Dagblaðið - 13.07.1979, Side 5

Dagblaðið - 13.07.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. 5 Ekki auðvelt fyrir fallinn þingmann að fá nýtt starf segir Jón Skaftason, fyrrum alþingfsmaður, í grein f tímarit inu Nordisk Kontakt fyrirskömmu „Stuðflingur kjósenda er óviss og sá sem ekki er reiðubúinnað þola súrt jafnt og sætt ætti ekki að taka þátt i stjórnmálum. Það fyrsta, sem ég varð að gera, eins og flestir sem lenda í sömu aðstöðu og ég, var að leita mér að nýrri atvinnu til framfærslu fjölskyldunni,” segir Jón Skaftason, fyrrum alþingismaður, í grein sem hann ritar í tímaritið Nordisk Kontakt fyrir skömmu og nefnir „Inte látt för en exparlamentariker att fa nytt job” eða „Það er ekki auðvelt fyrir fallinn alþingismann að fá nýtt starf”. Þar sem skipan Jóns Skaftasonar í embætti yfirborgarfógeta hefur sætt mikilli gagnrýni að undanfömu og i þeirri gagnrýni hafa komið fram sjónarmið talsvert andstæð þeim sem haldið er fram í þessari grein er ekki úr vegi að birta glefsur úr greininni. „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir fallinn alþingismann að fá nýtt starf,” segir Jón í greininni og bætir við. „Hér á landi eru margir þeirrar skoðunar, að starf alþingismannsins eigi ekki að veita sama rétt til annarr- ar opinberrar þjónustu og önnur störf i þágu hins opinbera. Það er hins vegar min skoðun, að almennt talað sé þetta rangt. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fá — ef einhver — störf í hinu íslenzka þjóðfélagi veita betri möguleika til að kynnast þjóð- félaginu en einmitt þátttakan í störfum Alþingis. Þetta á jafnt við um atvinnu-, viðskipta-, félags- og menningarmál svo nokkur svið séu nefnd. Alþingi er staðurinn, sem öll þessi mál eru rædd og þar eru endan- legar ákvarðanir einnig teknar. Alþingismaðurinn hefur því alla möguleika á að vera vel að sér í öllum þessum málaflokkum. Starfið er því mjög góður grundvöllur til að byggja á mörg önnur störf,” segir Jón. í greininni segir Jón, að hann hafi verið farinn að íhuga að láta af þing- mennsku áður en hann féll í kosning- unum og segir það sína skoðun, að óheppilegt sé, að menn séu lengi í sama starfinu, ef annarkosturei fyrir hendi. Hann segir það sina skoðun að þingmennskan hér á landi sé erfiðari en í mörgum fjölmennari löndum, vegna þess að hér þekki allir alla og mjög mikill hluti af tima þingmanna fari í að leysa persónuleg vandamál kjósenda sinna og verða stærri mál ,oft að líða fyrir það. Jón segir, að lé- legur árangur í baráttunni við verðbólguna sé að hluta þessu að kenna. -GAJ- Jm Skaf 'tasmir Inte latt för en exparlamentariker att fá nj'ttjobb , Konkurrensen metlanT ra"5k' 'amhiille- ^andiduter hör v,r, i pi>rt'ernii 00 h tleras ' -mhallet framn, *1 *" «r J Uatantal ln n," 8 “V •*"*">»* "wn- Srundades 1944Z'vLlT*" r*PuWike" I 'ter - Frnmsleiisn de re8ennÍSpar- Ue:»eXtrn,Ínker'>a- Þ»ím5S8S*F | tungre vara Altinpsman. ° a" S«""M Mde Ijusa 300 manns starfa við Hrauneyja- fossvirkjun ísumar Á þriðjudaginn var mættur floti af flutningatækjum á hafnarbakkanum I Reykja- vik til að taka á móti hlutum I tvo byggingakrana sem Landsvirkjun hefur keypt til notkunar uppi við Hrauneyjafoss. Þeir verða notaðir við að byggja stöðvarhús virkjunarinnar. DB-mynd: Sveinn Þormóðsson. „Hér eru á svæðinu um 300 við fyrstu sográsina í stöðvarhúsið og manns við margvísleg verkefni, en neðsta hluta þrýstivatnspípu. Tals- næsta sumar fjölgar starfsfólkinu