Dagblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979.
5
Nýir skilmálar vaxtaaukalánanna skapa möguleika:
láns lækkar um225bús.
en bankakerfið gerir ekkert til að kynna skilmála lánanna samkvæmt nýju lögunum
Hvergi i bankakerfinu er nú að
finna leiðbeiningar til þeirra er tóku
vaxtaaukalán fyrir 1. júní 1979 um
möguleika nýrra skilmála sem vaxta-
aukalán bankanna eru veitt eftir.
Hinir nýju skilmálar gefa lántakend-
um möguleika á því að bæta svo-
nefndum verðbótaþætti vaxta við
höfuðstól lánanna. Öllum eldri lán-
takendum er heimilt að fá lánaskil-
málum sínum breytt yfir í nýja skil-
málakerfíð ,,ef þeir óska” en svo er
helzt að sjá að bankakerfið vilji ekki
stuðla að slíkum skilmálabreyting-
um.
„Öll ný vaxtaaukalán (lán veitt
eftir 1. júní sl.) eru veitt með hinum
nýjú skilmálum um verðbótaþátt,
þ.e.a.s. að hluti vaxtanna geymist og
leggst við höfuðstól lánsins eftir föst-
um tilteknum reglum,” sagði Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri hjá
Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis.
í sama streng tóku Sigurður Gústafs-
son deildarstjóri verðbréfadeildar
Landsbankans og Jóhannes Magnús-
son deildarstjóri sömu deildar hjá Út-
vegsbankanum.
Þessir þrír viðmælendur blaðsins
tóku fram að þeir sem eiga eldri
vaxtaaukalán við stofnanirnar geti
fengið þeim breytt í núverandi lána-
form með verðbótaþætti eða greitt
þau með upphaflegum skilmálum þar
sem verðbótaþættinum er hverju
sinni bætt við vaxtaprósentuna og
greiðist því jafnóðum.
„Við getum ekki breytt eldri lána-
skilmálum nema lántakandi óski eftir
því,” sagði Baldvin Tryggvason. „í
öðru lagi verður að breyta tryggingu
eldri lána í samræmi við gildandi
kröfur. Séu t.d. komin fleiri lán á þá
fasteign sem lánið er tryggt með
verður að útvega veðleyfi frá þeim
sem síðar hafa lánað út á viðkomandi
fasteign,” sagði Baldvin.
í samtökunum við fyrrgreinda
menn upplýstist að tveir eldri lántak-
endur hafa breytt lánum sínum i nú-
gildandi skilmálaform hjá Sparisjóði
Rvíkur og nágrennis og enginn í Ut-
vegsbankanum.
Gömlu lánaskilmálarnir þýða tölu-
vert hærri vaxtagreiðslur og afborg-
anir i byrjun greiðslutíma lánsins en
greiðslurnar fara síðan lækkandi.
Nýju skilmálarnir bjóða upp á lægri
greiðslur í byrjun en síðan hækkandi
í krónutölu eftir aukningu verðbólg-
unnar og hækkun vaxta.
Til skýringar skal tekið dæmi um
2ja milljón króna lán tekið í marz
1979 til fjögurra ára. Fyrsta afborgun
er í september 1979.
A. Gamla kerfið:
Afborgun................. 250 þúsund
Vextir................... 350 þúsund
Samtals 600 þúsund
Eftirstöðvar 1.750 þús.
B. Nýja kerfið:
Afborgun.................um 290 þús.
Vextir...................um 85þús.
Samtals 375 þús.
Eftirstöðvar 2 milljónir.
Við breytta lánaskilmála af vaxta-
aukaláni kemur, að sögn Sveinbjörns
Hafliðasonar lögfræðings hjá Seðla-
bankanum, til þinglýsingar á skjali
með hinum breyttu greiðsluskil-
málum lánsins og kostar hún 1500
krónur að hans sögn. Ekki kemur til
nýrrar greiðslu á stimpilgjaldi lánsins
því lánið breytist ekki í sjálfu sér,
aðeins greiðsluskilmálar þess.
-ASt.
Fiskurinn farinn og: ^
„Við famir heim
að sofa”
,,Við ætlum bara að fara heim að
sofa fram að áramótum. Það er ekkert
upp úr fískiríinu að hafa núna,” sögðu
þrír eldhressir sjóarar sem við hittum á
bryggjunni í Grindavík. Þetta voru
bræðurnir Guðmundur og Einar Jóns-
son Dagbjartssynir og félagi þeirra
Sigurpáll Aðalgeirsson.
Þeir félagarnir hafa gert saman út
fjörutíu tonna bát til fiskveiða rétt fyrir
utan Grindavík. Þeir fara að heiman á
morgnana og koma aftur á kvöldin,
stundum með lítið en stundum með
mikið.
„Einn daginn í fyrra vorum við ein-
staklega heppnir. Þá veiddum við fisk
fyrir 3 milljónir. En það er svo einstakt
að því má líkja við stóra vinninginn í
happdrættinu, slíkt gerist aldrei
aftur.”
