Dagblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. Saab99 Vorum að fá inn i sölu gulHallegan Soab 99L árg. 75. RauOur, tveggja dyra. Að kaupa Saab bil er ein bezta fjárfestíng i dag. Þessi bill er i sórflokki. SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Félagsráðgjafi — þroskaþjálfi Staða félagsráðgjafa er laus til umsóknar hjá félaginu frá og með 1. september nk. Nánari uppl. veitir skrifstofa félagsins Laugavegi 11, Reykjavík. Þá vantar þroskaþjálfa að Lyngásheimilinu, Safamýri 5, frá sama tíma. Uppl. veitir forstöðukona. Styrktarfélag vangefinna. 1 Munið frímerkjasöfnun Geðverndar Innlend og erlend frímerki. Gjarna umslögin heil, einnig vélstimpluð umslög. PiSsthólf 1308 eða skrrfstofa fél. Hafnarstrœti 5, simi 13468. Býöur úrval garðplantna og skrautfunná. Opið virka daga 9-12 og 13-18 sunnudaga lokað Sendum um allt land. Sækið sumarið til okkar og flytjið þaö með ykkur heim. Skóg/ugginn augiýsir Ný sending af barnaskóm Nr. 1 Stærðir: 23—27 Verðkr. 7.365. Nr.2 Stœrðir: 23—27 Verðkr. 5.841.- Nr.3 Stærðir: 23—27 Verðkr. 7.711.- Nr.4 Stærðir: 30—34 Verðkr. 7.677.- Póstsendum SKÓGLUGGINN Hf., RA UDARÁRSTÍG 16. - SÍM111788. Mat 7.1 undir vegg í sólskininu. DB-myndir: Árni Páll. Hressir krakkar úr Öskjuhlíðarskóla í sumardvöl í Svarfaðardal: „Gott að komast í samband við fólkið í sveitinni” „Þetta er eiginlega fyrsta alvöru góðviðrið í sumar, þannig þið hittið vel á. Þeir hefðu mátt vera fleiri sólardag- arnir síðan við komum hingað. En það er líka, svo gott sem, hið eina sem við getum kvartað yfir hérna! Það voru starfsstúlkur úr Öskju- hlíðarskólanum sem voru svona ánægðar með tilveruna, þegar DB- menn hittu þær með hóp af hressum krökkum á gönguferð í Svarfaðardal. í sumar dvelja öskjuhlíðarkrakkarnir ásamt tveimur forstöðukonum og 5 starfsstúlkum i Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Hópur úr skólanum var einnig á Húsabakka síðastliðið sumar, en staðurinn uppfyllir mörg nauðsynleg skilyrði sumardvalar, að sögn Helgu Eysteinsdóttur, forstöðukonu. Leigan er ódýr og sundlaug í nágrenni skólans. — Og svo er gott að komast í samband við fólkið í sveitinni, bætir Helga við. Krakkarnir á Húsabakka eru á aldrinum 6—13 ára og foreldrar þeirra greiða þriðjung sumardvalarinnar. Afgang kostnaðarins greiðir ríkis- sjóður og bæjarfélög hvers barns. Þelta er nú aldeilis veður til að leika sér hópnum hérna. Það er ansi strembið fyrir fátt starfsfólk að sinna svona stór- um hóp svo vel sé.” -ARH „Þetta er ævintýradvöl fyrir krakk- ana og þau hafa geysilega gott af þessu, segja starfsstúlkurnar. En við hefðum gjarnan viljað vera fleiri sem erum með Meira djús! Kvöldmaturá Húsabakka íslenzka íhugunarfélagið með kynningarfyrirlestra í frétt frá íslenzka íhugunarfélaginu hér á landi segir að Innhverf íhugun hafi verið kennd hér i fimm ár af félag- inu. Aðferðin er kennd á stuttum nám- skeiðum af sérþjálfuðum kennurum Pliisbis lil' Q30 PLASTPOKAR O 82655 sem þjálfaðir hafa verið hjá Maharishi Mahesh Yoga. Hér á landi hafa verið stofnaðar læknanefndir sem vinna af þvi að kynna gagnsemi lnnhverfrar íhugunar á sviði heilbrigðismála. Ennfremur hafa bæði danskir, þýzkir og brezkir læknar hvatt fólk til að kynnast íhuguninni. Segja meðal annars danskir læknar að íhugunin geti læknað astma, taugaveiklun , streitu og sjúkdóma sem af henni hljótast, t.J magasár og æðasjúkdóma. Seeja læknarnir ennfremur að ekki sé aðeii.s hægt að lækna sjúkdómseinkennin heldur einnig sjúkdóminn sjálfan. Námskeiðin hjá íslenzka íhugunar- félaginu hefjast jafnan með almennri kynningu, sem öllum er opin. Næsta kynning íhugunarfélagsins fer fram miðvikudaginn 18. júlí kl. 20,30. Kynningarfyrirlestur verður einnig að Möðruvöllum, Akureyri fimmtu- daginn 19. júlí, kl. 20,30. Á fyrirlestr- um félagsins verður fjallað um aðferðir á sviði heilbrigðis einstaklingsins og samfélagsins. -ELA.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.