Dagblaðið - 17.05.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979.
9
veiðum ~| Ekkert rauðsokkahjal
íhöfuð- I ■ ■■ x ■■■■ |
IÆ I — karlinn ræður ollu!
Æsilegur og spennandi eltingaleikur
,varð í Reykjavík um hádegisbilið í gær
er apafjölskyldan úr Blómavali stakk
af. Var verið að gefa öpunum og
hreinsa til hjá þeim. Sáu þeir sér þá leik
á borði og skutust út og náðust ekki
fyrreneftirtvo tíma.
„Þetta eru hinar mestu skynsemis-
skepnur,” sagði Bjarni Finnsson i
Blómavali í samtaii við DB. „Karlinn
sá að það var opið og skipti engum tog-
um — hann þaut út og kerlingarnar
hans báðar áeftir. Við urðum að fátvo
menn frá Sædýrasafninu til þe?s að
Það er munur að hafa ráð undir rifi hverju og fingur á hverjum fæti. Ekki er gott
að sjá hvað er upp og hvað er niður a þessu mannfólki!
DB-myndir Hörður Vilhjálmsson.
hjálpa okkur að ná þeim inn. — Á
tímpbili voru 10—12 manns á eftir apa-
greyjunum. Önnur kerlingin var komin
langleiðina upp á Kringlumýrarbraut
þegar hún náðist.”
— Er heimilislífið ekki ófriðsamt
fyrst kerlingarnar eru tvær og karlinn
aðeins einn?
„Aldeilis ekki. Þetta eru fjölkvænis-
verur og allt er í mestu sátt og sam-
lyndi. Karlinn er mjög harður af sér og
ræður öllu. Hann étur fyrst og gefur
kerlingunum síðan merki um að þær
geti komizt að þegar hann er búinn.
Fyrr fá þær ekki að snerta matinn!”
Aparnir voru auðvitað öskureiðir og
reyndu að verjast á méðan var verið að
elta þá og góma, en urðu hinir spök-
ustu þegar þeir voru aftur komnir á
sinn stað og virtist ekki hafa orðið
meint af ævintýrinu. Þeir eru ættaðir
úr Hveragerði úr apauppeldi Páls
Michaelsen.
„Þeir gera mikla lukku greyin,” sagði
Bjarni. „Einn maður kom til min á
sunnudaginn og þakkaði mér með
handabandi fyrir að hafa þá, sagði að
það sparaði sér stórfé í bensínkostnaði
að þurfa ekki að keyra með fjölskyld-
una til Hveragerðis til að skoða
Bændahöllin tvöföMuð
— skortur á hótelrými fyrirsjáanlegur, segir hótelstjóri Sögu
„Fyrir liggur samþykki eignar-
aðila, Stéttarsambands bænda og
Búnaðarfélags íslands, fyrir stækk-
uninni, lóð er tryggð, teikningar sam-
þykktar og nú er í vinnslu áætlana-
gerð fyrir fjárveitingavaldið,” sagði
Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á
Sögu í Bændahöllinni, í viðtali við
DB í gær.
Óljóst er enn hvenær ráðizt verður
í þessar framkvæmdir, en viðbygg-
ingin fullbyggð mun þýða tvöföldun
húsrýmis Bændahallarinnar. í fyrstu
verður lögð áherzla á að auka gisti-
rýmið.
„Miðað við þróun undanfarinna
ára í nýtingu hótela hér og þá stað-
reynd að allgóð nýting er nú orðin 5
mánuði ársins í stað þriggja áður, er
Ijóst að eftir svo sem eitt til tvö ár
verður einhver að fara af stað til að
mæta þörfinni,” sagði Konráð.
- GS
l.íkan af B „-ndahöllinni fullbjggðri.
ráðstefnusalur.
Álman til hægri út úr húsinu verður
Innflytjendur - Útflytjendur
Hafið þið íhugað kosti góðrar flutningaþjónustu, þar sem hagnaður felst
í öruggri upplýsingaþjónustu, og kunnugleika á lægstum kostnaði við
flutninga.
Fulltrúi vor verður í Reykjavík í næstu 2 vikur, > og ef þér óskið upp-
lýsinga um starfsemi okkar á flutningaleiðinni Hamborg / Rotterdam /
Antwerpen / Reykjavík sem aðalhafnir Evrópuviðskipta, þá vinsam-
legast hafið samband við auglýsingaþjónustu blaðsins sem fyrst.
ÚTlLÍF
GLÆSIBÆ - SÍMI 30350
BORÐGRILL GASGRILL
Það varð uppi fótur og fit i Blómavali um hádegisbilið í gær þegar apafjölskyldan
slapp úr búri sínu.
FERÐAGRILL
MARGAR GERÐIR - GRILLMÓTORAR
GRILLÁHÖLD - GRILLKOL -
Upplýsingar í auglýsinga
þjónustu DB. - H-480
Scantrans GmbH
Scantrans GmbH ■ Internationale Spedition
Postfach 1056 22 • MelBberghof VIII.
2000 Hamburg 1
Telefon 040/33 65 61 • Telex 211620 scant d