Dagblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 11
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979.
11
höfðu rúmlega eitt hundrað og tíu
þúsund gyðingar farið þaðan. Var
það rúmlega helmingur þeirra
gyðinga sem í landinu bjuggu. Sömu
eða svipaða sögu var að segja frá
Tékkóslóvakíu eftir að hún komst
undir hæl nasista árið 1938.
Gyðingar í Stór-Þýzkalandi nasista
voru svipaðir og fólk af kínverskum
stofni í Vietnam að því leyti að
auðvelt var að aðgreina þá frá öðrum
íbúum landanna.
í Víetnam bjuggu hinir kínversk-
ættuðu að þrem fjórðu hlutum i
stærri borgum og bæjum landsins.
Meira en sex af hverjum tíu gyðing-
um í Þýzkalandi fengust við einhvers
konar verzlun og viðskipti. Það var
þrisvar sinnum hærra hlutfall en
meðal annarra íbúa landsins.
Gyðingar voru einnig mjög áberandi í
opinberri þjónustu og ýmsum list-
greinum.
Aðferðir nasista við að hrekja
gyðinga á brott var einhvers konar
blanda af hreinum ofsóknum og
kerfisáþján. Hinn 1. apríl árið 1933
var tilkynnt að nasistar ætluðu áð
koma í veg fyrir viðskipti við fyrir-
tæki i eigu gyðinga. í kjölfar þessarar
tilkynningar fylgdu margar árásir
sveita nasista á fólk og fyrirtæki sem
tengdust gyðingum.
Niirnberglögin frá árinu 1935
bönnuðu síðan að fólk af gyðinga-
stofni fengi þýzkan ríkisborgararétt.
Einnig var þeim ekki lengur heimilt
að gegna opinberum störfum. Jafn-
hliða var sett í lög að kynferðisleg
mök fólks af gyðingastofni við aðra
íbúa Þýzkalands væru héðan í frá
ólögleg.
í Víetnam voru margir þeirra sem
stundað höfðu ýmis opinber störf eða
viðskipti sendir út á akrana eða til
erfiðisvinnu í borgunum eftir að ný
stjórn tók þar við völdum. Árið 1939
var gyðingum í Þýzkalandi bannað
að stunda viðskipti og fyrirtæki í eigu
þeirra voru tekin af þeim og fengin
öðrum í hendur. Sama hefur verið
uppi á teningnum í Víetnam. Þar
hafa miðstéttarborgarar af kínversk-
um stofni verið neyddir til að láta
fyrirtæki sín af hendi.
Gyðingar sem yfirgáfu Þýzkaland
voru neyddir til að skilja meginhluta
eigna sinna eftir á grundvelli laga sem
sett voru árið 1931. Þau lög voru ætl-
uð til varnar efnahag landsins i miðri
heimskreppunni, sem varð Þjóð-
verjum sérlega erfið. Voru skilyrði
um meðferð á eigum útflytjenda
stöðugt gerð strangari með hverju
árinu sem leið. Undir það síðasta
urðu gyðingar að skilja nær allar
eigur sínar eftir vildu þeir fara úr
landi.
Stjórnvöld í Víetnam eru ekki eins
formlega bundin reglum og kerfis-
menn nasista. Þau krefjast aftur á
móti verulegra greiðslna fyrir að
heimila fólki að hverfa úr landi. Oft
er krafizt gulls. Afleiðingin er sögð sú
að meirihluti þeirra sem gerast flótta-
menn yfirgefur fyrra föðurland sitt
slyppur og snauður.
í fyrstu áttu gyðingar með þýzk
vegabréf auðvelt með að fá dvalar-
leyfi í öðrum löndum. Eftir því sem
straumur snauðra gyðinga jókst varð
það þó stöðugt erfiðara. Ekkert land
að Bretlandi undanskildu létti á
hömlum um innflutning ,fólks á
síðustu mánuðum fyrir upphaf
heimsstyrjaldarinnar. Vegabréf og
innkomuheimildir voru aðeins gefnar
út samkvæmt fyrri lögum og reglu-
gerðum. Minnir það að nokkru á
tregðu flestra rikja heims til að taka
við flóttamönnum nú, sem flestir
verða að hírast í flóttamannabúðum
við lélegan kost.
í júlímánuði árið 1938 var haldin
ráðstefna í Genf um flóttamanna-
strauminn. Hitler þóttist ekkert vilja
af henni vita. Aftur á móti var hann
tilbúinn til að gera sér flóttamennina
að féþúfu og sendi Hjalmar Schacht
seðlabankastjóra sinn til Bretlands til
að kanna möguleika til þess. Hann
var þó fljótlega kallaður heim. í
janúarmánuði árið 1939 var lausn
gyðingavandamálsins í Þýzkalandi
fengið Gestapo leynilögreglunni i
hendur. Var þá að mestu lokað fyrir
útflutninggyðinga.
