Dagblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 27

Dagblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979. líi Útvarp Sjónvarp i t---------------------- POPPHORN—útvarp kl. 16,30: Kynning á Joni Mitchell „Ég verð með það sem ég ætlaði að vera með síðasta föstudag,” sagði Dóra Jónsdóttir, umsjónarmaður Popphorns í dag kl. 16.30, er DB spurðist fyrir um poppið í dag. „Og það sem átti að vera síðasta föstudag er kynning á söngkonunni Joni Mitchell,” sagði Dóra. En Dóra hefur verið að bíða eftir splunkunýrri plötu frá henni, og bíður reyndar enn. En það er vonandi að platan verði komin fyrir útsendingu i dag, svo við þurfum ekki að bíða í viku í viðbót eftir aðheyra hana. Joni Mitchell er kanadísk, 36 ára. Hún syngur nú jassaða tónlist en áður söng hún mest þjóðlega tónlist. Nýjasta plata hennar, sú er Dóra kynnir í dag, nefnist Mingus, en hún heitir eftir frægum bassaleikara Charles Mingus sem samdi nokkur af lögum plötunnar auk þess sem hann spilar með Joni, en hann lézt nokkru áður en platan var fullbúin. Dóra Jónsdóttir, starfsmaður á tónlistardeild útvarpsins og umsjónarmaður Popp- horns. DB-mynd Árni Páll Joni Mitchell hefurgefið út fjöldann Popphornið er í dag klukkustundar allan af hljómplötum, ætli þær séu langt. ekki að nálgast tuttugu. - ELA 1 _____________________________ * t--------------------------------------------------^ Nýr myndaflokkur í uppsiglingu í Svíþjóð: Ida hans Rösks i aöalhlutverki — þættimir f rumsýndir í Svíþjóð um næstu jól Úr myndaflokknum Mamma giftir sig ettir iViou IMartinson. A myndinni eru aðalleikararnir I hlutverkum sfnum, Albert, Hedvig og Mia. Flestir muna eftir sænska mynda- flokknum um Rösk. Þættirnir um Rösk og konu hans Idu voru mjög vin- sælir hér á landi, enda mjög vel leiknir þættir. Nú eru Svíar að gera annan mynda- flokk sem nefnist Mamma giftir sig og er eftir Mou Martinsson. Það er alvöru eiginmaður Idu sem er leiksviðsstjóri i þessum myndaflokki sem hinum um Rösk, hann heitir Per Sjöstrand. Það er gjarnan talað um Per Sjöstrandseríur í Svíþjóð og það eru myndaflokkar sem fólk horfirá. Ida hans Rösks leikur konu i þessum þáttum sem nefnist Hedvig, en bak við Idu og Hedvig leynist svo þriðja konan, leikkonan Gurie Nordwall. Blaðamaður sænsk blaðs rabbaði við Gurie í matarhléi frá störfum við upp- töku þáttanna. Hún sagði að svo skemmtilegt hefði verið að vinna við gerð þáttanna að hún kviði því mjög þegar upptöku lyki. Blaðamaðurinn lýsir því svo þegar kvikmyndamenn, leikstjórar, leiksviðs- stjóri og leikarar koma út úr pínulitla stúdíóinu í sænska útvarpinu í Gauta- borg að þeir strjúki svitann af enninu og andi djúpt, svo er hver minúta skipulögð i upptökunni. Hver mínúta er dýrmæt, þættirnir eiga að vera til- búnir eftir þrjár vikur, eftir þann tíma er stúdíóið bókað fyrir annað. Ekki hægt að gera samanburð... AUir eru stressaðir nema Gurie Nordwall, hún segir: Það er ekki svo mikið hægt að segja um þetta ennþá, það er svo erfitt að tala um myndina, þar sem ekki er enn búið að setja þetta svo mikið saman. Við byrjum á að spyrja hana um sjónvarpsþættina um Rösk, þar sem hún lék Idu svo listavel. Og svo hlut- verk hennar nú sem Hedvig i mynda- flokkunum Mamma giftir sig. En ekki vildi hún gera samanburð á hlutverkun- um. Sjálf hlutverkin er ekki hægt að bera saman, segir Gurie, það væri bæði óréttlátt og þarflaust. En sem tvær konur eru þær báðar sterkar og hafa lifað erfiðu lífi. Þær vinna einungis til að lifa. Mér þykir vænt um þær báðar og ég gæti vel trúað að jafnvel í dag séu til konur sem finna sig í þessum tveim per- sónum, segir Gurie. í þessum myndaflokki segir frá Hed- vig sem er einstæð móðir. Dóttirin átta ára er leikin af Ninu Ullerstam. Hedvig hittir Albert, leikinn af Hans Wigren, sem er eins og maður segir bölvaður glaumgosi. Þau gifta sig og þá byrjar nýtt en ekki betra lif. Albert er erfiður að búa með. En Hedvig elskar hann meira en nokkuð annað, heldur Gurie áfram. M y ndaf lokkurinn er ódýr Gurie er leikkona við Borgarleik- húsið í Stokkhólmi. En áður en hún byrjaði þar vann hún við leikhúsið Dramaten með manni sínum Per Sjö- strand, en hann vinnur þar enn þegar hann er ekki að gera vinsælar sjón- varpsmyndir. Það kostar í kringum 3 milljónir sænskra króna að gera myndaflokkinn, segir Per, og það er ódýrt. „Það gekk vel með myndaflokkinn um Rösk og þess vegna vildi ég fara út i að gera ann- an myndaflokk. Það hefur verið sérlega skemmtilegt að vinna að þessum myndaflokki, heldur Per áfram, en það er líka tima- frekt og mikil vinna. En við verðum lika að muna að engin ein manneskja gerir neitt, það veltur allt á samstarfinu hvernig til tekst,” sagði Per að lokum enda matartiminn búinn og þrönga litla stúdíóið beið þeirra við enn frekari upptökur. Myndaflokkurinn verður frum- sýndur í Svíþjóð um jólin og eigum við þá ekki að vona að við fáum að sjá hann i íslenzka sjónvarpinu á næsta ári. ( þýtt) — ELA Mest seldu tœki landsins CROWN - 3150 Verð: 236.645.-, staðgreiðsluverð 227.000.- Greiðslukjör: 100 þús. út, rest 2—4 mán. m 1) Útvarp: FM-steroo, LW — MW 2) Segulband: Crom og standard 3) Piötuspilari: Handstýranlagur og sjóffvirkur. 4) Hótalarar 5) Magnari:2x12,5 vött SKIPHOLT119 SÍMI29800. Tíl sölu við miðbæinn 3ja herb. sérhæð mjög vel útlítandi, tvöfalt verksmiðjugler í gluggum, íbúðin er laus nú þegar. Uppl. í síma 82768. SKam Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjávíkurvegi 60 Hf. Ummm ísmn á Skalla Ótal tegundir af ís. ís meö súkkulaöi, ís meö hnetum. -Allskonar ís, shake og banana-split.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.