Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979._
Gömlu
meistar-
amir
gleymast
seint
í byrjun ágúst nk. hefst í Polanica
Zdroj i Póllandi minningarmót um
pólska skáksnillinginn Akiba
Rubinstein (1882—1961). Þar sem sá
er þessar línur ritar verður væntan-
lega meðal þátttakenda á mótinu
þótti honum tilhlýðilegt að fræðast
ofurlítið nánar um manninn og verk
hans. Sumir fullyrða að Rubinstein
hafi verið sterkasti skákmaður allra
tíma, sem ekki náði þvi að verða
heimsmeistari. Eftir að hafa athugað
skákir hans má taka undir þessa full-
yrðingu með góðri samvisku. Á
hvaða þátt skákarinnar sem litið er
var Rubinstein snillingur. í byrjunum
kom hann fram með ótal hugmyndir
sem enn í dag eru gulls ígildi, í enda-
töflum var hann öllum öðrum fremri
og í miðtaflinu átti hann það til að
flétta á stórkostlegan hátt. Reyndar
munum við finna smjörþefinn af
leikfléttuhæfileikum Rubinsteins hér
áeftir.
Annars var Rubinstein kunnastur
fyrir yfirnáttúrulega endataflskunn-
áttu og tækni hans virtist hvergi á-
bótavant. „Gömlu gárungarnir”
sögðu að auðveldasta leiðin til að
tapa fyrir honum væri að fara út i
jafnt endatafl! Sjálfur sagðist
kappinn rannsaka skák í 6 tíma á dag,
300 daga á ári og tefla á mótum í 60
daga. Hvað hann gerði þessa 5 daga,
sem á vantar, veit enginn, en efiaust
hefur hann notað þá til ferðalaga.
Á árunum fyrir fyrri heims-
styrjöldina var Rubinstein ósigrandi
og varð m.a. efstur á 13 meiri háttar
skákmótum. Auðvitað var því eðli-
legt, að hann tefidi einvígi við þáver-
andi heimsmeistara, Emanuel
Lasker. Þá var það hlutverk áskor-
andans að sjá um framkvæmd ein-
vígisins, en þar sem Rubinstein var
maður félítill tókst honum ekki að
koma því i kring. Eftir heims-
styrjöldina kom Capablanca svo
fram ásjónarsviðiðog Rubinstein fór
að dala. Árið 1932 dró hann sig síðan
út úr skarkala skákheimsins, enda var
hann þá orðinn veill á geðsmunum.
M.a. ímyndaði hann sér að fluga ein f
mikil elti sig á röndum og óttaðist að
Aljekín og fleiri ætluðu að ráða sig
af dögum.
Eins og drepið var á áðan kom
Rubinstein fram með margar nýjar
hugmyndir í byrjunum, sem sumar
hverjar bera nafn hans enn. Má þar
t.d. nefna Rubinslom afbrigðið af
Nimzo-indverskri vörn, Tarrasch-
vörn i drottningarbragði og
fjögurra riddara talli. Þráti fyrir
þetta hugmyndaflóð var Rubinstein
fastheldinn á sinar byrjanir. Hann
brá t.d. sjaldan út af þeim vana
sínum að leika hvita drottningar-
peðinu fram í 1. leik (1. d2-d4). Sú
saga er sögð að einhverju sinni er
Rubinstein hafi sest niður að lafli og
ætlað að leika fyrsta leikinn, hafi
hann komist að því að einhver
prakkarinn hafði neglt hvita d-peðið
fast í borðið!
■ Sköpunargáfa Rubinsteins naut
sín í manntaflinu — líklega hafa fáir
skákmenn fengið jafnmörg fegurðar-
verðlaun um ævina og hann. Ein
skáka hans þykir sérstaklega falleg og
hefur hún verið nefnd hin
Munið frímerkjasöfnun
Geðverndar
Innlend og erlend frimerki. Gjarna umslögin heil,
einnig vélstimpluð umslög.
Pósthólf 1308 eða skrifstofa fél. Hafnarstrœti 5,
simi 13468.
DUNMJUKT
BLAFELDI
fást í verzlunum um land allt — Hagstætt verð
„ódauðlega skák Rubinsteins”. Nú
ættu allir að taka upp taflið.
Hvítt: Rotlewi
Svart: Rubinstein
Lodz 1907 eða 1908
Drottningarbragð.