Eftir þetla var stutt i að fram-
kvæmd hinnar svonefndu „endan-
legu lausnar” á vandamálinu hæfist.
Síðan var það 1. júlí árið 1943 að
Hitler tilkynnti sigrihrósandi að
Þýzkaland væri nú orðið laust við
alla gyðinga. Þaðværi „Judenrein”.
Aðelta
ásér
skottið
í tilefni nýjustu vaxtahækkana get mikið er ekki hlustandi á því þessir
ég ekki lengur orða bundist. Nýjustu hlutir eiga það eitt sameiginlegt að
vaxtahækkanir Seðlabankans eru báðir eru tölur, í sitt hvoru lagi sem
eins og olía á eld verðbólgunnar. ekki áaðgrauta saman.
Hversu oft hefur maður ekki heyrt nú
á síðustu árum að verið sé að draga
úr verðbólgu með því að hækka
vexti. Raunin hefur þó orðið önnur,
það vita allir. Vaxtahækkun leysir
aldrei verðbólgu vegna þess að of
lágir vextir eru ekki orsök verðbólgu.
500 þús. á mán.
í tilefni þessara vaxtahækkana
sagði viðskiptaráðherra í blaðaviðtali
að þetta væri óraunhæft, þar sem
vextir af tveggja herbergja íbúð væru
500 þús. á mánuði. Hvernig getur
ungt fólk þá eignast íbúð? Svar: Með
óðaverðbólgu. Að greiða 500 þús. á
mánuði í vexti af lítilli íbúð plús af-
borganir og allt annað er engan
veginn hægt, nema verðbólgan haldi
dansinum áfram enn trylltar en
nokkru sinni fyrr.
Sömu sögu er að segja um atvinnu-
vegina. Þeir þola ekki vaxtahækkanir
og velta þeim því út í verðlagið.
Verðtrygging
Að sjálfur Seðlabankinn geri sig
sekan um að blanda saman vöxtum
og verðtryggingu er ófyrirgefanlegt.
Þessir hlutir eru jafn óskyldir og
frekast getur verið. Með því að vera
að grauta þessu saman veldur Seðla-
bankinn óðaverðbólgu sem fyrirsjá-
anlega nær yfir 100% á næsta ári.
Verðtrygging á einhverjum hlut er
það mikil trygging að vextir á verð-
tryggðum lánum geta í hæsta lagi
verið 2—3% og lánið minnst til 20
ára og 75 á íbúðum, til þess að við-
komandi aðili geti greitt lánið aftur.
Kjaftablaður um að „verðtryggingar-
þáttur” vaxta hækki svona og svona
Kristinn Pétursson
Að elta á sér
skottið
Ég sé fyrir mér lítinn hvolp sem er
að leika sér. Leikur hans felst í þvi að
elta á sér skottið. Hann skilur ekkert í
því að hann nær ekki skottinu. Hann
hleypur hraðar og hraðar og bomms!
Allt í einu dettur hann um koll. Hann
stendur upp og snarsvimar . . . Ætli
þeir séu skyldir, litli hvolpurinn og
vaxtapúki Seðlabankans?
Kristinn Pétursson,
Bakkafirði.
Verötryggingaþáttur vaxta og vextir eiga
þaö eitt sameiginlegt að hvort tveggja eru
tölur.
á heitt vatn langan veg, en hagnaðin-
um er einfalt að dreifa. Árum saman
hefur verið talið sjálfsagt að selja olíu
á sama verði um allt land. 1 reynd
hafa olíunotendur í nágrenni lönd-
unarhafna greitt flutningskostnaðinn
í formi verðjöfnunargjalds og ekki
talið eftir.
Hafi verið rök fyrir að verðjafna
hitunarkostnað meðan verð á oliu var
skaplegt, þá hlýtur það að vera sjálf-
sagður hlutur þegar olia er orðin svo
dýr að sköpum veldur um afkomu
venjulegs launafólks hvort það er háð
olíu eða ekki. Við sem erum nýslopp-
in frá að greiða verðjöfnunargjaldið
talað um að auka þá. Slíkir skattar
stuðla aðeins að jöfnuði að hluta til,
því þeir bitna jafnt á þeim sem kaupa
oliu og hinum sem lausir eru við
hana.
Auðlindaskattur
Nú er mikið talað um að ftskurinn i
sjónum sé sameign allra landsmanna.
Enginn virðist þó hafa hugmynd um
hvernig skattleggja ætti þá auðlind
öðruvísi en kollvarpa búsetu i land-
inu og auk þess setja alla fiskvinnslu
úr skorðum. Jarðhitann virðist hins
vegar liggja beint við að skattleggja
og sú skattlagning myndi beinlínis
„Engum fannst koma til greina aö gera
bóndann á Kirkjubæ ábyrgan fyrir gos-
inu í Vestmannaeyjum, sem aö mestu kom úr
„hans landi”. Ef aðeins hefði myndazt heitur
hver er Uklegt að annað heföi orðiö ofan á hjá
talsmönnum „landeigenda”.”
