Dagblaðið - 17.05.1979, Síða 10

Dagblaðið - 17.05.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979. Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, AtJi Steinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrísson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir. Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamle'rfason, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rltstjóm Slöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi btaðsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skorfunni 10. Skástu tillögumar Nýjustu tillögur ráðherra Framsókn- arflokksins í rikisstjórninni um bráðar aðgerðir gegn verðbólgunni eru senni- lega hið skásta, sem völ er á í stöðunni. Áherzla þessarar umsagnar er auðvitað á síðustu tveimur orðunum. Gera verður greinarmun á djúptæk- um, varanlegum uppskurði atvinnulífs og þjóðarhags, svo sem Dagblaðið hefur oftsinnis lagt til, og á bráða- birgðafumi landsfeðra, sem ná aldrei heildarsýn yfir verkefni sitt. Ríkisstjórnin vill ekki höggva á landbúnaðarhnút- inn. Hún vill ekki hafa forgöngu um, að takmarkaðar auðlindir sjávarins verði nýttar á sem ódýrastan hátt. Hún vill ekki gera neitt raunhæft í að búa til jarðveg fyrir iðnað. Henni er samt ekki alls varnað í hinum varanlegu málum. Hún hefur samþykkt verðtryggingu sparifjár. í framhaldi af því er hún nú að fjalla um tillögur Seðlabankans um framkvæmd verðtryggingarinnar. Og hún er beittasta vopnið gegn verðbólgu. Ríkisstjórnin er i þeim vanda, að hinn sjúklegi stjórnarandstöðuflokkur, Alþýðubandalagið, er í raun andvígur verðtryggingunni. Kemur sá flokkur þar fram sem sérstakur verndari fjárglæframanna. Lúðvík Jósepsson stjómar tregðu Alþýðubandalags- ins á þessu sviði og talar gegnum Svavar Gestsson bankamálaráðherra, sem nú er að reyna að drepa mál- inu á dreif. í rauninni verður að telja, að afdrif málsins séu alveg óvís. Vegna þessa er sérstök ástæða til að lofa það fram- tak Framsóknarflokksins að fella inn í verðbólgutillög- urnar sérstakan lið um, að framkvæmd verðtrygging- arinnar verði flýtt. Þar með hefur Framsókn hafið gagnsókn í málinu. Á yfirborðinu deila Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið meira um, hvort banna skuli með lögum verkföll til áramóta. Alþýðubandalagið segist alveg andvígt þessari tillögu Framsóknarflokksins. Bil- bugur hefur samt komið í ljós. A fundi í Alþýðubandalaginu um daginn kom fram hliðstæð tillaga. Hún var felld, en sýnir þó, að raun- sæjar hugmyndir eru til meðal ráðamanna bandalags- ins. Og Alþýðubandalagið stendur að hvatningu ríkis- stjórnarinnar til farmanna um frestun verkfalls. Önnur atriði en þessi tvö, verðtryggingin og verk- fallsbannið, ættu ekki að valda umtalsverðum ágrein- ingi í ríkisstjórninni. Báðir flokkar telja eðlilegt, að 3% grunnkaupshækkun verði almenn. Alþýðubanda- lagið vill þó þak á hana. Framsóknarflokkurinn lagði til, að þak yrði sett á vísitölubætur, er laun fara yfir 400.000 krónur á mán- uði. Alþýðubandalagið er sama sinnis, en vill þó hafa þakið örlítið lægra. Ekki ætti þetta að verða varan- legur ágreiningur. Framsóknarflokkurinn er enn með hókus-pókus síð- ustu ára: Aukinn skyldusparnað hátekjumanna. Sú til- laga er auðvitað skárri en hugmyndir