Dagblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979. 13 er við öllu búinn á bak við hann. DB-mynd emm. RNÆR ÍVÖLDI karmeistara Akraness gróður svo grasið á nokkuð langt í land enn- þá. Eftir velheppnaða Indónesíuferð Skaga- manna álitu menn, að Keflvíkingar yrðu þeim auðveld bráð, en það fór á annan veg. Skagamenn kunnu afar illa við sig á mölinni, en leikmenn ÍBK börðust eins og ljón allan leikinn — leikmenn voru samstilltir og hefðu þegar á allt er litið átt að bera sigur úr býtum. Annars var þetta fyrst og fremst leikur hinna sterku varna. Marktækifæri voru fá beggja vegna og reyndar teljandi á fingrum annarar handar — 011 í síðari hálfleik. Strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins átti Ólafur Júlíusson hörkuskot að marki Skagamanna, en fyrrum félagi hans, Bjami Sigurðsson landsliðskandidat, varði með glæsibrag. Ekki er ónýtt fyrir Skagamenn að hafa fengið hann til liðs við sig. Þeir Ragnar Margeirsson og Guðjón Guðjónsson, bezti maður vallarins, áttu báðir marktækifæri en í bæði skiptin varði Bjarni frá þeim. Hættulegasta tækifæri leiksins fékk hins vegar Skagamaðurinn Matthías Hallgrims- son á 47.mínútu þegar hann geystist inn fyrir vörn Keflvíkinga. Hann skaut hörkuföstu skoti að marki, en Þorsteinn Ólafsson, landsliðsmarkvörður, kom hendi á boltann en hélt ekki. Knötturinn hrökk í stöngina og þar kom Guðjón Þórhallsson, hinn stórefni- legi miðvörður, að og bjargaði frá marki. Annars var oft mikið um hlaup en lítil kaup i leiknum. Þrátt fyrir góða tilburði bar lítið á spili hjá báðum liðum, en þrekið skorti ekki. Kristján Olgeirsson var einna beztur hjá Akurnesingum svo og Arni Sveinsson, sem nú lék í fremstu víglínu og var vörn ÍBK skeinuhættur oft á tíðum. Flestir leikmenn skiluðu hlutverki sínu ágætlega, en það var eins og bæði liðin vantaði samstillingu og e.t.v. á mölin einhvern þátt þar í. Rétt er að geta Sigurbjörns Gústafssonar, en hann er orðinn einn traustasti varnarmað- urÍBKogfer fram með hverjum leik. Dómari var Óli Ólsen og skilaði hann hlut- verki sínu af stakri prýði. emm. Nu getur Sten- mark sigrað Alþjóðaskíðasambandið hefur breytt regl- unum í keppni heimsbikarsins á ný. Nú fá 15 efstu menn stig í hverri keppni og stigaút- reikningurinn verður hagstæður svigmönn- um. Ef þessi nýi útreikningur hefði verið notaður á síðasta keppnistímabili væri Inge- mar Stenmark, Svíþjóð, handhafi heims- bikarsins. Brenndu af víti en unnu samt — Barcelona varð Evrópumeistari bikarhafa eftir æsispennandi leik við Fortuna Diisseldorf í gærkvöldi Barcelona varð í gærkvöldi Evrópu- í síðari hálfleiknum dofnaði talsvert kölluðum þrumufleyg af um 30 metra meistari bikarhafa er liðið lagði v- þýzka liðið Fortuna Diisseldorf að velli með 4—3 eftir framlengdan leik. Leik- urinn fór fram á St. Jakobs leikvangin- um í Bern í Sviss og þeir 58.500 áhorf- endur sem lögðu leið sína á völlinn fengu svo sannarlega nóg fyrir aurana sína því ieikurinn var mjög fjörugur allt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Geysilegur hraði var i fyrri hálfleikn- um og greinilegt var að bæði lið lögðu allt kapp á sóknarleikinn. Strax á 4. mínútu náði Barcelona forystu. Carlos Rexach og Sanchez brutust þá upp all- an völlinn og samvinna þeirra endaði með fallegu skoti frá Sanchez, sem söng í netmöskvum Fortuna. Þjóðverjar eru þekktir fyrir flest annað en uppgjöf og ekki liðu nema 4 mín. þar til þeir höfðu jafnað metin. Markvörður Barcelona hélt þá ekki föstu skoti frá Rudi Bommer og bræð- urnir Klaus og Thomas Allofs voru skyndilega komnir einir innfyrir vörn Barcelona. Thomas varð fyrir til að senda boltann í netið og staðan var orðin jöfn. Enn liðu ekki nema 4 mín. þar til Barcelona fékk gullið tækifæri til að taka forystu á ný. Þá var Carrasco illa brugðið í vítateig Fortuna og víta- spyrna dæmd. Ekki tókst Rexach vetur til en svo, að markvörður Fort- una, Daniel, varði laust skot hans auð- veldlega. Á 