Dagblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 25

Dagblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 25
>r DAGBLAÐiÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979 Stranglers stjómasér Hljómsveitin Stranglers vinnur um þessar mundir að hljóðritun fimmtu breiðskífu sinnar í París. Lítið hefur gerzt fréttnæmt við gerð hennar utan það að Kyrkjararnir ráku upptöku- stjórann sinn, Martin Rushent, vegna tónlistarlegs ágreinings. Rushent hefur stjórnað upptökum á öllum Stranglersplötunum til þessa. Liðsmenn hljómsveitarinnar sjá nú um sig sjálfir í upptökuverinu. ÚrMELODY MAKER Bandarísk sjónvarpsstöó notar lag eftir Jakob Magnússon sem kynningariag Rúmlega sextíu útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum höfðu um siðustu helgi tekið plötu Jakobs Magnús- sonar, Special Treatment, inn á laga- lista sína. Aðallega eru það jass- stöðvar sem leika plötuna, en einnig nokkrar sem sérhæfa sig i þróuðu rokki og svokallaðri AOR (Adult Orientated Rock) -tónlist. Að sögn Jakobs Magnússonar, sem var í stuttri heimsókn hér á landi í síðustu viku, hefur Special Treat- ment fengið betri viðtökur vestra en nokkur þorði að vona. Tímarit, sem nefnist Goodphone birtir vikulega vinsældalista sem byggður er á þvi hvað mest er spilað í jassútvarps- stöðvum. Plata Jakobs komst þar beint inn í átjánda sætið og hækkaði sig upp í númerellefu viku síðar. „Mér virðist,” sagði Jakob, ,,að vinsælustu lögin á plötunni séu Burlesque In Barcelona, Special Treatment og Ode To Abe. — Nú, og svo hefur sjónvarpsstöð í Atlanta ákveðið að taka lagið Magnetic Storm upp sem kynningarlag stöðvarinnar. Þetta er mjög mikil- vægt, ekki sízt vegna þess að stöð þessi hefur 36 endurvarpsstöðvar viða um Bandarikin.” Að sögn Jakobs er sala á plötunni farin að taka við sér. Til dæmis var hún uppseld í Boston og Seattle á föstudaginn. — Útvarpsauglýsingar á Special Treatment hófust um síðustu helgi. — Fyrsta upplag plötunnar er 36 þúsund eintök. - ÁT JAKOB MAGNÚSSON — Special Treatment heyrist nú oröið í yfir sextíu bandarískum útvarpsstöðvum. HVER SENDIR FRA SÉR UTLA PLÖTU? Svar: Hljómsveitin Hver Hljómsveitin Hver frá Akureyri sendir i næstu v<ku frá sér sína fyrstu plötu. Sú er af minni gerðinni, tveggja laga. Þau eru bæði eftir liðs- menn hljómsveitarinnar, Þórhall Vogar og Hilmar Þór Hilmarsson. Lögin nefnast Helena og Ég elska Þig- Platan, sem Hljómplötuútgáfan hf. gefur út, var hljóðrituð syðra — nánar tiltekið í Hljóðrita i Hafnar- firði — í aprílmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur hljómsveidn Hver tekið nokkrum stakkaskiptum. Meðal annars er söngtríó hljóm- sveitarinnar, Erna, Eva og Erna, gengið til liðs við Brunaliðið og vinnur nú af kappi við gerð nýjustu plötu þess. Hljómsveitin Hver starfar nú á Akureyri. -ÁT- HVER — Tveggja laga plata hljómsveitarinnar er sú fyrsta sem kemur út hér á landi I meira en ár. GAMALL ROLUNGUR GERIR SÓLÓPLÖW Gítarleikarinn Mick Taylor, sem eitt sinn lék með hljómsveitinni Roll- ing Stones, hefur nýlega lokið gerð fyrstu sólóplötunnar sinnar. Platan ber nafn listamannsins og inniheldur bæði jazz- og rokktónlist. „Þetta er mjög persónuleg plata,” sagði Mick í viðtali. ,,Ég gerði hana bara til þess að skemmta sjálfum mér. Þarna eru engin lög, sem líkleg eru til vinsælda — aðeins það sem ég hefsjálfurgamanaf.” í fjórum lögum plötunnar leikur Mick á öll hljóðfærin sjálfur, nema trommur. Trommuleikarar plötunn- ar eru Mike Driscoll og Pierre Moerlen. Aðrir, sem leggja hönd á plóginn eru Jean