Dagblaðið - 13.07.1979, Síða 28

Dagblaðið - 13.07.1979, Síða 28
Galli i hreyfilfest- ingu Flugleiðabunnar —hópur sérff ræðinga Dougtasverksmiðjanna á leið til New York til að rannsaka breiðþotuna Flugleiðum barst í morgun skeyti þess efnis að galli hefði fundizt í DC- 10 breiðþotu félagsins i New York. Halldór Magnússon framkvæmda- stjóri tæknideildar félagsins er staddur í New York og sendi hann í morgun skeyti þar sem fram kemur að galli hafi fundizt í vængfestingu hreyfils nr. 3 á Flugleiðavélinni. Við rannsókn kom i ljós „inper- fection on pilon”, eða galli í fætí sem hreyfillinn hangir í, en þetta er hreyfillinn á hægri væng vélarinnar. Hópur sérfræðinga frá Douglas flugvélaverksmiðjunum er nú á leið til New York tíl þess að grandskoða Flugleiða „tíuna”. Þegar hefur verið athuguð hreyfing á boltum, sem bolta saman fótinn og vænginn og þar hefur skemmdin komið fram. Það er því ljóst að DC-10 þota Flugleiða kemst ekki í gagnið alveg á næstunni, eins og vonazt hafði verið til. Þá liggur heldur ekki fyrir hvor. þetta tilfelli hefur áhrif á veitingu flugleyfis annarra þotna af sömu gerð, en rætt hafði verið um að veita bandarískum tíum flugleyfi fljótlega. -JH. HrefnaíReykjavík: „Reykvík- ingarkunna ekki að éta hrefnukjöt” ,,Salan gengur ekki vel. Reykvík- ingar vilja ekki hrefnukjöt. Þeir kunna ekki að éta það,” sögðu þrír hressir kallar sem við hittum niðri á bryggju í morgun. Upp úr bát sínum, Haraldi Sigurðssyni, voru þeir að selja nýveidda hrefnu sem þeir höfðu fengið á Breiðafirði á 600 kr. kílóið. Þeir sögðu að nóg væri að fá af hrefnunni, hvað sem Greenpeace menn segðu, þó tiðin hefði verið það slæm í vor að ekki hefði verið hægt að veiða sem skyldi. Þeir félagarnir vinna nú að hrefnu- frystingarstöð að Brjánslæk á Barða- strönd þar sem þeir hyggjast fullvinna hrefnukjöt á Japansmarkað. DS. VIS Xu .. WÉ m , . ty;-. > Torfi Einarsson gegnir á vetrum störfum lögregluþjóns á tsafirði, Guðni Þorkelsson er lagermaður I búð I Reykjavik en hefur verið 10 sumur á hrefnu. Skipstjórinn Konráð Eggertsson er hins vegar á hrefnuveiðum og 1 engu öðru. DB-mynd: Sv. Þorm. Hrikalegt gengishrun frá áramótum: Pundið hækkaö um20,45% —dollarinn um 9,10% bankaménn tel ja 3% gengissig á mánuði fyrirsjáanlegt Gengisfall islenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur verið hrikalegt á þessu ári. Gagnvart þremur helztu gjaldmiðlun- um hefur íslenzka krónan fallið á rúmum sjö mánuðum um 8.13% til 16.98%. Hrikalegast er þó gengisfallið frá 1. júni eða frá tímum hins nýja fisk- verðs, en frá þeim tima hefur islenzka krónan falliö gagnvart dollar um 2.73%. Krónan hefur fallið um 10.26% á sama tima gagnvart pund- inu og fall isl. krónunnar gagnvart þýzka markinu er 6.95% frá 1. júni. Þetta eru athyglisveröar tölur á sama tíma og sagt er að ríkisstjórnin ihugi 11% gengisfellingu sem „eina leið til björgunar”. Enn meiri en áðumefndar pró- sentutölur nemur hækkun hinna er- lendu gjaldmiðla gagnvart isl. krónu. Dollarinn hefur hækkaö um 9.10% frá áramótum, þar af um 2.81% frá l.júni. Sterlingspundið hefur hækkað um 20.45% frá áramótum til 11. júlí. Ör- ust hefur hækkun þess orðið frá 1. júníeöa 11.43% árúmum mánuði. Vestur-þýzka markið hefur hækkað um 8.85% frá áramótum, þar af um 7.47% frá 1. júní. Danska krónan hefur hækkað um 5.19% frá áramótum, en sé litið á tímabilið frá 1. júni er hækkun dönsku krónunnar 7.37%, því fram til 1. júní hafði ísl. krónan styrkzt gagnvart hinni dönsku. Þessar síðasmefndu eða hinar hærri prósentutölur eru þær sem snúa að almenningi í öllu verðlagi, en stjómmálamenn kjósa að ræða um hinar lægri er þeir tala um gengisfatl íslenzku krónunnar. Sérfróðir bankamenn telja fyrirsjá- anlegt að gengið verði látið siga hratt til áramóta, trúlega um 3% á mán- uði. Verðbólgan hefur að þeirra mati hert svo mikiö á sér frá þvi 2.5% vaxtahækkun kom 1. júni að liklegt sé að næsta vaxtahækkun (1. sept.) verði enn meiri og jafnvel hækkunin 1. desemberlíka. - ASt. Bensínverðið: TÓMAS LAGBI ÞÁALLA Á rikisstjórnarfundinum i gær hafði Tómas Árnason fjármálaráð- herra sigur í bensínmálinu, Þótt aðrir ráðherrar hefðu lýst yflr að þeir vildu lækka bensínskatta gáfust þeir á fundinum upp fyrir stefnu fjármála- ráðherra, sem krafðist þess að fá þá bókað hvaða aðrar leiðir ættu að fara til að afla ríkissjóði tekna. „Málið er ekki svo einfalt að tekj- ur ríkisins hækki sjálfkrafa um leið og bensínið hækkar. Jafnframt hækka auðvitað gjöld ríkisins, því eins og allir vita er ríkissjóður stór kaupandi olíuvara á bílaflota, varð- skip, flugvélar og til upphitunar,” sagði Tómas Árnason fjármálaráð- herra i viðtali við DB i morgun. „Ég er fjármálaráðherra og get ekki borið ábyrgð á því að skerða tekjur ríkissjóðs einhliða án þess að nokkuð komi í staðinn. Ríkið hefur safnað miklum skuldum, sem gerir rekstur þess erfiðari og erfiðari og menn þurfa að gá vel að sér ef ekki á verr að fara. Mér finnst ekki ábyrg afstaða að segja-sem svo að smurt sé á bensínverðið og ríkið hagnist á öllu saman. Svo einfalt er dæmiðekki. En þegar búið er að ákveða verkefni ríkisins á næstunni, þá verður að miða stjórnina við það — nema menn vilji skera mikið niður þjónustu ríkisins.” Má eiga von á frekari bensínhækk- unum á næstunni? „Það er ekki hægt að spá um slíkt, olíuverðhækkanirnar eru vandamál og efnahagslegt áfall.” Bensinið hefur þvi hækkað í 312 krónur og bensínskattprósentan er óbreytt. Af 56 króna hækkun á lítra eru 30 krónur hækkun skatta, tolla, söluskatts og vegagjalds. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að tekjuöflun ríkissjóðs og vegasjóðs af bensíngjaldi verði tekin til endur- skoðunar með það fyrir augum að auka verulega hlut vegasjóðs. -ARH/HH. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 13. JULÍ1979. HMsveinaískák: Enn sigrar Jóhann — mætir efsta manninum ídag Jóhann Hjartarson vann sína fjórðu skák í röð á heimsmeistaramóti sveina í Belfort í Frakklandi í gær er hann sigr- aði Danann Hansen í tæplega 50 leikj- um. Jón Pálsson, aðstoðarmaður Jóhanns, sagði i samtali við DB í morgun að Jóhann hefði haft hvítt í skákinni og teflt vel. Hafði hann náð betri stöðu þegar skákin fór í bið og reyndist síðan auðvelt að notfæra sér þástöðuyfirburði til sigurs. Jóhann er nú í 2.—4. sæti ásamt Benjamín, Bandaríkjunum og Tempone, Argentínu, allir með 4 vinn- inga. Rússinn Elvest sigraði Portúgal- ann Fernandez í gær og hefur því unnið allar sínar skákir og er með 5 vinninga. í 5.—8. sæti með 3,5 vinninga eru Short, Bretlandi, Milos, Brasilíu, Fern- andez, Portúgal og Greenfeld, ísrael. Jón Pálsson sagðist reikna með að andstæðingur Jóhanns i dag yrði efsti maður mótsins, Elvest, og þá reyndi á hvort hann væri'með öllu ósigrandi. -GAJ- Guðmundi gengurilla Jóhann Hjartarson er ekki eini íslendingurinn sem tekur þátt í skák- móti á erlendri grundu um þessar mundir. Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari tekur þátt i Vesterhavs- mótinu um þessar mundir og hefur honum gengið illa, aðeins hlotið 2 vinn- inga eftír 6 umferðir. Efstur á mótinu er Bretinn Mestel og er hann með fullt hús, hefur unnið allar skákirnar 6. Þá taka þeir Margeir Pétursson og Haukur Angantýsson þátt í Philadelphiuskák- mótinu í Bandaríkjunum og hafa báðir 2 vinninga eftir 3 umferðir. I 1. umferð sigraði Margeir stórmeistarann Balinas frá Filippseyjum. -GAJ- Eldurírusli semekki mátti brenna Þó búið væri að banna ruslabrennur á svæði Sindra i Sundahöfn tók að loga í ruslahrúgu úr bátsskrifli þar i gær- kvöldi. Er ekki vitað hver kveikti í, en eldur á þessu svæði Sindra hefur angrað ibúa í nærliggjandi hverfi og þótt hættulegur lýsisverksmiðju skammt frá er neistaflug leggur frá eldinum. Slökkt var fljótlega í ruslinu og tjón varð að sjálfsögðu ekkert. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.