34. mínútu skaut Carrasco þrumu- skoti að marki Fortuna og að þessu sinni hélt Daniel markvörður ekki knettinum og Juan Asensi skoraði auðveldlega. Eftir þetta mark færðist mikið fjör i áhangendur Barcelona, sem voru í miklum meirihluta á áhorf- endapöllunum, en á 42. min. þögnuðu allir þeirra lúðrar þegar Seel jafnaði á nýjan leik fyrir Fortuna. Þannig var staðan í hálfleik — 2—2. í síðari hálfleiknum dofnaði talsvert yfir leiknum og greinilegt var, að bæði liðin kusu að taka sem minnsta áhættu. Lítið var um marktækifæri og það merkilegasta, sem gerðist allan síðari hálfleikinn var, að Zimmermann, einn bezti maður Fortuna, varð að yfirgefa völlinn á 84. mínútu vegna meiðsla. Fyrri hluti framlengingarinnar var svipaður síðari hálfleiknum, að því leytinu til, að hvorugt liðið virtist vilja taka áhættu. Barcelona varð þó fyrra til að reyna eitthvað og það gaf af sér mark. Á 103,minútu (13. mín framleng- ingarinnar) skoraði Rexach með sann- færi án þess að Daniel markvörður Fortuna kæmi nokkrum vörnum við. Rétt á eftir var flautað til leikhlés i framlengingunni. Leikmenn beggja liða voru orðnir örþreyttir, en enn voru 15 mín. eftir ogallt gat gerzt. Á 113. mínútu kom síðan reiðar- slagið fyrir Fortuna. Hans Krankl, sem kunni vel að meta frelsið eftir að Zimmermann yfirgaf völlinn, hljóp skemmtilega inn í eyðu og renndi knett- inum fram hjá Daniel, sem kom út a móti á fullri ferð. Sendingunaá Krankl átti Carrasco, sem lék í stað Juan Carl- Rexach brenndi af víti, en bætti það upp með marki síðar í leiknum. os Heredia, sem var meiddur. Leikmenn Fortuna voru þó enn ekki dauðir úr öllum æðum og á 125. mín- útu bætti Seel sínu öðru marki og þriðja marki Fortuna við með skoti í þaknetið af stuttu færi eftir þvögu í markteignum. Við markið færðist aftur lif í leikmenn Fortuna, en loka- mínútur leiksins börðust örþreyttir leikmenn beggja liða við að leika knatt- spvrnu með takmörkuðum árangri. TVEIR NYLIÐARI LANDSUÐSHÓPNUM „íslenzka landsliðið i knattspyrnu leikur sinn fyrsta landsleik í ár á þriðju- dag i Sviss. Sá leikur er liður í Evrópu- keppni landsliða og það er fyrsta sinn, sem ísland og Sviss leika landsleik, þegar frá er talinn einn unglingalands- leikur,” sagði Helgi Daníelsson, for- maður landsliðsnefndar KSÍ á blaða- mannafundi í gær. Síðan tilkynnti hann skipan lands- liðshópsins og hann er mjög svipaður og skýrt var frá í DB í gær. Þessir menn eru i hópnum. Þorsteinn Ólafsson, ÍBK, 10 lands- leikir. Bjarni Sigurðsson, ÍA, 4 unglinga- landsleikir, Árni Sveinsson, ÍA, 19 landsleikir. Jóhannes Eðvaldsson, Celtic,fyrirliði, 26 landsleikir og þar af 21 sinni fyrir- liði. Marteinn Geirsson, Fram, 39 lands- leikir. Janus Guðlaugsson, FH, 11 lands- leikir. Guðmundur Þorbjörnsson, Val, 12 landsleikir. Atli Eðvaldsson, Val, 11 landsleikir. Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, 21 landsleikur. Pétur Pétursson, Feyenoord, 5 lands- leikir. Arnór Guðjohnsen, Lokeren, 4 unglingalandsleikir, 8 drengjalands- leikir. Jón Pétursson Jönköping, 23 lands- leikir. Karl Þórðarson, La Louviere, 6 lands- leikir. Ottó Guðmunsson, KR, 7 unglinga- landsleikir. Sævar Jónsson, Val, nýliði. Jón Oddsson, KR, nýliði. Á blaðamannafundinum kom fram gagnrýni frá flestum fréttamanna að Pétur Ormslev, Fram, og Ingi Björn Albertsson, Val, skyldu ekki vera í landsliðshópnum. Landsliðsþjálfarinn Youri llitchev svaraði þvi til, að þessir leikmenn væru mjög undir smásjá landsliðsnefndar en þó ekki verið valdir að þessu sinni. Einnig var minnst á Teit Þórðarson, Öster, í því sambandi. Landsliðsmennirnir halda til Sviss á laugardag með stuttu stanzi i Kaup- mannahöfn. Þar bætist Jón Pétursson i hópinn. Ásgeir, Karl og Arnór koma frá Belgíu á sunnudagskvöld, svo og Pétur Pétursson frá Hollandi en fyrir- liðinn Jóhannes Eðvaldsson kemur til Bcrn á þriðjudag — leikdaginn. Komið verður heim aftur á miðvikudag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.