Dagblaðið - 13.07.1979, Page 17

Dagblaðið - 13.07.1979, Page 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. 21 —til að koma í veg fyrir unglingavandamálið —enborganráð virðistkæfamáliðíkerfinu Síðastliðið haust tóku nokkrir unglingar á aldrinum 14—18 ára sig saman og ákváðu að gera eitthvað til að koma í veg fyrir áframhaldandi unglingavandamál á Hallærisplan- inu. Ætlunin var að fá Tónabæ og stofna þar unglingaklúbb, þar sem unglingar kæmu saman einu sinni í viku. Til að byrja með fóru þau niður á Hallærisplan með nokkurs konar skoðanakönnun, röbbuðu við ungl- inga á staðnum og spurðust fyrir um hvort áhugi væri fyrir hendi ef því- líkur klúbbur yrði stofnaður. 70% þeirra unglinga sem spurðir voru voru mjög jákvæðir og vildu flest allir að um diskóklúbb væri að ræða, og að hann yrði einu sinni i viku. Þar sem svo margir höfðu áhuga á þessu létu framkvæmdaaðilarnir ekki sitja við orðin tóm, heldur hringdu til Hinriks Bjarnasonar þá- verandi framkvæmdastjóra Æsku- lýðsráðs, sem sagði þeim aftur að senda bréf til Æskulýðsráðs og yrði málið tekið fyrir á fundi. Beðið var um að dansleikur yrði haldinn 1. desember í Tónabæ fyrir unglinga. Svarið var játandi og dans- leikurinn var haldinn. 500 manns sóttu Tónabæ í þetta skiptið og fór dansleikurinn í alla staði mjög vel fram og voru bæði lögregla og full- trúi frá útideild sammála um það. Báðu um aðstöðu fyrir klúbbinn íTónabæ Framkvæmdaaðilarnir, ungling- arnir sem stóðu að ballinu, ræddu við unglinga og völdu jafnframt 6 krakka í undirbúningsnefnd fyrir diskóklúbbinn. Annar dansleikur var siðan hald- inn 3. febrúar og fór hann á sama veg og hinn, allt hafði tekizt með afbrigð- um vel. Undirbúningsnefndin var nú skip- uð af 14 unglingum og lögðu þau inn beiðni til Æskulýðsráðs 4. marz um að fá aðstöðu fyrir klúbbinn í Tóna- bæ einu sinni i viku og var gerð ná- kvæm lýsing á hvernig klúbburinn skyldi starfræktur. 6. marz sendi Æskulýðsráð bréf tíl undirbúnings- nefndarinnar þar sem segir að Æsku- lýðsráð geti eigi verið við þeirri beiðni að lána Tónabæ einu sinni i viku frá marzbyrjun til ágústloka. Undirbúningsnefndin gafst ekki upp heldur sendi aftur bréf, en sama svarið fékkst aftur. Þá var það næsta að ræða við Hinrik Bjarnason sem sagði að borgarráð hefði alveg með Tónabæ að gera og að Æskulýðsráð ætli sér ekki að leigja út staðinn fyrr en endanlega hefði verið ákveðið með framtíð staðarins. Tónabæjarnefnd hafði skilað af sér áætlunum varðandi Tónabæ, þar sem þrjú atriði komu til greina. í fyrsta lagi að halda áfrani unglinga- böllum i Tónabæ, að breyta Tónabæ í félagsmiðstöð fyrir hverfið og i þriðja lagi að svl .t húsið og kaupa annað hentugra. Skrifuðu borgar- ráði 4. apríl Undirbúningsnefndin skrifaði þá borgarráði bréf 4. apríl sl. þar sem beðið var um að flýtt yrði ákvörðun um framtíð Tónabæjar. Fyrir nokkrum dögum hringdi síðan einn af undirbúningsnefndar- mönnum til ritara borgarstjóra en fékk þá það svar að þetta bréf væri ekki enn komið fyrir fund. Nú er undirbúningsmönnum farin að leiðast biðin, enda níu mánuðir siðan ákveðið var að stofna klúbbinn, sem að öllu leyti yrði starfræktur af ungl- ingum í sjálfboðavinnu. Einnig hefur undirbúningsnefndin heyrt að Æskulýðsráð hafi sent borgarráði bréf þess efnis að fjárhæð vanti til að hægt sé að standsetja Tónabæ og eins fyrirspurn um hvernig rekstri staðarins skuli háttað. Hvort Æskulýðsráð ætti alfarið að sjá um dansleiki tvö kvöld í viku eða hvort leigja ætti húsið út. En ekkert virðist duga á borgarráð, málið virðist ekki vekja áhuga þeirra, svo nú er bara eftir að vita, hvort ákvörðunin verður tekin fyrir vetur- inn. - ELA LABRADORIÞYKKVABÆ Helgi Valdimarsson byggingameistari og Valur Valdimarsson múrarameistari og framkvxmdastjóri Varða við grunn 12 ibúða blokkarinnar við Ásgarðsveg