Dagblaðið - 17.12.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
9
Guömundur H. Garöarsson gerir upp reikningana:
„Sjálfstæðisflokkurinn
hefurþróazt í hægri
sinnaðan íhaldsflokk”
Guðmundur H. Garðarsson, fyrr-
verandi þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, gerir
harkalega upp reikningana við núver-
andi stefnu Sjálfstæðisflokksins og
forystu hans í grein í Morgunblaðinu
í gær.
„í mínum huga er skýringin á
staðnaðri stöðu Sjálfstæðisflokksins
í íslenzkum stjórnmálum í dag sú, að
flokkurinn hefur á undanförnum
árum verið að þróast í hægri sinnað-
an ihaldsflokk, sem höfðar ekki til
hins almenna kjósanda,” segir
Guðmundur í grein sinni.
„Flokkur Bjarna Benediktssonar,
Jóhanns Hafstein og Ólafs Thors,
sannarlega frjálslyndur flokkur allra
stétta, er ekki lengur til. . . .
Sjálfstæðisflokkurinn i núverandi
mynd er ekta evrópskur íhalds-
flokkur. Áhrifavaldar flokksins í dag
eru íhaldsmenn, sem trúa á ótak-
markaða markaðshyggju og próf-
kjör, sem leiða af sér annarlega
valdabaráttu, ” segir Guðmundur.
Valdastreitu-
menn við völd
„Núverandi stefna, sem Birgir
ísleifur kallar stefnu frjálslyndis og
frjálsræðis, á raunverulega litið skylt
við þá stefnu markaðs- og félags-
hyggju, sem Ólafur Thors, Bjarni
Benediktsson, Jóhann Hafstein, Birgir
Kjaran og fleiri mótuðu á árunum
1956—1960. ... í forystu fyrir
þessari stefnu voru menn, sem lögðu
áherzlu á breiðan, viðsýnan flokk,
valdamikinn flokk allra stétta, en
ekki menn, sem etja flokksmönnum
saman i prófkjörum, sem jaðra við
bræðravig borgarastyrjalda. Það
voru ekki valdastreitumenn, sem
þrengja flokkinn með þvi að gegna
mörgum stórum hlutverkum í foryst-
unni á sama tíma sem þeir þróa hann
í ihaldsflokk,” segir í grein
Guðmundar.
Guðmundur H. Garðarson heldur
áfram: ,,Á ég þar við þá stefnu, sem
birtist í leiftursóknarplagginu. Þetta
var hrein og ómenguð hægri stefna
íhalds, sem var hafnað.”
„Skarð fyrir skildi"
Guðmundur segist telja, að kosn-
inganiðurstaðan hafi þýtt eftir-
farandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn:
„1. 3,1 prósent aukningu í stað allt
að 12 prósent aukningu eins og allar
spár sögðu til um fyrir prófkjör
flokksins og stefnumörkun leiftur-
sóknar.
2. Klofning í tveimur kjördæmum.
3. Aðeins 14 kjördæmakosna al-
þingismenn og 7 uppbótarmenn. Það
eitl segir sína sögu, sem mun verða
efni annarrar greinar.
4. Fall Ragnhildar Helgadóttur,
einhverrar hæfustu konu, sem hefur
setið á Alþingi íslendinga. Er þar nú
vissulega skarð fyrir skildi.”
Góð fyrir þröngan
íhaldsflokk
„Það er rangt að reyna að fela
það , að hin nýja stefna Sjálfstæðis-
flokksins er íhaldsstefna, sem féll
ekki i góðan jarðveg hjá þjóðinni.
Guðmundur H. Garðarsson.
— kjósend
ur höfii-
uðu
þeirri
stefnu
Þetta er meginástæða kosninga-
ósigursins miðað við spár og vonir
flokksmanna. Þessi stefna getur verið
góð út af fyrir sig. Hún getur verið
góð fyrir flokk, senr vill sannarlega
vera hreinn íhaldsflokkur og hljóta
fylgi í samræm við það. Og hún er
örugglega góð fyrir hina nýju menn
flokksins, sem í skjóli flokksaðstöðu
og innanflokksframa geta framlengt
pólitiskt líf sitt enn um stund,” segir
Guðmundur.
