Dagblaðið - 13.07.1979, Síða 3

Dagblaðið - 13.07.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. 3 Steypustöðvar þurffa hækkun til að geta selt dsvikna vöru Grandvar skrifar: Það fer lítið fyrir fréttum eða um- ræðum á opinberum vettvangi af þeim geigvænlegu skemmdum, sem húsbyggjendur hafa mátt þola, vegna vítaverðrar vanrækslu þeirra sem selja steypu, þeirra sem selja möl og sand, reyndar einnig byggingameist- ara og opinberra eftirlitsmanna. Það er fyrst nú, á miðju ári 1979, að byggingarnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið, að skylt skuli að þvo allt steypuefni, sem tekið er úr sjó, með fersku vatni til að hindra svo- kallaðar „alkaliskemmdir”, sem er ekkert annað en að þvo saltið úr möl- inni eða sandinum. Aðeins einn maður hefur kveðið sér hljóðs um þetta nýverið, og lagði fram spurningu um það, hvers vegna þessa hafi ekki verið krafizt hér fram að þessu. Honum hefur auðvitað engu verið svarað, svo kunnugt sé! Það er kannski ekki von, að neinn vilji svara þessu, svo mikið hneyksli og skömm, sem þetta er fyrir við- komandi aðila. — Ekki stendur þó á að steypa hækki í verði. Ríkisstjórnin hefur nú heimilað 25% hækkun á möl og sandi — og 7,5% hækkun á steypu. Risinn er frábær — en myndináundan erargasta klám Þórhildur Einarsdóttir, Kötlufelli 9, hríngdi: Mig langar til að byrja á að lýsa ánægju minni með myndina Risann í Austurbæjarbíói. Mér finnst efni hennar sérstaklega gott. Þetta er al- veg dæmigerð fjölskyldumynd, sem ég vildi ráðleggja öllum fjölskyldum að sjá. En ég hef ekki sömu sögu að segja af bíómyndaauglýsingunni sem sýnd er á undan Risanum. Sú mynd er arg- asta klám sem fólk er beinlínis neytt til að horfa á. Ég vona að eitthvað verði gert i þessu máli svo að fólki sé óhætt að komá óhrætt með fjölskyldu sína og horfa á Risann. Mig langar einnig til að spyrja: Er leyfilegt samkvæmt lögum að auglýsa klámmyndir eins og þá sem sýnd er á undan Risanum? Og er yfirleitt leyfi- legt að sýna svoleiðis myndir hér? Raddir lesenda Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eðaskrifið Eftir að byggingarnefnd ákvað að skylt skyldi að þvo allt steypuefni, sem tekið er úr sjó, með ferskvatni til þess að stemma stigu við þeim skemmdum, sem orðið hafa á stein- húsum, óskuðu steypustöðvarnar samstundis eftir hækkun á verði á möl og sandi — og auðvitað sam- þykkti svokölluð „verðlagsnefnd” strax að heimila 25% hækkun þess- araefna! Þetta þýðir í raun, að steypustöðv- arnar eru að segja, að ef þær eigi að selja ósvikið steypuefni, — þá þurfi þær að fá 25% hækkun, — ef það hefði ekki komið til, að þær þyrftu að þvo mölina og sandinn, — þá hefði verðið sennilega getað verið óbreytt!! En að slepptri þessari ósvífni er auðvitað mál málanna það, hver sé ábyrgur fyrir þeim skemmdum, sem húsbyggjendur hafa hingað til orðið að bera óbættar. — Enginn, hvorki steypustöðvar, né byggingameistarar, hafa verið taldir ábyrgir. Ekki heldur opinberir aðilar, sem þó setja ýmsa „staðla” varðandi byggingar. Hús skulu vera jarðbundin, vegna jarð- skjálftahættu, og fleiri kvaðir eru á byggingu húsa. En að efni skuli vera ósvikið, ekki stafur um það! Annars er það með eindæmum, hvernig svokallaðir byggingameistar- ar, og iðnaðarmenn yfirleitt, hafa verið teknir með silkihönzkum af við- skiptavinum þeirra gegnum árin. — Þeir hafa komizt upp með margvísleg svik og pretti, bæði í vinnu og verð- lagningu, og enginn hefur þorað að segja neitt, vegna þess, að atvinna hefur verið yfirfljótandi og þessir aðilar hafa beinlínis sýnt klærnar og hótað að hætta við verkefni sitt, ef kvörtunum hefur verið hreyft. Ekki er vitað til þess, að bygginga- meistarar hafi beitt samtökum sínum til þess að ráðleggja almenn- ingi t.d. í formi kynningarbæklinga eða fréttabréfa á opinberum vett- vangi og ekki heldur opinberir aðilar. Almenningur er yfirleitt sein- þreyttur til vandræða, þegar iðnaðar- menn eiga í hlut, en nú virðist vera kominn tími til þess að hann láti í sér heyra með sameiginlegu átaki og krefjist þess, að ábyrgir bygginga- meistarar verði látnir bæta tjón það sem þeir hafa valdið. Þeir geta svo aftur krafið steypustöðvarnar, sem þeir eiga svo mikil og góð vióskipti við. Gripið simann geriðgóð kaup Smáauglýsingar B1AÐ5IN5 Þverholti11 sími 2 70 22 Hlustar þú meira á útvarp eftir að sjónvarpið fór í f rí? Páll Kristinsson skrifstofum:Nei það geri ég ekki hef engan áhuga fyrir út- varpi. Þorgerður Odds: Nei ég hef bara engan tíma til að hlusta á það. Amalía Þorleifsdóttir húsmóðir: Já, ábyggilega, mér finnst bara að það mætti vera miklu betra. T.d. eru leikritin ekki nögu góð og svo er allt of mikið ai' sígildri tónlist og svartri tón- list sem almenningur í landinu skilur ekki. Unnar Lárusson skrifstofumaður: Nei ég hlusta aldrei á útvarp. Sigríður Vilhjálmsdóttir húsmóðir: Nci ég hef engan áhuga á útvarpinu. Elías Mar rithöfundur: Nei það geri ég ekki, hef ekki nógu mikinn áhuga.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.