innan Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags um ný og hærri skattþrep. Alþýðuflokkurinn hefur ekkert lagt til málanna nema kröfu um, að alþingi sitji áfram, unz ríkisstjórn- in er komin að niðurstöðu um bráðabirgðaaðgerðirnar gegn verðbólgunni. Sú krafa kann að þrýsta deiluaðil- um nær samkomulagi. Rikisstjórnin hefur nokkrum sinnum áður átt í al- varlegri ágreiningi, en samt haldið saman. Rétt er að veðja á, að hún geri það einnig nú, þótt einhverjar jarðhræringar verði því samfara. TÆLAND: Lítið öryggi í hlutleysinu Í— engir verndarar lengur og landinu er ógnað af deilum Kínverja og Víetnama Ósamlyndið milli Kina og Víetnam bitnar illilega á Tælendingum. Tæland er sem kunnugt er konungsríki og íbúarnir búddatrúar og allfjölmennir, 45 milljónir. En nú eiga þeir í vök að verjast og ýmislegt bendir til að Tæland verði næsta ríkið þar sem hin sósialíska öreiga- bylting heldur innreið sína. í grein i bandaríska blaðinu The Christian Science Monitor segir fréttaritari blaðsins: Á yfirborðinu er litlar breytingar að sjá. Á götunum í Bangkok bruna mótorhjól og bílar um, og munkarnir í appelsínurauðum kuflum sínum fara árla morguns út i borgina til að betla, allt eins og vant er. Skelfingin sem greip um sig eftir að Suður-Víet- nam féll árið 1975 virðist að fullu hjöðnuð. En fimm stunda ferð austur frá Bangkok liggur landamærabærinn Aranya Prathet. Handan hans er Kampútsea þar sem hersveitir hlynnt- ar Víetnömum stjóma mestu. Fyrrum voru kínversk-sinnaðiri hermenn Kampútsíumegin meðfram landamærunum en í janúarsókninni i vetur, sem Víetnamar studdu, voru þeir þurrkaðir út. Víetnamskir her- menn komu fast upp að tælenzku landamærunum og vöktu ugg og ótta. Tæland á sér engan sterkan vemd- ara. Bandarískir hermenn em allir horfnir á braut og litlar líkur á því að þeir komi aftur. Tælendingar hafa bætt sér það upp með því að halla sér að Kínverjum. En stuðningsyfirlýs- ingar Kínverja eru lítið traustvekj- andi síðan þeir brugðust bandamönn- um sínum í Kampútseu með þvi að halda að sér höndum þegar Víetnam- ar réðust áþá. r Tælenzkir stjómmálamenn þurfa því að beita allri sinni kænsku í utan- rikissamningum. Spurningin er hvort þeir vilja eða geta bætt samkomulagið við Víetnama og Rússa. Velji þeirþáleiö eiga þeir á hættu að móðga Kínverja. En vinátta Kínverja og Tælendinga fer nú vaxandi og meðal annars kom kínverski varaforsetinn Deng Xia- oping (Teng Hsiao-Ping) í heimsókn til Bangkok i nóvember síðastliðnum. Tortryggja Víetnama Forsætisráðherra Tælands hefur hvað eftir annað lýst yfir hlutleysi landsins. En hlutleysisstefnan verður æ erfiðari í framkvæmd eftir því sem deilumar harðna milli Kinverja annars vegar og Víetnama og Rússa hins vegar. Það er sannast sagna mjög erfitt fyrir Tælendinga að finna gullinn meðalveg þannig að þeir styggi engan síðan Pol Pot var steypt af stóli. Hann var fyrirliði Rauðu Kméranna og studdur af Kínverjum. Nú er það Heng Samrin, studdur af Víetnömum, sem reynir að treysta völd sin í Kampútseu. Tælendingar neita að viðurkenna þessa nýju stjóm Heng Samrins og bera fyrir sig að ástandið í Kampút- seu sé enn óljóst. Þessi afstaða þykir bera vott um að Tælendingar styðji í raun Kína en séu í andstöðu við Víetnama. Sama máli gegnir um