Eins og kunnugt er lenti
Guðmundur H. Garðarsson í níunda
sæti í prófkjöri sjálfstæðismarina i
Reykjavik fyrir kosningarnar. Annar
af þeim, sem kölluðust fulltrúar laun-
þega, Pétur Sigurðsson, lenti í 8. sæti
en færðist upp með þvi að skipta á
sæti við Ellert B. Schram, og situr nú
á þingi. Sumir fylgismenn Guðmund-
ar vildu bjóða fram sérlista eftir próf-
kjörið, en af þvi varð ekki, og tók
Guðmundur 9. sætið á framboðslist-
anum.
-HH.
Mikil ölvun
í Reykja-
vík
Mikil ölvun var í Reykjavik um
helgina og var 21 ökumaður tekinn
grunaður um ölvun við akstur. Svo
virtist sem hækkun á áfengi hefði ekki
áhrif á menn og sagði aðalvarðstjóri i
Reykjavik að líklega snerist um 90 %
af vinnu lögreglunnar við vandræði
manna af völdum ölvunar.
Mikill mannfjöldi var í Reykjavikur-
borg og unglingar og fullorðið fólk
slangrandi um drukkið fram undir
morgun. Rúður voru brotnar á fimm
stöðum við Laugaveg á föstudagskvöld
og einnig í Pósthúsinu við Austur-
stræti.
-JH.
850 hjúkk-
ur á einu
bretti
Nýtt hjúkrunarfræðingatal er að
koma út. Bókin er gefin út af
Hjúkrunarfélagi Islands. 1 bókinni eru
upplýsingar og myndir af öllum
hjúkrunarfræðingum sem lokið hafa
námi frá hausti 1969 og auk þess
erlendum hjúkrunarfræðingum er
gengið hafa í félagið, eða alls um 850
manns. Nýja hjúkrunarfræðingatalið
tekur við af Hjúkrunarkvennatalinu
sem út kom á 50 ára afmæli Hjúkr-
unarfélagsins 1969. Er sú bók nú upp-
seld.
Svanlaug Arnadóttir formaður
Hjúkrunarfélagsins ritar formálsorð og
rekur sögu félagsins í stórum dráttum.
Þeir sem sáu um útgáfu bókarinnar
eru hjúkrunarfræðingarnir Guðrún
Guðnadóttir, Ingileif S. Ólafsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir, Magdalena J.
Búadóttir, Margrét Sæmundsdóttir og
Oddný M. Ragnarsdóttir.
Nýja hjúkrunarkvennatalið verður
fyrst um sinn selt á skrifstofu
Hjúkrunarfélagsins í Þingholtsstræti
og kostar 11 þúsund kr. til félags-
manna. -A.Bj.
Á BRATTANN
- minningar Agnars
Kofoed-Hansans
Svend Ott S.
MADS 0G MILALIK
Jóhannas Halldórsson islenzkaöi
Falleg myndabók og barnabók frá
Grcnlandí eftir einn bezta teiknara og
i barnabókahöfund Dana. Hón segir frá
V börnunum Mads og Naju og hundinum
\ þefrra, Milalik. Vetrarríkið í Grænlandi
\ er mikið og hefði farið illa fyrir Mads
\ og Naju eí Milalik hefði ekki verið
§& \ með þeim.
Höfundurinn er Jóhannes
Helgi, einn af snillingum
okkar i cvisagnaritun með
meiru. Svo er hugkvcmni
hans fyrir að þakka að tckni
hans er alltaf ný með hverri
bók. í þessari bók er hann ái
ferð með Agnari Kofoed- /
Hansen um grónar /
ævlslóðir hans, þar sem /
skuggi gesLsins með /
Ijáinn var aldrei langt /
undan. /
Saga um undraverða /
þrautseigju og /
þrékraunir með léttu og*^^
bráðfyndnu Ivafi.
, Grete Linck
Grönbeck:
^ ÁRIN 0KKAR
GUNNLAUGS
Jóhanna Þráinsdóttir fslenzkaði
Guðmundur G. Hagalin
ÞEIR VITA ÞAÐ
FYRIR VESTAN
ÞEIR VITA ÞAÐ FYRIR VESTAN fjallar
um þau 23 ár sem umsvifamest hafa orðið i
cvi Guðmundar G. Hagalins, fyrst þriggja
ára dvöl i Noregi, siðan tveggja ára blaða-
mennska I Reykjavik og loks Isafjarðarárin
sem eru meginhiuti bókarínnar. ísafjörður
var þá sterkt vigi Alþýðuflokksins og kall-
aður „rauði bærinn”. HagaUn var þar einn
af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi
Jónssyni, Flnni Jónssyni, Hannibal Valdi-
marssyni o.fl. Bókin einkennist af lifsfjöri og
kimni, og hvergi skortir á hreinskilni.