Mest hafa þeir veitt af ýsu og þorski
en einnig komið nokkuð við kola-
veiðar. En núna veiðist ekkert af þess-
um ágætu fisktegundum og þá er ekki
um annað að ræða en að sitja heima og
bíða. „Það má þá alltaf liðka sig í
heimasportinu,” segja þeir og glotta.
- DS
Ber ekki saman um meðaltalshækkunina:
„Ekki nema
Einar Jónsson Dagbjartsson sagðist
vera af 17 módelinu sem stelpum þætti
svo gott. Sigurpáll Aðalgeirsson sagðist
þá vera 20 módelið sem væri enn betra.
En Guðmundur Dagbjartsson sagði að
það sæist bezt á sér að 18 módelið væri
langbezt. DB-mynd Árni Páll.
Ekkert ríki
áSelfossi
Bæjarstjórnarfundur á Selfossi,
haldinn í fyrrakvöld, ákvað með sex
atkvæðum gegn þrem að efna ekki til
almennrar atkvæðagreiðslu bæjar-
búa um hvort opna skuli áfengisút-
sölu ástaðnum.
Að undanförnu hafa farið fram
undirskriftasafnanir á Selfossi og ná-
grenni þar sem um 300 áritendur
skora á bæjarstjóm að skoða hugi
fólks til þess. Aðstandendur þeirra er
telja ríki á Selfossi til bóta benda
m.a. á að með því færist meiri við-
skipti á öðrum sviðum heim í hérað
þar sem ,ríkisferðir’ heimamanna til
Reykjavíkur séu gjarnan notaðar til
annarra innkaupa á leiðinni sem gera
mætti heima.
Áritendur voru langt innan við
'þriðjung Selfyssinga og enn færri
með tilliti til þess að allntargir utan
bæjarins rituðu nöfn sín undir. M.a.
með tilliti til þess sá bæjarstjórn ekki
ástæðu til að bera erindið undir at-
kvæði.
- GS
Hjartabíllinn er til sölu
Hjartabíllinn svonefndi, sem keyptur
var til landsins fyrir nokkrum árum
fyrir forgöngu aðstandenda Hauks
heitins Haukssonar blaðamanns, og
með fjársöfnun Blaðamannafélags
íslands, er nú til sölu og hefur lokið
hlutverki sínu í sjúkraþjónustu hér.
Bíllinn var að vísu aldrei notaður til
fullnustu sem .hjartabill’ vegna ýmissa
þátta í heilbrigðiskerfinu sem ekki féllu
beint að þeim rekstri.
Kaup á þessum fullkomna bíl hafa
þó orðið til þess að síðan hafa einungis
verið keyptir hingað mun fullkomnari
sjúkrabílar en áður þekktist.
Bíllinn hefur lifað súrt og sætt í reyk-
vískri umferð, lent í tveim meiriháttar
áföllum, enda var hann vinsælasti
sjúkraflutningabíllinn á meðal sjúkra-
bílstjóra og jafnan mest notaður.
- GS
Nú er óskað kauptilboða f hjartabflinn góða á bflasölu Sambandsins I Ármúla.
hálfur sigur”
— segir formaður GSF
Samningar útgefenda og grafiskra,
sem undirritaðir voru í fyrrinótt, voru
samþykktir á félagsfundum í gær.
Vinnuveitendasamband íslands hefur
létt af verkbanni, sem lagt hafði verið á
GSF og afturkallað önnur verkbönn,
sem boðuð voru gagnvart öðrum
stéttum í útgáfuiðnaðinum.
GSF sarnþykkti samningana með 37
atkvæðum gegn 13. FfP samþykkti þá
einróma. Þannig lauk verkfalli og verk-
banni, sem stöðvaði útkomu dagblað-
annaí8til lOdaga.
Frá 25. júní til 9. september greiðast
3% á heildarlaunagreiðslur. Launa-
taxti á 1. ári hækkar um 3%, eftir
þriggja ára starf kemur 4% hækkun og
einnig 4% hækkun eftir 5 ára starf.
Hækkanir hjá vaktavinnumönnum i
blaðaprentsmiðjum verða þannig, að á
fyrsta ári, eftir eitt ár í starfi, eftir 3 ár
og eftir 5 ár kemur 5.1% hækkun.
Ekki var gengið að kröfum grafiskra
um, að yfirborgun, sem teldist 35% að
meðaltali, yrði tekin inn i launataxta.
„Þetta er ekki nema hálfur sigur en
vissulega nokkur leiðrétting,” sagði
Ársæll Ellertsson, formaður GSF, i
viðtali við DB. „Menn geta stillt upp
dæminu á fleiri vegu en einn. Mér telst
til, að þessir samningar feli í sér um 5%
meðalthlshækkun,” sagði Ársæll.
„Shmkvæmt samningunum liggur
fyrir listi um menn í aldurs- og launa-
flokkum. Samkvæmt þeim er vegið
meðaltal launahækkana 3%,” sagði
Haraldur Sveinsson, formaður FÍP í
viðtali við DB . - BS
Það er hjá Skeijunni sem
ÞAÐ SKEÐUR
aö bíllinn selst sé hann á staðnum.
BÍLASALAN
SKEIFAN
Skeifunni 11 — Sfmar 84848 og 35035.