Dagblaðið - 21.07.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979.
Staða rannsóknarmanns
hjá Veðurstofu Islands er laus til umsóknar.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi stúdentspróf
eða hliðstæða menntun. Laun samkvæmt launa-
kerfi starfsmanna ríkisins. Upplýsingar um
starfið gefur deildarstjóri veðurfarsdeildar
Veðurstofunnar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf ásamt meðmælum, ef
fyrir hendi eru, sendist samgöngumála-
ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1979.
Færa- og skemmtibátur
2 tonna súðbyrðingur, 2
ára, til sölu. Smíðaður á
Ströndum.
Johnson 35 h vél,
gengur 10 mílur. Er á
vagni. Verð: 2,5 millj.
Upplýsingar í síma 32418.
Hornafjöróur -
stór-Reykjavík
Makaskipti. Til sölu nýtt einbýlishús á Höfn í
Hornafirði, 155 ferm að stærð, ásamt bílskúrs-
grunni, 45 ferm. Húsið er timburhús frá Hús-
einingum hf. Siglufirði. Til greina koma skipti á
húseign á Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síhia
97—8541.
léttu
dœlurnar
ryðfríu,
sjáifvirku
vatnsdælurnar
nýkomnar.
Verð
kr. 106.727
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
ÍSLEIFS JÓNSSONAR HF.
BOLHOLTI4 - SÍMI36920
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnaf kór Menntaskólans við Hamrahlið.
Hamrahlíðarkórinn
tekurþáttí stærsta
kóramóti í Evrópu
— Kórínn orðinn formlegur meðlimur í sambandi æskukóra í Evrópu
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
heldur til Sviss á miðvikudag, þar sem
kórinn mun taka þátt í stærsta kóra-
móti í Evrópu. Mót þetta er haldið á
þriggja ára fresti og nefnist Evrópa
Cantat.
Að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur,
stjórnanda kórsins, hafa slík mót verið
haldin alls sjö sinnum og tók Hamra-
hliðarkórinn einnig þátt i síðasta móti.
Áður hafði einn íslenzkur kór tekið
þátt í móti þessu, en það var Pólýfón-
kórinn.
Þorgerður sagði að Hamrahlíðar-
kórinn væri nú orðinn formlegur
meðlimur í sambandi æskukóra í
Evrópu. „Það er mikill heiður fyrir
okkur, að vera tekin inn í þetta
samband,” sagði Þorgerður. „Þetta er
hálfgerð akademia, þar sem ströng
inntökuskilyrði gilda.”
Hamrahlíðarkórinn kemur fram á
þessu stóra kóramóti sem fulltrúi
íslands, sem mótið stendur frá 27. júlí
til 6. ágúst. Kórar frá öUum löndum V-
Evrópu.taka þátt, að undanskildu
Irlandi, en auk þess koma þrír kórar tU
mótsins frá löndum utan Evrópu,
Japan, ísrael og Bandaríkjunum.
„Þetta er ekki keppni, heldur sam-
vinna,” sagði Þorgerður. „Dagskráin
er löng, frá morgni til kvölds og hefst á
hverjum degi með morgunsöng allra
þátttakenda, en þeir eru um þrjú
þúsund talsins. Þátttakendum er síðan
skipt í 22 sönghópa, sem vinna saman
5—6 tíma á dag við æfingar stórra kór-
verka til flutnings.
Valdir kórar halda síðan sérstaka
*\ -
tónleika og er Hamrahlíðarkórinn
meðal þeirra, en hann heldur tónleika
með japanska kórnum. Þar eru miklar
andstæður og forvitnUegt að fylgjast
með. Tónleikarnir verða kvikmyndaðir
og einnig teknir upp af þýzka
sjónvarpinu.”
Hamrahlíðarkórinn kynnir íslenzka
tónlist, bæði gamla þjóðlega tónlist og
nýrri verk, m.a. sex verk, sem hafa
verið samin fyrir kórinn sérstaklega.
Eftir kóramótið heldur kórinn í
ferðalag um Sviss og verða haldnir
tónleikar í boði eins helzta kórstjóra
Sviss, Willi Gohl. Kórinn kemur síðan
heim 8. ágúst.
Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika
í hátíðarsal MH á morgun, sunnudag
og hefjast þeir kl. 20.30.
-JH.
Bæði stúlkur og piltar eru með I heimssiglingunni. Þessar stúlkur sýndu hæfni sina f gær i Vesturbæjarlauginni. Hinrik
Bjarnason, formaður Æskulýðsráðs aðstoðaði. DB-mynd Bj. Bj.
Hver vill sigia um heiminn?
Valið úr 60 Islendingum
íslendingar eru greinilega enn mikUr
ævintýramenn sem þiggja gjarnan þaui
tækifæri tU forfrömunar sem bjóðast.
Þegar tækifæri bauðst til að taka þátt í
hluta heimssiglingar sóttu 60 ungmenni
um þátttöku. 1 gærkvöldi og í kvöld fór
fram prófun á 13 af þeim. f gærkvöldi
i Vesturbæjarlauginni og í kvöld í
Siglingaklúbbnum í Nauthólsvík.
Heimssiglingin, sem nefnist
Operation Drake og er í minningu
Francis Drake landkönnuðar, fer fram
á seglskipinu Eye of the Wind. Hún
hófst að hausti til í fyrra og á að taka
aUs tvö ár. 200 ungmennum
hvaðanæva úr heiminum gefst kostur
á að vera með og hefur þegar einn
íslendingur siglt með skipinu. Er það
Guðjón Amgrímsson blaðamaður á
Helgarpóstinum.
íslendingarnir sem valdir verða
núna munu taka þátt í leiðangrinum í
vetur þegar skipið siglir nálægt
Austurlöndum fjær. -DS.
I. deiíd
V
79
LAUGARDALSVÚLLUR
SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ KL. 20.
(efri)
KR - HAUKAR
Komið og sjáið skemmtilegan leik.