Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEWBER 1979.
.....""
„Med Sædýrasafnið á heilanum”:
Ætla ístenzkir grænfriðungar
aó drepa niður Sædýrasafnið ?
— spyr lögfræðingur safnsins
Hrafnkell Ásgeirsson hrl. skrifar:
I tilefni af viðtali frú Sigriðar
Ásgeirsdóttur héraðsdómslögmanns
úr Reykjavik við Dagblaðið óska ég
eftir að koma eftirgreindum athuga-
semdum á framfreri:
Frú Sigríður ber dr. David Taylor
dýralækni frá Englandi fyrir því að
háhyrningarnir sem voru i Sædýra-
safninu í Hafnarfirði hefðu verið
fluttir veikir til útlanda, þar sem dr.
Taylor hefði tjáð henni að hann
myndi ekki gefa þeim fararleyfi fyrr
en 15. desember. — Hér fer frú
Sigriður með rangt mál en ég hlýt að
lelja að það stafi af misskilningi hjá
henni. Síðari hluta nóvember-
mánaðar óskaði frú Sigriður eftir
viðtali við dr. Taylor: Dr. Taylor
hafði samband við mig og óskaði
eftir þvi að ég yrði viðstaddur fund
þennan þar sem hann teldi það
nauðsynlegt eftir reynslu sinni af
Greenpeace-fólki. Hann bað mig
jafnframt að birta leiðréttingar í fjöl-
miðlum ef rangt yrði eftir honum
haft í fjölmiðlum. Hér skal hin ranga
frétt leiðrétt en fundur þeirra Taylors
og frú Sigríðar stóð í um það bil 1
klst.
Efnislega er það sem dr. Taylor
sagði frú Sigríði þetta: Þeir 4
háhyrningar sem fyrst voru veiddir
væru i sérstaklega góðu ástandi og
ekki fyndist neitt kal í þeim eins og
Greenpeace-foringinn Thornton hélt
fram. Dýr þessi myndu fara frá
íslandi fyrir I. desember. Há-
hyrningar nr. 5 og 6 væru hins
vegar enn ekki tilbúnir til að fara þar
s
SJONVARPSBUÐIN
Sölubom
óskast til að selja
happdrættismiða
Karlakórs Reykja-
víkur. Há sölulaun
í boði.
Miöar verða afhentir í félagsheimili kórsins að
Freyjugötu 14, mánudaginn 17. desember kl.
18.00—19.30. Dregið verður á Þorláksmessu.
Karlakór
Reykjavíkur
Háhyrningur hifður 1 laug Sædýrasafnsins.
sem blóðstatus þeirra hefði ekkt náð
réttu marki á þeim tíma en það lekur
ákveðinn tíma fyrir dýrin að jafna sig
eftir flutning. Dýrin væru hins vegar
á lyfjagjöf og útlitið væri mjög gott
hvað þá áhrærði og vonaðist hann til
að þeir yrðu ferðafærir fyrstu dagana
í desember eins og kom í Ijós. Hann
myndi aldrei gefa út vottorð um góða
heilsu dýrana öðru vísi en það lægi
Ijóst fyrir að svo væri. Dýrin voru
tryggð hjá llovd- of t.ondon en.
tryggingafélavi'. ttyggii ckki veik
dýr. Dr. Taylor hefur einnig bent á
að tryggingin hefst um leið og hann
gefur dýrunum vottorð um að þau
séu heil heilsu og cr hann trúnaðar-
maður tryggingafélagsins. Hann
myndi aldrei hætta stöðu sinni vegna
2ja háhyrninga á íslandi.
Rugl um 15. desember sendist þvi
afturtil föðurhúsanna.
Það var samdóma álit dýralækn-
anna Davids Taylor, Martins Dennis
frá Los Angeles og Brynjólfs Sand-
holts að öll dýrin 6 hefðu verið í sér-
slaklega góðu ástandi er þau fóru
héðan. Það er því furðulegat að hér á
íslandi skuli finnast fólk, sem leggur
sig í lima við að styðja öfgasamtökin
Greenpeace sem undanfarið hafa
þverbrotið íslenzk lög. Þá finnst mér
harla skrýtið, að Dagblaðið skuli
birta fleipur sern þetta án þess að ráð-
færa sig við mjög færan íslenzkan
dýralækni sem öðlazt hefur mikla
reynslu í meðferð hvala, Brynjólf
Sandholt héraðsdýralækni.
