egg- ertsson hjá Eggert Kristjánssyni, sem er annar stærsti innflutningsaðili ferskra ávaxta til landsins. „En þetta er ákaflega litið magn sem við höfum flutt inn í fluginu, appelsínur, sítrónur, grape, vinber og smávegis af bönunum. Ávextirnir koma frá Danmörku með Flugleiðum og við greiðum 242 kr. fyrir hvert kg. Við höfum orðið varir við að fólk kaupir þessa ávexti og er okkur þakk- látt fyrir að hafa þá á boðstólum,” sagði Aðalsteinn. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.