vopnaflutn- inga Kínverja yfir tælenzkt yfirráða- svæði til Pol Pot herdeilda í Kampútseu. Ef Tælendingar stöðvuðu þessa vopnaflutninga og viðurkenndu stjóm Heng Samrins í Kampútseu gætu Kinverjar litið á það sem móðgun við sig. En í Bangkok ríkir mikill efi um að Kínverjar geti ábyrgzt hlutleysi Tælands. Þessi efi varð enn sterkari eftir að í ljós kom að Kínverjar gátu ekki varið Kampútseu og árásir þeirra á Víetnam í febrúar misheppn- uðust. Samt hika Tælendingar við að slíta vináttuböndin við Kína. Sumir fréttaskýrendur álíta að ástæðan sé sú að ýmsir áhrifamenn í Tælandi geri sér vonir um það að Kínverjumtakist að veikja Víetnam þannig að það hafi ekki afl til að ráðastáTæland. önnur ástæða er sú að frá fornu fari njóta Kínverjar vinsælda í Tælandi en Rússar og Víetnamar eru þar fremur illa séðir. „Tælendingar hafa lengi borið virðingu fyrir Kin- verjum,” segir einn fréttaskýrandi á þessum slóðum. Margir Kínverjar eru búsettir í Tælandi og kann það að eiga sinn þátt í að eyða tortryggni milli þessara þjóða. Aftur á móti virðist svo sem til- finningar Tælendinga í garð Víet- nama einkennist af hræðslu og van- trausti. Virðist þess gæta hjá tælenzkri alþýðu jafnt sem hers- höfðingjum og kaupmönnum. AD FÁ AÐ RENNA Á LANDINU SÍNU Nú fer sumarið i hönd eftir langan og kaldan vetur. Á meðan urmull stritara skýtur íslenzku almætti ref fyrir rass, með því að njóta sólar suður í höfum, eru þó nokkrir svo trúir ættjörðinni, að þeir geta ekki hugsað sér að eyða frídögum nema í faðmi hennar. Á hvern máta það er gert, er margvíslegt, enda mennirnir misjafnir. Sumir skrölta hringinn með kerl- ingu og krakka á nýja bílnum, aðrir taka rútu til fjalla með poka á bakinu og göngustaf, enn aðrir halda í stangarenda við misjafnlega vatns- miklar og dýrar ár. Ég er einn hinna síðastnefndu, þó í þeim hópi, sem stundar hinar vatnsminni og ódýrari, vegna efnalegra ástæðna. En hér er ég kominn að því, sem varð hvati þessara skrifa, nefnilega því að vera íslendingur og hafa löngun til að renna í islenzkar ár og vötn. Það má ljóst vera, að þetta tvennt nægir eng- an veginn til að njóta þess réttar að geta dorgað í vatnsföllum landsins. Ástæðan er sú, að mýgrútur af niður- greiddum hokurkörlum hefur slegið eign sinni á þennan hluta þessa lands. Síðan setja þeir upp, með tilvísan til hefðar og forfeðralangrar búsetu, slíka prísa fyrir dorgréttinn, að jafn- vel sá, sem skóp árnar og vötnin, myndi skammast sín fyrir. Nú er svo komið, að vilji menn renna, þótt ekki væri nema eins og í einn dag í ís- lenzkri meðalá, kostar það viðkom- andi næstum vikulaun verkamanns á eyrinni. Sjá hér allir, að hvergi undir- strikast íslenzk stéttaskipting betur en við íslenzkar veiðiár. En það er önnur saga. Vafasamur eignarréttur Mér verður hins vegar tíðhugsað um þennan svokallaða eignarrétt, sem hokurkarlarnir telja sig hafa. Þótt almættið hafi af ólukkans hend- ingu skorið grasengjar þeirra í sundur með ám þessa lands, fæ ég ekki séð, hvað gefur þeim um leið yfirráðarétt- inn yfir þeim. Ekki urðu þeir fyrir Kjallarinn Birgir Sveinsson beinum útlögðum kostnaði vegna þessa á sinni tíð. Ræktun í þessu sambandi er annað sjónarmið. Á grundvelli þessa sjálf-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.