á oliuna hljótum að telja eðlilegra að
halda áfram að taka þátt i jöfnun
hitakostnaðar i beinum tengslum við
það sem við borgum fyrir hitann. Og
þá teljum við alveg sjálfsagt að þeir
sem alla tíð hafa sloppið við þátttöku
í þessari verðjöfnun verði nú með.
Þegar eru notaðir peningar af al-
mennum sköttum til þessara þarfa og
jafna aðstöðu til búsetu. Hitaveitur
eru misjafnlega hagkvæmar, þótt
allar taki þær olíukyndingu langt
fram. Veljnætti hugsa sér ákveðið
gjald fyrir hvern mínútulítra. Meiri
jöfnuður fengist þó með því að hafa
skattinn hlutfall af þeim mismun sem
er á að kynda með olíu eða hitaveitu
á hverjum stað, því hitunarkostnaður
með hitaveitu er mjög mismunandi.
Algengt mun að nota um 450 Iítra
af olíu hvern mánuð, sem kostar í
dag kr. 61.650. Samsvarandi munu 3
minútulítrar af heitu vatni kosta á
eftirtöldum stöðum:
Akureyri
Suðurnes
Siglufjörður
Suðureyri
Seltjnes
Reykjavík og nágrenni er ekki eins
auðvelt að gera beinan samanburð
við, þar sem þar er gjaldtaka sam-
kvæmt rennslismæli. Ekki mun fjarri
lagi að ætla hliðstæðan hitunarkostn-
að þar um 10.000 kr. pr. mánuð.
nínl x kr. 7.389 + fastagj. kr. 0 = 22.167 kr.
nínl x kr. 7.770 + fastagj. kr. 2000 = 25.310 kr.
nínl x kr. 12.560 + fastagj. kr. 0 = 37.680 kr.
ninl x kr. 8.222 + fastagj. kr. 1025 = 25.691 kr.
Kjallarinn
Ólaf ur Björnsson
Þrátt fyrir núverandi „olíustyrk”
borgar hver fjögurra manna fjöl-
skylda, sem notar olíu, nær tvöfalt í
hitunarkostnað miðað við flestar
hitaveitur og nær fjórfalt miðað við
Reykjavíkursvæðið, auk þess að taka
sama þátt og aðrir í að greiða „olíu-
styrkinn” með sköttum.
Skattheimtu af „jarðhitaauðlind-
inni” ætti að halda algjörlega að-
skildri frá annarri skattheimtu. Enda
kæmi hún i stað jöfnunargjalds af
olíu og ætti því enga samleið með
öðrum sköttum frekar en oliugjaldið
gerði.
Annar sá þáttur, sem tilheyrir
frumþörfum nútímafólks, er raf-
magnið. Verð á rafmagni hefur verið
mjög misjafnt og er enn þrátt fyrir
nokkra tilburði til þess að jafna það.
Nú er loksins verið að koma öllum
virkjunum á eina hendi. Þá bregður
svo við að sumir forsvarsmenn Revk-
víkinga telja miög á sína umbjóðend-
ur hallað. Reykvíkingar hafi verið
svo forsjálir að virkja stórt snemma
og þess eigi þeir að njóta um aldur og
ævi, er haldið fram. Þeim koma ekki
við Kröfluævintýri eða ævintýri eins
og að leiða rafmagn að hverju afdala-
koti.
Hér verður eignaréttur sem oftar
umdeilanlegur. Hversu margir af
þeim sem byggja Reykjavik í dag
skyldu vera í þeim hópi sem hafði
þessa „fyrirhyggju” og hvað skyldu
margir vera nú i Reykjavik sem létu
elta sig með raflínur inn til fjalla,
áður en þeir fluttu á höfuðborgar-
svæðið. Þá eru þess líka dæmi að
Reykvikingar hafi flutt út á land.
Eigi rafmagnsverð að fara eftir
þessari „fyrirhyggjuhugmynd”
sýnist það geta orðið býsna flókið
dæmi. Þar keyrði alveg um þverbak
ef erfðaréttur yrði svo líka tekinn til
greina, sem beinast hlyti að liggja
við, þvi ört fækkar fyrirhyggjumönn-
unum í tölu lifenda.
Nútímamanni er hiti og raforka
nánast jafn nauðsynleg og loftið sem
hann andar að sér. Þessar nauðsynjar
verða því að vera á sem líkustu verði
um allt land, að svo miklu leyti sem
æskilegt er talið að halda viö bvggð.
Fyrirgreiðsla og styrkjasukk á öðrum
sviðum getur aldrei vegið upp þann
hrikalega mismun, sem nú er orðinn
milli svæða á þessum frumskilyrðum
til búsetu.
Ölafur Björnsson
útgerðarmaður
N
I