á Húsavik. Að ári liðnu eiga þarna að verða tilbúnar til notkunar 12 íbúðir i þriggja hæða blokk.. Skammt frá er kominn grunnur átta ibúða blokkar, sem verður tilbúin eftir tvö ár. DB-mynd Hörður Húsavík: Tvær blokkir með 20 íbúðum fyrir 310 milljónir Önnur verður tibúin að ári, hin eftir tvö ár Á næstu tveimur árum munu rísa og verða tílbúnar til notkunar tvær íbúðarblokkir svo tíl í miðjum Húsa- víkurbæ. Önnur blokkin verður 12 íbúða blokk en hin með átta íbúðum. Það er byggingameistari í Garðabæ sem átti það tilboð sem tekið var og fyrir stuttu hittu DB-menn hann á byggingarstaðnum. ,,Ég bauð í verkið tæplega 310 millj- ónir króna og þessu tilboði var tekið. íbúðirnar í blokkunum verða 2ja, 3ja og 4ra herbergja og ætlaðar ýmist til leigu eða sölu en Húsavíkurbær reisir, samkvæmt sérstakri byggingaráætlun um slíkar íbúðir víðsvegar um landið,” sagði Helgi Valdimarsson bygginga- meistari. Stærra húsið, 12 íbúða blokkin, á að vera tilbúin að ári en hin minni að tveimur árum liðnum. Farmannaverk- fallið tafði framkvæmdir í byrjun því sementslaust og timburlítið var a Húsa- vik, en nú hefur úr því rætzt. „Allir starfsmenn við byggingar hús- anna eru frá Húsavík. Ég er cina að- skotadýrið,” sagði Helgi. Múrarameistari blokkanna er Valur Valdimarsson, Björn Guðmundsson frá Hólabrekku i Reykjadal sá um jarð- vinnu, Grímur Leifsson sér um raf- lagnir og Sigurður Jónsson um pípu- lagnir. Valur múrarameistari er fram- kvæmdastjóri byggingafélagsins Varða, en það félag rekur steypustöð á Húsavík og hefur byggt ódýrustu íbúðir á landinu ásamt þeim á Akureyri og hjá Einhamri í Reykjavík. Valur sagði við grunn nýju blokkanna tveggja á Húsavík, að þó þeir hjá Varða hafi byggt 60 íbúðir á Húsavík, m.a. fyrstu blokkirnar þar þrjár, hafi þeir ekki boðið í smíði þessara blokka. Vildi hann sem fæst orð hafa um ástæðuna. „Það eru vissulega margir óvissu- þættir í verðlagi núna,” sagði Helgi, ,,en samningar um blokkasmiðina eru verðtryggðir. ,,En ég held að við meist- ararnir sleppum alltaf frá þessu, þó litið sé upp úr því að hafa á stundum. Getur þar margt spilað inn í, t.d. rugl- aði farmannaverkfallið planinu svolitið núna.” ■Helgi kvað ánægjulegt að last við verkefni úti á landi. Áður hcfur hann m.a. byggt póst- og simstöð á Norð- firði. „Það var samningur upp á ákveðið verð, en það er gott að vinna fyrir Póst og sinia.” - ASt. Motocross á sunnudag Vélhjólaíþróttaklúbburinn gengst fyrir motocrosskeppni á vélhjólum á sunnudaginn, 15. júlí, kl. 14 að Sand- féili við Þrengslaveg, sem er keppnis- svæði klúbbsins. Mikill undirbúningur hefur verið i sambandi við þessa keppni og hefur keppnisforminu verið breytt nokkuð frá síðustu keppni til að auka á spennu og ánægju áhorfettda. Keppt verður á stórum vélhjólum og skellinöðrum. -ÓV Þegar erfiðleikar lífsins sækja að og kallar frá Dagblaðinu koma og taka af manni myndir, er gott að leita til mömmu. Jafnvel þó maður sé orðinn næsta fullorðinn og sjálfstæður. Gott er einnig að eiga að systkini ef mamma má ekki vera að því að sinna manni. Þessa fallegu hunda hittu DB-menn i Þykkvabænum á dögunum. Móðirin er labradorhundur að hálfu leyti en faðir hvolpanna er hreinræktaður labrador. Svo kynið er gott, spyrji einhver unt það. Hvolparnir voru upphaflega 7 í systkinahópnum en fjórir hafa þegar yfirgefið móður sína. DB-mýnd Bjarnleifur. Rallkappi i motocrosskeppni, sem fram fúr í síöasta mánuöi. DB-mynd Hörður J c Þjónusta Þjónusta Þjónusta Garðaúðun Tek að mér úðun trjágarða. Pant- anir í sfma 20266 á daginn og 83708 á kvöldin Hjörtur Hauksson skrúðgarðyrkjumoistari o Garðaúðun Sími 15928 <0 Brandur Gíslason garðyrkjumaður BÓLSTRUNIN MIÐSTRÆTI 5 Viðgerðir og klæðningar. Falleg og vönduð áklæði. Sími 21440, heimasími 15507.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.