Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.12.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 17.12.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979. Litur: Blátt leður Lftur: Svart lakk Stærð: 36 til 41 Stœrð: 36 til 41 Verð: 17,800.- Litur: Svart loður Stærð: 36 til 41 Verð: 17,800.- Verð: 17,800.- Skóbúðin Suðurverí Stigahlíð 45. - Simi83225. VOL VO eigendur athugið! Vegna vörutalningar verða varahlutadeild- ir okkar lokaðar dagana 27., 28. og 31. des- ember. VELTIRHF. Gluggagæ&r og Kertasníkir koma í heimahús og gefa góðu börnunum jóiapakka, efhríngt erísíma 31421 eða 38294, ki. 19,-21.00. Einnig mœta þeir á jólatrésskemmtanir. „Skrifa ekki um höfuð- atvinnuvegí þjóðar- innar, skólarannsókn- ir og fiskveiðar” — segir Jónas Guðmundsson Nýverið kom úl bókin Farangur eftir Jónas Guðmundsson. Hún er 16. bók höfundar. í örstuttu samtali við Dag- blaðið sagði Jónas að þetta væri skáld- verk, að minnsta kosti innan þess ramma síðdegisblaðamennsku að oftast væri fótur fyrir hlutunum, þótt enginn fyndist i ráðuneytum landsins til að staðfesta,” en svo er komið fyrir sannleikanum á Islandi að hann þolir ekki dagsins Ijós og felur sig i hinum dularfullu embættum stjórnar- ráðsins.” — Er þetta saga um verkamenn? — Nei. Ég skrifa ekki sögur um höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, skóla- rannsóknir og fiskveiðar. Þetta er unt einhverja fugia, þar sem vængirnir eru byrjaðir að gefa sig. Um manninn sem misskilur lífið af því að honum hefur láðst að lifa því. — Nú ertu þú listmálari og gagnrýn- andi. Fá gagnrýnendur góða gagnrýni? — Já, þetta er yfirleitl dálítið útibú frá samtryggingu islenzkra botnvörpu- skipaeigenda, en venjulega tekst þó að finna einhvern sem hatar mann nægi- lega til að dómararnir verða am.k. læsilegir. — Er gagnrýni lært fag? Þarfnast menn ekki mikillar reynslu? — Ég er almenningur og búinn að missa niðrum mig sálin fyrir löngu. Að vísu hefi ég ekki lært að skrifa um myndlist hjá KGB, en ég næ til alntennings samt, eins og KGB. Nú, ég er venjulegur lesandi bóka og skammta vondar bækur og hef góðar bækur til skýjanna. Þetta passar að visu ekki ávallt við mynstrið sem búið er til af háskólan- um, sem annars er þekktastur fyrir að hafa skrifað fornsögurnar. Annars er viðskilnaður almennings við bók- menntirnar orðinn svo hrikalegur að Jónas Guðmundsson með konu sinni og einu barna. handbók bænda gengur orðið betur en Jónas Hallgrimsson, nenta hvað ntikið er blásið upp af smokkum út af öðrum bókum. — Nokkuð að lokum? — Ja hérna. Þú ert bara að verða klassiker og kemur með frumlegar, leiðandi spurningar. — En hermálin. Það er dálítið verið að minnst á þau núna. Hver er afstaða þin til varnarliðsins? — Ég stend með Alþýðubanda- laginu. Ég er svakalega mikið á móti vamarliðinu, en mest þó á móti því að herinn verði látinn fara. -BS. „Mmn félagsmálapakki á jólamarkaðinn” Þorsteinsson — segir Indriði G Nýlega kom út bókin Unglings- vetur eftir Indriða G. Þorsteinsson. Enda þótt Indriði sé sívinnandi er talsvert hlé orðið á skáldsagnagerð hans þar til nú. Eins og verða vill var nokkur eftirvænting í mönnum og ýmsár-spurnir, þegar af bókinni frétt- ist. Fréttamaður hitti Indriða að máli og átti við hann stutt spjall um ein- hver brot af honum sjálfum og bók- inni. — Já. Þú spyrð mig um bókina. Það er svo sem ekki mikið um hana að segja eftir að hún hefur verið skrifuð. Að minnsta kosti ekki af minni hálfu. Við höfum kvaðzt á vissan hátt, bókin ogég. — Um hvaða fólk skrifarðu? — Þetta er fyrst og fremst saga um það, hvernig er að verða fullorðinn. Sumir verða það með skyndilegum hætti. Aðrir eru eins konar börn fram á háan aldur. — Er þetta rétt einu sinni fólk, sem allir telja sig þekkja? — Svo er nú það. Já, vissulega sumt að minnsta kosti. Atvik og ein- staklingar sem koma fyrir í þessu verki hafa leitað á mig í nokkurn tíma, af ástæðum, sém mér eru ef til vill fyrst Ijósar nú. — Flyturðu einhvern boðskap? — Nú eru miklir félagsmálatimar og það var kannski tilhlýðilegt að ég kæmi með minn félagsmálapakka á jólamarkaðinn. Það ætti að minnsta kosti ekki að setja nein kerlingar- sköss úr augnakörlunum, þótt ég njósnaði nokkuð um samlifs- og félagsmálasviðið. Nú eru njósna- timar, eins og Anthony Blunt-deildin ykkar á Dagblaðinu veit bezt, segir Indriði og hlær innilega eins og hrekkjalómur eftir vel heppnað prakkarastrik. — Þú ert talsvert fyndinn, Indriði. — Ég bið forláts, ef þetta veldur misskilningi. En ég kemst nú varla í Fleira fólk út á þetta. Annars reynum við rithöfundar að vera grandvarir menn í flóknum heimi. — Er hann flóknari nú en þegar þú byrjaðir að skrifa? — Það eru alltaf að koma ný öfl til sögunnar, sem krefjast þess að höfundar skrifi bækur, sem þessum öflum fellur við. Sumir sinna slikum pöntunum. Aðrir lenda úti í limbó. Ég held mig hins vegar við að vera þessi sami „male chauvinist pig”, sem ég hef alltaf verið. Og meðan mér er ekki bannað það með lögum, verðursvoaðvera. — Ertu heimsádeilumaður? — Nei, blessaður vertu. En ég rekst stundum illa og kann ekki að vera aftaníoss. Annars er allt gott af mér og bókinni að frétta. Ég held hún lifi vertíðina af. - BS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.