Dagblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 24
Ríkisvaldið ræður ekki vift neinar takmarkanir úr þessu: „Þorskveizla” hjá f lotanum út áríð — ársaflinn verður mun meiri en í fyrra—ekkert hægt að gera úr þessu fyrrená næsta árí Allt utlit er fyrir „þorskveizlu” hjá flotanum það sem eftir er þessa árs þar sem aflinn er nú þegar orðinn 286 þúsund tonn, eða um það bil, sem fiskifræðingar lögðu til sem aigert hámark og veiðitakmarkanir ríkis- valdsins voru miðaðar við að ná. Þær takmarkanir sem útgerðar- menn féllust á og hafa farið eftir duga hins vegar hvergi í ljósi þessara talna. Útgerðarmenn skuldbundu sig aldrei til að fara ekki fram yfir mark- ið, færu þeir að takmörkununum. Sl. mánaðamót var aflinn orðinn 286 þús. tonn á móti 272 þús. á sama tíma i fyrra en þá varð ársaflinn 320 þús. tonn. Miðað við aflann frá 1. sept. í fyrra til áramóta verður aflinn nú miðað við áiíka veiði því 334 þús. tonn eða 14 þús. tonnum meiri en heildaraflinn í fyrra. Það er 40 til 50 þús. tonnum meiri afli en fiskifræð- ingar lögðu til í ár. Eftir því sem DB hefur kannað meðal útgerðarmanna er ekki vilji fyrir frekari takmörkunum og allra sízt óvæntum þar sem útgerðin er skipulögð talsvert fram í tímann. Telja þeir sig hafa staðið við sitt. Meðal þeirra hugmynda sem stjórnvöld eru að reifa við útgerðar- menn nú er m.a. að gefa gott jólafrí á þorskveiðiflotanum. Einnig er uppi hugmyndin um að fara á „skrap” sem er veiöi á öðrum botnfiskum en þorski. Sá hængur er á þeirri hug- mynd að nú lítur út fyrir að allar aðr- ar botnlægar tegundir en þorskur séu einnig ofveiddar. Þá er fræðilegur möguleiki á að skipta afla niður á skip eða byggðar- lög það sem eftir er ársins. En út- færsla á því er allsendis óunnin og hætt er við að „hreppapólitík” koll- varpi öllum slíkum tillögum. Þvi munu viðræður stjórnvalda við útgerðarmenn nú einkum miðast við skipulagningu slíkra mála í fram- tiðinni, eða á næsta ári i fyrsta lagi. Þeir höfðu ekki neinar vöflur á, nokkrir Flugfélagsstarfsmenn i gær, þegar smástund gafst á milli afgreiðslu flugvéla, heldur hífðu einkaskóda eins á loft og framkvæmdu botnhreinsun, eins og það er kallað á togaramáli. -GS/DB-mynd H.V. Skódinní botnhreinsun 400 ÞJODVERJAR A LEIKINN — milli Vals og Hamburger SV Þjóðverjar eru knattspyrnuáhuga- tvö hundruð vestur-þýzkir sjóliðar menn miklir eins og bezt sannast á unn- búnir að panta sér miða. Munu þeir endum Hamburger SV sem leika á við koma til Reykjavíkur við heimsókn knattspyrnuliðið Val á miðvikudaginn flota Atlantshafsbandalagsríkjanna. kemur. Vitað er að hátt i þrjú hundruð Veldi Hamburger-liðsins er mikið. munu koma beint frá Hamborg til að Það kemur í eigin þotu og með henni horfa á leikinn og auk þess eru tæplega eitt hundrað og áttatíu manns. Þar af Úr vinnuplaggi Þjóðhagsstof nunar um búvöruverðið: Brúttótekjur bænda 5-földuðust á 4 árum „Hagur bænda hefur undanfarin ár vænkast örar en almennt i þjóðfé- laginu. Nefna má að árin 1974 til 1978 hafa meðalbrúttótekjur bænda að líkindum rösklega fimm- faldast en meðalbrúttótekjur viðmið- unarstéttanna hafa ekki alveg náð að fjórfaldast. Launaliður verðlags- grundvallar búvöruverðs hefur rétt tæplega fimmfaldast frá september 1974 til jafnlengdar 1978, en á sama tima hafa kauptaxtar ASÍ tæplega fjórfaldast.” Þessi tilvitnun er úr plaggi sem Þjóðhagsstofnun vann í samráði við landbúnaðarráðuneytið og Hagstofu íslands um haustverðlagningu búvara í ár. Þar kemur fram að á tímabilinu 1968—1978 er tekjuþróun