Hvalveiðar á Íslandi, bæði
háhyrningaveiðar og veiðar stærri
hvala, afla íslandi verulegra gjald-
eyristekna. Vel er staðið að þessum
hlutum og eru þær til sóma. — Það
eru gömul sannindi, að með því að
ala nógu mikið á ákveðnum hlutum
er hægt að fá fólk til að trúa ýmsu
misjöfnu. Mér finnst síðdegisblöðin
hafa gert of mikið af því að s.lá upp
alls konar órökstuddu rugli bæði frá
íslenzku og erlendu Greenpeace-fólki
án þess að staðreyna fréttirnar hlut-
laust, t.d. með viðtölum við íslenzka
visindamenn. Hértel ég skort á þjóð-
hollustu af hendi blaðanna. Svona
fréttamáti skaðar íslenzkan málstað.
Ég vildi svo sannarlega að hér yrði
breyting á. Nái þetta fólk árangri í
sinni iðju, vaknar sú spurning
hyenær það snúi sér að þorskinum og
sildinni.
Að lokum þetta. Hið islenzka
Greenpeace-fólk virðist hafa fengið
Sædýrasafnið á heilann. Það virðist
steFna að því að drepa niður Sædýra-
safnið, með góðu eða illu, og nú með
aðstoð erlendra öfgasamtaka. Þetta
minnir mig á það, að er við Jón
Gunnarsson vorum á leið til Banda-
rikjanna með flugvél sl. vetur til þess
að semja um uppgjör vegna þeirra
dýra sem dóu og var sleppt, þá sáum
við frétt í dagblöðunum að um 1200
kjúklingar hefðu drepizt í kjúklinga-
búi hér á landi. Þá sagði Jón við mig:
Taktu eftir, það mun hvorki heyrast
stuna né hósti frá íslenzka Green-
peace-fólkinu út af þessum atburði.
Hann átti kollgátuna enda átti
Sædýrasafnið ekki kjúklingabúið.
Prestastéttin ekki hlutlaus?:
„FINNST EINOKUNAR-
AÐSTÖDUNNIÓGNAD”
0296—1288 hringdi:
Ég skrifa þetta bréf vegna greinar
um hugleiðslu sem fram kom í frétta-
bréfi biskupsstofu og eins hefur verið
sagt frá í úlvarpi. I g tel að prcsta-
stéttin sé engan veginn hlutlatis;rðih lil
þess að diema huglciðsluhöpa.
A Islandi er kristin ríkistrú og
prestar þiggja laun sín frá rikissjóði.
Þess vegna hafa þeir hagsmuna að
gæta, -,að almenningur kynni sér
eingöngú andlega heimspeki kristn-
innar. Ef fólk færi almennt að sýna
meiri víðsýni i andlegri þenkjan og
gerðu meistara Kristi ekki hærra
undir höfði en öðrum trúarleið-
togum er hætt við að fljótlega tæki
að bera á óánægju með laun presta.
Þetta held ég að prestar skynji og
finnist einokunaraðstöðu sinni
ógnað. Mín kynni af fólki sem
stundar hugleiðslu er sú að þetta er
ungt fólk með háleitar þrár. Fólk sem
hefur fundið betri svör og betra rúm
fyrir persónuleikann með þvi að
stunda hugleiðslutækni (Medilation)
helduren innan kirkjunnar.
Ég vil taka það fram að ég er
ekkert á móti presium persónulega.
Þeir eru að mínu áliti flestir dáindis
ntenn. Þjóðfélaginu er auk þess alltaf
akkur í mönnum sem leitast við að
glæða andlega neistann í fólki (hvort
sem prestar geri það eða ekki).
Mér frnnst það rangt að einungis
skuli vera launaðir boðberar kristn-
innar af öllum þeim ágætu trúar-
brögðum og andlegu visindakerfum
sem mannkynið á af að taka. Vafa-
laust er til ýmis andleg heimspeki sem
gæti örvað það fólk til umhugsunar
sem nú sinnir engri andlegri rækt.
GRIPAFÓÐUR EDA
MANNAMATUR?
— orðsending til Edvalds Malmkvist
ráðunautar
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Þar sem að þú ert yfirmaður græn-
metisverzlunarinnar beini ég til-
rnælum til þín að þú bannir sölu á
þeint kartöflum sent nú eru i öllunt
malvörubúðum og sem eru hreint og
beint gripafóður en ekki ntanna-
ntatur og ég dreg það í efa að þeir
sem stiórna grænmetisverz.luninni
leggi sér sjálfir þennan óþverra til
munns. Enda til stórskamntar fyrir
verzlunina að senda svona rusl i
búðir. Þar sent ég þekki þig vel þá
held ég að þú munir taka til endur-
skoðunar og gaman væri að fá þitt
álit á því sem ég ræði hér um.
Kveðja til þin Edvald nteð óskunt
um góðar kartöflur fyrir jól.
Raddir
lesenda
Hringiö
í síma
73022
milli kl. 13
ogl5,
eða skrifiö