í' verð jarðvinna er og í gangi. Verið er 5—600 manns, allt eftir því hve að grafa fyrir inntaksmannvirkjum mikill kraftur verður settur i fram- og gera bráðabirgðastíflu. Þá má enn kvæmdirnar,” sagði Páll Ólafsson, nefna brúargerð yfir Tungnaá.” staðarverkfræðingur við Hrauneyja- Páll sagði að starfsfólk við fossvirkjun, þegar við slógum á Hrauneyjafoss gæti ekki hrósað þráðinn til hans í gær. veðurguðunum i sumar fremur en „Starfsmenn verktakasam- margir aðrir. Þó hafa verkefnin ekki steypunnar Fossvirkja eru að steypa tafizt af völdum ills veðurs. upp stöðvarhúsið en einnig er unnið -ARH. Týndi einhver budd- unni sinni í gær? Skilvis finnandi peningabuddu kom í gær á ritstjórnarskrifstofu DB og bað blaðið að hafa milligöngu um að hún kæmist í hendur rétts eiganda. Buddan er litil en í henni peningar sem einhvern kann að muna um. Hún fannst i grennd við Færeyska sjómannaheimilið. Réttur eigandi getur vitjað hennar til DB. -ASt. íspása á bntröppmm Þetta verða að teljast tvær af aðal- konunum á Húsavík í sumar og DB-menn rákust á þær þar sem þær sátu á einum af aðaltröppum Húsa- vikurbæjar — tröppum bióhússins. „Við erum bara í kaffi og fengum okkur íspinna,” sögðu þær hissa á þessari afskiptasemi utanbæjarmanna. Það kom svo i Ijós að þær heita Anna Georgsdóttir og Hólmfriður Ómarsdóttir, báðar fæddar og uppald- ar á Húsavík og báðar 17 ára. En þó þær séu ungar hafa hlaðizt á þær ábyrgðarstörf. Þær eru núna verk- stjórar i unglingavinnunni hjá bænum. „Þetta er æðislega gaman. Þaðeru 125—130 unglingar i vinnunni. Unnið er fjóra tima á dag við að sópa götumar, fegra og laga bæinn og fleira,” sögðu þær. Þær, sem verkstjórar, vinna allan daginn og eru ánægðar með kaupið sem þær sögðu vera hátt i 250 þúsund á mánuði. „Við hötum fiskvinnuna og vinnum aldrei þar,” sögðu þær og brostu fyrir Hörð ljósmyndara. -ASt. „STEFNIAÐ FLUTN- INGI í KÓPAV0GINN” Siglufjörður: —Bjami suður, Ingimundur norður „Auðvitað hlakka ég til að flytja aftur suður. En ég má kannski ekki segja það, Siglfirðingar gætu móðgazt,” sagði Bjarni Þór Jónsson sem lætur hinn 1. ágúst af störfum bæjarstjóra á Siglufirði og tekur þá við störfum bæjarritara í Kópavogi. • „Ég er fæddur og uppalinn i Reykjavík og konan mín líka. Við vorum rétt nýlega búin að koma okkur upp húsi þar þegar við fluttum. Þetta hús er í Breiðholtinu og ætlum við að flytja í það til bráða- birgða, þar til ég fæ lóð í Kópa- voginum. Því auðvitað stefni ég að því að flytja þangað,” sagði Bjarni. Ingimundur Einarsson tekur við starfi Bjarna á Siglufirði þann 1. september. En hann mun fara norður nokkra daga í þessum mánuði til að kynnasérstarfið. Bjami Þór Jónsson kemur til Kópavogs þann 1. september eftir art hafa verió fádæma ástsæll bæjarstjóri á Siglufirði. Veiting bæjarstjórastöðunnar vakti nokkrar deilur i bæjarstjórn. „Meirihlutinn var ekki búinn að koma sér saman um hverjum veita ætti embættið og fór málið opið fyrir fund. Þar féllu atkvæði þannig að Ingimundur fékk 4 atkvæði, það er að segja atkvæði sjálfstæðismanna, sent eru i meirihluta, og atkvæði framsóknarmanna, sem eru i minni- hluta. Auðvitað voru þcir sem ekki komu að sínum mönnum óánægðir en ég hef enga trú á öðru en þetta grói um heilt. Siglfirðingar eru vanir að taka vel á móti nýjum mönnum og jæjarstjórnin á örugglega eftir að /inna vel með hinum nýja bæjar- stjóra,” sagði Bjarni. -DS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.