bænda gagnvart viðmiðunarhópum óhag- stæð árið 1976. Öll hin árin er þróun- in bændum hagstæð. Sérstaklega hækkuðu tekjur bænda árin 1977 og 1978. Orsakir þess eru taldar þrjár: Hagstætt árferði og töluverð fram- leiðsluaukning, tiltölulega mikil sölu- eru sextán leikmenn, niu fararstjórar og nærri þrjátíu blaðamenn. Hamburger-liðið seldi nýlega auglýs- ingar á búninga liðs síns. Samningar náðust við BP olíufélagið. Greiðir það jafnvirði 675 milljóna íslenzkra króna fyrir auglýsinguna sem þó má aðeins nota i deildarleikjum í Vestur-Þýzka- aukning búvöru innanlancs og hækkun búvaruverðs til bænda. Sexmannanefndin samdi nú um 16.6% hækkun launaliðar verðlags- grundvallarins sem er meiri hækkun en launafólk almennt hefur fengið. Almennt launafólk fékk sem kunnugt er 3% grunnkaupshækkun 25. júni og 9.17% verðbótahækkun I. september, samtals 12.17%. Launa- hækkun umfram þetta, sem bændur fá, er tilkomin vegna viðmiðunar við járniðnaðarmenn. Þeir munu hafa landi. Einn frægasti knattspyrnumaður heims, Bretinn Kevin Keegan, leikur með Hamburger SV. Hafa bandarísk félög meðal annarra boðið honum stjarnfræðilegar upphæðir fyrir að ganga til liðs við þau. -ÓG. —tekjurviðmið- unarstétta náðuekkiað fjórfaldast fengið meiri hækkanir en almennt gerist og koma þær bændum nú til góða. „Viðmiðun við taxta járniðn- aðarmanna er athugaverð að þvi leyti, að helstu rök járniðnaðar- manna fyrir leiðréttingu á töxtum sínum og fríðindum hafa verið sam- jöfnuður við ákvæðisvinnumenn, sem framleiðsluráðslögin undanskilja beinlínis sem viðmiðun fyrir breyt- ingu launaliðarins,” segir i plaggi Þjóðhagsstofnunar. -ARH. frjálst, óháð dagblað LAUGARPAGUR15. SEPT. 1979. Framvegis mun Háteigskirkja geta kall- að nágranna til messugjörðar eins og aðrar kirkjur. DB-mynd Bj.Bj. Háteigskirkja hringir loks kirkjuklukkum Klukknahljómur mun í fyrsta skipti berast frá Háteigskirkju í Reykjavík upp úr kl. 11 i fyrramálið er fjórum nýjum klukkum þar verður samhringt við messu. Klukkurnar eru frá heimsfrægum hollenzkum framleiðendum sem einnig hafa framleitt kirkjuklukkur .fyrir okkur áður, í Hallgrímskirkju og Kristskirkju. Framleiðendur, með að- stoð byggingafélagsins Ármannsfells og undir stjórn Einars Þorbjörnssonar verkfræðings, sáu um uppsetningu. Fyrir 2 árum var tekin ákvörðun um klukknakaupin í kjölfar fyrirheits um stuðning kvenfélags kirkjunnar sem lagt hefur fram 3 milljónir króna. Þrátt fyrir það myndarlega framlag er kirkjan nú orðin skuldug vegna klukknanna þótt safnaðargjöld hafi runnið beint til kaupanna. -GS með viðskipta- tíma bankanna „Nei, við höfum lítið fengið af bein- um kvörtunum frá fólki. Hins vegar hef ég orðið var við mikla óánægju fólks á vinnustöðum,” sagði Reynir Ármannsson, formaður Neytendasam- takanna, er hann var spurður um af- stöðu fólks ti! hins nýja viðskiptatíma bankanna og hvort margir hefðu k vartað vegna hans. „Fyrir þá sem fá útborgað með ávís- unum er þessi nýi tími mjög bagalegur. Ástæðan fyrir því að fólk hefur hins vegar ekki kvartað mikið held ég sé fyrst og fremst sú að blöðin hafa verið stopp. Lesendabréf um svona mál hafa venjulega verið mjög mörg og hefðu ef- laust verið það í þessu tilfelli. Fyrr en fólkið kvartar geta samtökin auðvitað ekkert gert,” sagði Reynir. - DS Móttaka smáaug- lýsinga um helgar Móttaka á smáauglýsingum um helgar verður sem hér segir í vetur: Á laugar- dögum kl. 9 til 14 og á sunnudögum 14 til 22. Síminn er 27022.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.