Russel hljómborða- leikari, og Kuma Harada, sem leikur á bassa. Trommuleikararnir verða báðir með í hljómsveit, sem Mick hefur stofnað til að fara með í ferða- lag um Bandaríkin í sumar. Mick Taylor gekk til liðs við Rolling Stones fyrir tíu árum, — nánar dltekið þann 13. júni 1969. Hann tók við af Brian Jones, sem lézt stuttu síðar. Hann hafði áður leikið með John Mayall. Mick yfirgaf Roll- ing Stones síðla árs 1974, dauðþreytt- ur á sukkinu og svallinu, sem fylgir hljómsveitinni. Ron Wood tók síðar stöðu Mrcks i Stones. Úr AFTONBLADET Erlendu vinsældalistamir___________________ DonnaSummer slærmet Donna Summer er enn einu sinni vinsælda á diskótekum víða um heim komin í fyrsta sætí bandariska á undanförnum vikum og mánuðum. vinsældalistans. Að þessu sinni er Flytjandinn, David Naughton, hefur það titillag nýjustu breiðskífu helzt gert sér það til frægðar fram að hennar, Bad Girls, sem lyftir henni í þessu að syngja inn á sjónvarpsaug- þannsess. lýsingar um kornflex og álíka hvers- Donna gerir enn betur þessa viku da8slegan varning. Hann á nú sem nokkrar þær fyrri. Hún á einnig væntanlega bjartan framtíð fynr lagið í þriðja sæti listans. Slíkt hö™“n?: . , . ,, ,. hefur engin kona afrekað síðan farið u.Ef ll',ö1er,a enuska vmsældal.stann, var að skrá vinsældalista þar vestra Þa er d>skolag þar á Jiraðastn upp- fyrir nokkrum áratugum. Hins vegar leið' HljOmsve.nn Chic hækkar s,g hafa fáeinir karlmenn náð þessum nm tul,tu«u s*" Þ«“ v*“na f árangri. Bee Gees, Elvis Presley og kemur la8,nu f00* T,mes 1 sJöunda Beatles hafa allir átt tvö af þremur sætl' Þa er diskóprmsessan Ami, vinsælustu lögunum í Bandaríkjun- s,7.car' elnm« a da8óðrl uPPav,ð- um samtimis. — Beafles slógu meira S18l,n8u með 8amla Doors-lagið að segja öllum við fyrir rúmum L.ghtMy Fire. Þettaer annaðlagið fimmtán árum er þeir áttu fimm sem Amu kemur a lista. H,ð fyrsta vinsælustu lögin í sömu vikunni. var Knock On Wood. Kennslukonan og -n igkonan Eina nýja lagið á topp tíu vestra að Anita Ward fellur nokkuð niður á þessu sinni er í tíunda sæti listans. ensku og bandarísku listunum. Hún Þar er á ferðinni nýr maður í er komin niður í áttunda sæti í poppinu, David Naughton, með sér- Englandi og annað sætið í Bandarikj- lega hressilegt lag er nefnist Makin’ unum. Upphaflega átti hún aldrei að It. Þetta er kynningarlag samnefnds syngja lagið Ring My Bell, heldur sjónvarpsþáttar hjá ABC sjónvarps- var það notað til uppfyllingar á plötu stöðinni og hefur notið mikilla hennar. En meira um það siðar. . . . ENGLAND 1. (1) ARE „FRIENDS" ELECTRIC?...Tuboway Army 2. (9) SILLY GAMES..................Janet Kay 3. (2) UP THE JUNCTION...............Squeeze 4. IBIC’MON EVERYBODY..............Sex Pistols 5. (5) NIGHT OWL.................Gerry Rafferty 6. (13) LIGHT NIY FIRE............Amii Stawart 7. (27) GOODTIMES......................Chic 8. (3) RING MY BELL . ............Anita Ward 9. (7) LIVING ON THE FRONTLINE.....Addy Grant 10. (17) BABYLON’S BURNING..............Ruts BANDARÍKIN 1. (3) BAD GIRLS................Donna Summer 2. (1) RING MY BELL................Anita Ward 3. (2) HOT STUFF.................Donna Summer 4. (7) IWANT YOU TO WANT ME.......Choap Trick 5. (9) YOU TAKE MY BREATH AWAY. ....Rex Smith 6. (6) SHE BELIEVESIN ME.........Kenny Rogers 7. (5) WE ARE FAMILY..............Sister Sledge 8. (10) SHINE A LITTLE LOVE............ELO 9. (8) THE LOGICAL SONG...........Supertramp 10. (13) MAKIN' IT...............David Naughton

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.