1. d4 d5 2. Rf3 e6 3. e3 e5 4. c4
Rc6 5. Rc3 Rf6 6. dxc5.
Nú á timum er talið heppilegra
að leika 6. cxd5 o.s.frv. Eftir texta-
leikinn nær svartur auðveldlega að ná
jafntefli.
6. — Bxc5 7. a3 a6 8. b4 Bd6 9. Bb2
0—0 10. Dd2?
Óeðlilegur og ónauðsynlegur
leikur. Vissulega er betra að leika 10.
cxd5exd5 11. Bd3 og staðan er í jafn-
vægi.
10. — De7! 11. Bd3.
Peðsránið á d5 (11. xcd5 exd5 12.
Rxd5 Rxd5 13. Dxd5) er að sjálf-
sögðu stórhættulegt, því eftir 13. —
Be6 eru svörtu mennirnir allir tilbúnir
til árásar og mannsfórn á b4 vofir
yfir.
11. —dxc4 12. Bxc4 b5 13. Bd3 Hd8
14. De2.
Ónákvæm taflmennska hvíts í
byrjuninni hefur kostað hann dýr-
mætan tíma. Frumkvæðið er
greinilega í höndum svarts.
14. — Bb7 15. 0—0 Re5 16. Rxe5
Bxe5 17. f4?
Alvarleg veiking á kóngsstöðunni
en hvítur átti auðsjáanlega úr mjög
vöndu að ráða — svartur hótaði
hvoru tveggja í senn,. . Dd6 og . .
Dc7 með tvöfaldri hótun. Bent hefur
verið á að hvítur hafi átt að reyna 17.
Hfdl Dc7 18. f4 Bxc3 19. Hacl, en
eftir 19. — Rd5 eru ýmsar blikur á
lofti. Svartur hótar t.d. að losa sig úr
leppuninni með. . Rxf4 og. . Db6 +
17, —Bc7 18. e4 Hac8 19. e5?
Eftir þennan leik verður ekki aftur
snúið. Lokaþátt skákarinnar tefiir
Rubinstein af kynngimögnuðum
glæsileik.
19. — Bb6+ 20. Khl Rg4! 21. Be4
Ef 21. Dxg4 þá 21. — Hxct3 og
svartur hefur vinningsstöðu vegna
hótananna 22. — Hxc3 og 22. —
Hd2. Afbrigðið eftir 21. Re4 gefur
góða vísbendingu um snilldina sem i
uppsiglingu er. Svartur leikur 21. —
Hxd3! 22. Dxd3 Bxe4 23. Dxe4 Dh4
24. h3 Dg3! 25. hxg4 Dh4 og hvitur er
mát!
21. — Dh4 22. g3
Þvingað tap blasir við hvítum eftir
22. h3 Hxc3!! Hótunin er 23. —
Hxh3 og til varnar því á hvítur 2
möguleika. I) 23. Bxc3 Bxe4 24. Dxg4
Dxg4 25. hxg4 Hd3! ásamt 26. —
Hxc3, eða 26. — Hh3 mát. II) 23.
Dxg4 Hxh3! (samt!) 24. Dxh3 Dxh3
25. gxh3 Bxe4 26. Kh2 Hd2+ 27.
Kg3 Hg2 + og mátar.
22. — Hxc3!! 23. gxh4.
Aðrir leikir leiða einnig til taps:
a) 23. Bxb7 Hxg3 24. Hf3 Hxf3 25.
Bxf3 Rf2 + o.s.frv.
b) 23. Bxc3 Bxe4+ 24. Dxe4 Dxh2
mát.
23. — Hd2!!! 24. Dxd2
Enn á ný skásta svarið. Önnur af-
brigði eru einnig gullfalleg: a): 24.
Dxg4 Bxe4+ 25. Hf3 Hxf3! og
vinnur. b) 24. Bxc3 Hxe2 með
tvöfaldri máthótun. c) 24. Bxb7
Hxe2 25. Bg2 Hh3!! og mátar.
24. —Bxe4+ 25. Dg2Hh3!!
Rúsínan í pylsuendanum. Hvítur
gafst upp, enda óverjandi mát.
Hiue mo■ ob summúsjm
HÚSCÖEH
mmmn - mmn birbir
Góð húsgögn ó góðu verði
Furu húsgagna- SÝNING
ó morgun laugardag kl. 10-18
Komið og sjóið sýnishorn
e^agerof,
Eyjagötu 7, Orfirisey
Reykjavik simar 14093—13320