Grete Linck Grönbeck listmálari var
gift Gunnlaugi Scheving listmálara. Þau
kynntust i Kaupmannahöfn og fluttust sfðan til
Seyðisfjarðar 1932, þar sem þau bjuggu til 1936 er þau
settust að f Reykjavik. Grete Linck fór utan til
Danmerkur sumarið 1938. Hón kom ekki aftur
l og þau Gunnlaugur sáust ekki eftír það. Megin-
\ hlutí bókarinnar er trúverðug lýsing á
íslendingum á árum kreppunnar, lifi þeirra og
lifnaðarháttum, eins og þetta kom fyrir sjónir
hinni ungu stórborgarstúlku!
Hans Wson Ahlmann:
\\ RÍKI VATNAJÚKULS
y Þýðandi Hjörtur Pðisson
I RlKI VATNAJÖKULS segir bi kióangri
höfundarins, Jóns Eyþórssonar, Sigurðar
Þórarinssonar, Jóns frá Laug og tveggja
ungra Svia á Vatnajökul vorið 1936. Þeir
höfðu auk þess meðferðis 4 grænlandshunda,
sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér
meðal almennings ennþá meiri athygU en
mennirnir.
t fyrri hlutanum segir frá striðinu og barn-
ingnum á jökUnum. Seinni helmingurinn er
einkar skemmtileg frásögn af ferð þeirra
Jóns og Ahlmanns um SkaftafeUssýslu.
„ísland og ekki sizt SkaftafeUssýsla er engu
vöðru lfk, sem ég hef kynnzt,” segir prófessor
\ Ahlmann. Sigilt rit okkur íslendingum,
\ ncrfcrin lýsing á umhverfi og fólld, ncsta
\ óUku þvi sem við þekkjum nú, aðeins 44
árum siðar.
Indriði G. Þorsteinsson:
UNGLINGSVETUR
Skáldsagan UNGLINGSVETUR er raun-
sönn og kfmin nútímasaga. Hér er teflt fram
ungu fóiki, sem nýtur gleði sinnar og ástar,
og rosknu fóUti, sem Ufað hefur sina gleði-
daga, aUt bráðUfandi fólk, jafnt aðalpersónur
og aukapersónur, hvort beldur það heitír i
Loftur Keldhverfingur eöa Sigurður á Foss /
hóU. UngUngarnir dansa áhyggjulausír á M
skemmtístöðunum og bráðum hefst svo Ufs-
dansinn með alvöru sina og ábyrgð. Sumir
stíga fyrstu spor hans þennan vetur. En á þvi
dansgólfi getur móttakan orðið önnur en
vcnzt hafði verið — jafnvel svo ruddaleg að
lesandinn stendur á öndinni.
Magnea J. Matthlasdóttir
GÖTURÆSISKANDIDATAR
Reykjavikursagan GÖTURÆSISKANDIDAT-
AR hefði getað gerzt fyrir 4—5 árum, gctí verið
að gerast hér og nú. Hún segir frá ungrí mennta-'
skólastúlku sem hrekkur út af fyrírhugaðrí Ufs-
braut og lendir i félagsskap göturcsiskandidat-
L anna. Þeir eiga það sameiginlegt að vera lágt
\ skrifaðir i samfélaginu og kaupa dýrt sinar
\ ánægjustundlr. Hvað verður f sUkum félagsskap
\ um unga stúlku sem brotíð hefur aUar brýr að
\ bakisér.
Guðrím Egilsson:
MEÐ LÍFIÐ I LÚKUNUM
Þessi bók segir frá rúmlega þrjátlu ára starfsferU
pianósnilUngsins Rögnvalds Sigurjónssonar. Sagan ein-
kennist af alvöru Ustamannsins, hreinsldlni og víðsýni i
og umfram aUt af óborganlegrí Idmni sem hvarvetna i
skin f gegn, hvort heldur Ustamaðurinn eigrar f M
heimasaumuðum moLskinnsfötum um fslenzkar
hraungjótur eða skartar i kjól og hvitu f glæsi- ^M
legum hljómleikasölum vestur við Kyrrahaf eða
austur við Svartahaf.
ALMENNA BOKAFELAGIÐ
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18
16997
ALMENNA BOKAFELAGIÐ