Dagblaðið - 15.09.1979, Page 1

Dagblaðið - 15.09.1979, Page 1
rianhlaft kvöld Hæfileikarallið: Undanrás- um lýkur annað —og aukið útflutningsbótaþörf ina um meira en 4 milljarða 5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER1979 — 201. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Búvöruverðhækkunin sem kemur til framkvæmda á mánudaginn kann að valda 8—10% samdrætti i innan- landssölu búvara. Það myndi svo aftur leiða til aukins útflutnings bú- vara og útflutningsbótaþarfar er nemur a.m.k. 5—6% af heildarverð- mæti framleiðslunnar. Þetta er álit Guðmundar Sigþórs- sonar, deildarstjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, sem birt er i skýrslu Þjóðhagsstofnunar um búvöruverð- lagninguna 1979. Guðmundur telur ennfremur að verðhækkunin gæti leitt af sér „mikla töf á greiðslum til bænda fyrir afurðir og vafasamt að fullt verð næðist nokkurn tímann, ekki sízt þegar þess er gætt að enn er ófundið fé til þess að greiða „um- frambætur” til bænda vegna út- flutningsafurða síðasta framleiðslu- árs.” í krónutölu er aukningin á út- flutningsbótum vegna aukinnar of- framleiðslu búvara yfir 4 millj. króna. -ARH. Glaumur og gleði ríkir að vanda á Hótel Sögu annað kvöld, sunnudags- kvöld, þegar fram fer hæfileikarall Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. Þetta er lokakvöldið i undanúrslitum en úrslitakeppnin verður á Sögu sunnudagskvöldið 23. september. Keppendurnir annað kvöld eru þau Ester Guðmundsdóttir, sem syngur einsöng, Elsa Waage, sem syngur og spilar, og Páll Jóhannesson, nemandi í Söngskólanum. Páll syngur einsöng. Ðansflokkur JSB kemur fram og sýnir diskódansa. Einnig mun friður flokkur hársnyrta, með Villa Þór hár- skera i fararbroddi, mæta og skerða hár á höfði valinna manna. Þá mun 3— 4 sigurvegarar frá fyrri hæfileika- keppnum koma fram. Hér er þvi um að ræða dúndrandi kvöldskemmtun og að henni lokinni dilla menn sér við tóna- flóðið frá Birgi t.unnlaugs og félögum. Drifðu þig strax i siinunn og pantaðu borð. . . Um næstu helgi er svo sjálf hæfi- leikauppskeruhátíðin, lokakeppnin. Nú þegar er farið að taka við borða- pöntunum á lokakvöldið. Fyrir kr. 7000 færðu að sjá og heyra blómann úr hæfileikafólkinu „hæfileika” á allan mögulegan hátt, auk þess margvisleg skemmtiatriði og dans, að ógleymdri tviréttaðri máltíð og drykkjarföngum. -ARH. Skokk er mrfcr/ heilsubót „Sjáið þið stílinn, stúlkur!" — gæti hann verið að segja, þessi heiðursmaður þar sem hann skokkar sprettinn sinn einn síðsumar- daginn á bökkum Vesturbæjarlaugarinnar. Þær sem misstu af honum þar fá að minnsta kosti sýnishorn sem margir taka sér til fyrir- myndar — eða ættu að gera það. DB-mynd Ragnar. Rannsókn salmonellu-sjúkdómsins nyrðra stendur enn: LBTAÐ LOGANDI UPPRUNA SALMONELLUNNAR Grunur sagður falla á stórt eggja- og svfnabú „Sjúkdómur sá er vart hefur orðið í Akureyrarlæknisumdæmi í sumar, og rakinn er til salmonellu-bakteríu, er enn í rannsókn hjá læknayfir- völdum nyrðra og syðra,” sagði Ólafur Hergill Oddsson umdæmis- læknir á Akureyri í viðtali við DB. „Rannsóknin mun taka 2—3 vikur i viðbót. Við vonumst að sjálfsögðu til að fmna hvar orsök sjúkdómsins liggur en oft er það að hún finnst eklji þrátt fyrir mikla leit,” sagði Óláfur Hergill. Fjórir einstaklingar á Svalbarðs- strönd hafa verið í nokkurs konar einangrun vegna þessa sjúkdóms. Fengu þeir leiðbeiningar frá um- dæmislækni um hreinlæti. Þeir hafa að mestu haldið sig heima við en ekki verið í „innilokun”. Ólafur Hergill læknir sagði að ekki væri vitað með vissu um nákvæmlega þessa tegund salmonellu-sjúkdóms annars staðar á landinu en i Akureyr- arumdæmi. Við erum að sjálfsögðu á vissan hátt uggandi út af þessum sjúkdónti. Öll salmonellu-sjúkdómstilfelli fyrri tíma, sem upp hafa komið á Akur- eyri eða nágrenni, hefur mátt rekja til útlanda. í sumar hefur sýkzt af völdum salmonellubakteríu fólk sem ekki hefur farið til útlanda. Að þessu leyti er sjúkdómurinn nýr hér og því er mikil leit gerð að upptökum hans,” sagði Ólafur Hergill. Umdæmislæknirinn aftók með öllu að ræða um hugsanlegan upp- hafsstað sjúkdómsins. Grunur og orðrómur leika á að hugsanlega sé rætur hans að finna I stóru eggja- og svinabúi í nágrenni Akureyrar en frá því fara viðkvæm matvæli vitt og breitt um Norðurland. -ASt. „Svörtskýrsla”umbúvöruhækkunina: . .. . ■■■ ^ GEIUR LErn TIL10% SAM- DRÁTTAR í BÚVÖRUSÖLUNNI 1

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.