Dagblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 4
maturinn bragðast betur Að hægt sé að sjóða mat án vatns eða steikja án feiti hljómar dálítið ótrúlega, en það er hægt í sérstökum svissneskum pottum, AMC, sem sýndir voru á vörusýningunni í Laugardalshöllinni. — Þetta eru gull- fallegir pottar úr spegilfögru gljáandi stáli með svörtum handföngum. Þeir eru sérstök svissnesk völundarsmíð, þannig gerðir, að hægt er að mat- reiða i þeim án þess að nota vatn eða fciti. Það er meira að segja hægt að matreiða margar matartegundir í santa pottinum án þess að þær taki bragð hver af annarri. Ekki kunnum við skil á hvers vegna það er. Talið er að það spari allt að 40% rafmagnskostnað að nota þessa potta. Vegna sérstakra eiginleika þeirra er rafmagnsnotkun í algjöru lágmarki. Þegar suðan hefur komið upp í pottunum er straumurinn lækk- aður á lægsta stig eða slökkt alveg undir þeim og allt heldur áfram að sjóða á fullu. Allur matur sem eldaður er í þess- um AMC-pottum bragðast betur en ella, að sögn þeirra sem þann rnat hafa smakkað. og það án þess að nokkru kryddi sé bætt i matinn. T.d. innihalda bæði kjöt og grænmeti ýmiss konar náttúrleg sölt, sem vana- lega fara forgörðum við hefðbundna eldamennsku og því þarf að bæta kryddi i matinn. Þessgerist ekki þörf við AMC-eldamennskuna. Maturinn heldur sínum upprunalegum söltum og bragði. Hann er þvi einnig hollari en matur sem er eldaður á hefðbund- inn hátt. Pottar þessir eru yfirleitt ekki seldir í stykkjatali eða í verzlunum, heldur aðeins í settum og beint til við- skiptavinanna, eftir kynningu i heimahúsum. Svissneska fyrirtækið Sigurður Hálfdánarson i sýningar- _. deild sinni á vörusýningunni. DB-mynd Ragnar Th. hefur hins vegar gefið leyfi til þess að pottamir séu seldir stakir og i verzlun hér á landi. Á pottunum er lífstíðar- ábyrgð, en stærstu settin (fyrir stóra og vaxandi fjölskyldu) kosta svipað og eldavélar. -A.Bj. KJUKUNGARETTUR, 1100 KR. A MANN Á dögunum clduðum við kjúkl- ingarétt í tilraunaeldhúsi DB. Réttur- inn er alveg sérlega góður og ætlum við að gefa lesendum okkar tækifæri til að reyna h?nn. Það er dálítið mas við tilbúni gir.n en kostur er ef hann á að nota.ii i,..r gesti að hægt er að undirbúa matseldina löngu fyrirfram án þess að það komi að sök. — Rétt- urinn er síðan eldaður í ofni og passar sig sjálfur. í réttinn fara kjúklingabringur (eða heill kjúklingur), broccoli eða brokkál, niðursoðin kjúklingasúpa,' majones, sýrður rjómi, sítrónusafi, rifinn ostur og brúnað rasp. Við keyptum tvo pakka af kjúkl- ingabringum. j öðrum pakkanum voru þrjár bringur og fjórar í hinum. Pakkarnir kostuðu báðir 3250 kr. Bringurnar eru soðnar og kjötið sið- an hreinsað af beinunum. Nokkrar greinar af brokkáli, 4—5 stk. (eða cinn pakki af frosnu káli), eru soðnar i saltvatni i u.þ.b. 10 mín. og vatnið síðan látið renna af kálinu. Kálið og kjúklingakjötið er skorið i bita og raðað-í eldfast, smurt fat. Þá cr einurn bolla af majones, einum bolla af sýrðum rjóma og tveimur dósum af kjúklingasúpu hrært saman. Út í það er látin I tsk. af karrý og saf- inn úr 1/2 sítrónu. Þessu er síðan hellt yfir kjúklingana og kálið. Ofan á er látinn rifni osturinn og smjörsteikt raspið efst. Rétturinn er bakaður i heitum ofni (200°C) i um það bil 45 min. Gætið þess þó að raspið brenni ekki. Þessi réttur stendur alveg fyrir sínu þótt ekkert sé borið fram með hon- um, en ekki sakar að hafa með hon- um hrásalat. Hráefniskostnaðurinn er nokkru meiri en við eigum að venj- ast hér á siðunni, eða nálægt 5400 kr. Þetta nægði vel handa fimm manns og er þá kostnaður tæplega 1100 kr. á mann. Með ýmsu móti væri hægt að ná þeim kostnaði niður, t.d. með því að kaupa kjúklingana i magnkaupi og fá þannig afslátt, því það má alveg eins nota heila kjúkl- inga í réltinn. Brokkálið er hægt að rækta sjálfur í garðinum og.þá kostar það ekki nema brot af því sem það kostar í búð, búntið kostar nálægt 670 kr. - A.Bj. Uppskriftdagsins Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaður í ágústmánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m vik w Fjöldi heimilisfólks 40% rafmagnsspamaður og DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.