Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.12.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 17.12.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979. ■ . Norður-írland: Fógnuðu tíu ára afmæli með fimm lögreglumorðum — skæruliðar írska lýðveldishersins tilkynna að ekkert vopnahlé verði um jólin Skæruliðar írska lýðveldishersins héldu i gær upp á tíu ára afmæli sam- taka sinna með því að sprengja í loft upp fimm brezka herlögreglumenn. Fjórir þeirra voru i bifreið, sem ók yfir fjarstýrða jarðsprengju en sá fimmti varð fyrir.sprengjuárás. Skæruliðarnir lýstu sök á hendur sér í báðum tilvikum. Auk þess lýsti foringi þeirra yfir þvi í viðtali við Dublin Sunday Press að hreyfingin mundi ekki lýsa yfii vopnahléi yfir jóladagana eins og var venja árin 1972 til 1975. — Við höfum bæði mannafia, vopn, skotfæri, kunnáttu og vilja til að halda baráttunni áfram, sagði IRA foringinn i viðtalinu. Skæruliðarnir drápu einnig í gær fyrrum meðlim úr heimavarnarliði mótmælendaá Norður-írlandi. Hinn 16. desember árið 1969 komu aðilar, sem allir vildu hrekja Breta frá Norður-írlandi, saman og stofn- uðu IRA. Hlutverk samtakanna var að beita hervaldi til að ná þessu markmiði. Síðan þá hafa 327 brezkir hermenn fallið og rúmlega tvö þúsund óbreytt- ir borgarar. Nokkrir einstaklingar voru handteknir í Norður-lrlandi í gær, grunaðir um aðild að IRA. Að sögn brezkra yfirvalda er talið að ein- hverjir þeirra hafi verið að undirbúa rán eða árás á háttsettan mann í London. Washington: Vinkona Churchills Hún heitir Soraya Khashoggi og er fyrrum eiginkona saudi-arabisks fjármálamanns. Nokkrir fyrrum brezkir lögreglumenn reyndu að kúga úi úr henni fé á grundvelli sam- bands hennar við Winston Churchill barnabarn fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Upp komst um kauða og voru þeir dæmdir í fangelsi fyrir vikið. Einhverjar vangaveltur voru um að öryggi Bretlands hefði verið haótt vegna þessa en allir aðilar neita því. Samband Churchill og frú(eða ungfrú) Khashoggi er sagt hafa verið á fullkomlega eðlilegum grundvelli, það er eins og samband karls og konu er talið eðiilegt. En ekki er að furða þó Brctar séu orðnir hvekktir á asna- spörkum hástéttanna, sem virðast hafa gert heldur mikið af því að blaðra um mikilvæg leyndarmál við þá sern alls ekki var ætlað að heyra þau. Panama slær tvær flugur í einu höggi: Thatcher ræðir við Carter í Hvíta húsinu Margaret Thatcher brezki forsætis- ráðherrann mun í dag ræða við Jimmy Carter Bandaríkjaforseta i Hvíta húsinu í Washington. Er þetta fyrsta ferð frúarinnar vestur eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra Bret- lands í mai siðastliðnum. Helztu umræðuefni þjóðarleið- toganna munu að sögn verða ástandið i íran, á Norður-írlandi og í Ródesiu. Talsmenn Bandaríkjaforseta sögðu i gærkvöldi að Carter mundi fara fram á aukinn stuðning Breta við tilraunir til að ná.gíslunum er stúdentar halda i byggingu bandaríska sendiráðsins i Teheran. Bretar hafa ekki sagt hvort þeir muni styðja eða fara eftir viðskiptabanni á Íran ef svo færi að Bandaríkin reyndu að fá því framgengt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hýsir keisarann og bætir samkomulagið víð Bandaríkin Tilgangur stjórnar Panama með því að bjóða fyrrum keisara írans hæli á yfirráðasvæði sinu var einkum sá að bæla heldur stirt samband við Banda- rikin. Keisarinn og fylgdarlið hans er nú komið til evjarinnar Contadora á Kyrrahafinu. Er þetla litil ferða- mannaeyja. Samkvæmt heimildum i Panama hal'ði forseti landsins og yfirmaður þjóðvarðsliðsins nána samvinnu um á- kvörðun þessa og var hún tekin fyrir rúmlega viku. Er sagt að bæði hafi verið rætt við áhrifamenn á sviði stjórnmála og viðskipta. Ljóst er að stjórn Panama hefur losað stjórnina í Washington úr mikili klípu með því að taka við keisaranum fyrrverandi. Ekki er þó ljóst hvernig af- staða stjórnarinnar i Teheran eða stú- dentanna sem hertekið hafa sendiráð Bandaríkjanna þar ásamt 50 gislum, er til ferða keisarans til Panama. Utanríkisráðherra írans gaf i skyn að vera kynni að nokkrum gíslanna yrði sleppt fyrir jól en fulltrúi stúdenta að slíkt kæmi ekki til greina fyrr en að afloknum réttarhöldum yfir þeim. Ekkert hefur heyrzt frá mesta áhrifa- manninum á Iran, sjálfum Khomeini. íran hefur þegar tilkynnt að allri oliusölu til Panama verði hætt. Danmörk: Hnm í danskri bóksöiu Bóksala í Danmörku er til muna minni i ár en áður. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að Gyldendal bóka- forlagið hefur ákveðið að gefa aðeins út ellel'u hundruð nýja bókatitla næsta. ár. Til samanburðar má geta þess að titlarnir í ár verða 1459 hjá sama forlagi. Að sögn formanns félags danskra bókaútgefenda eiga flestir í þeirra röðum í nokkrum erfiðleikum. Einkum veldur gildandi verðstöðvun erfiðleik- um. Stór hluti danskrar bókaútgáfu um þessar mundir er endurútgáfur og sam- kvæmt verðstöðvunarlögunum skal selja þær á gamla verðinu, þrátt fyrir sannanlegar kostnaðarhækkanir. Gyldendal útgáfufyrirtækið varð illa fyrir barðinu á dönskum verðlagsyfir- völdum og tapaði við það 6,5 milljón- um dönskum þrátt fyrir að það ynni sigur í málinu að lokum. Fyrirtækið bauð almenningi nýja alfræðiorðabók á sérstöku kynningar- verði í fyrra. Var það til muna lægra en ætlað verð eins og tiðkast. Siðan þegar átti að fara að selja á hærra verði krafðist verðlagseftirlitið þess að haldið væri áfram að selja á kynningar- verðinu vegna verðstöðvunarlaganna. Gyldendal vann mál út af þessu fyrir dómstólum. Samt sem áður varð að hætta sölu alfræðiorðabókanna í hálft ár og síðan leggja út í viðbótarkostnað vegna kynningar. Vegna erfiöleika hefur Gyldendal ákveðið að segja upp þrjátiu og fjórum af starfsmönnum sínum. Þar af eru sex af tólf bókmenntafræðingum fyrir- tækisins. Hagsmunasamtök þeirra hafa mótmælt uppsögnunum og hafa hótað uppsögnum allra bókmenntafræðing- anna. Ætía aö reyna afturí janúar Rétt eftir að tilkynnt var um að Liza Minelli, söng- og leikkonan fræga, héfði gengið að eiga kvikmyndaleik- stjórann Mark Gero bárust þær fregnir út að leikkonunni hefði leystst höfn. — Okkur þykir þetta báðum mjög sorglegl, sagði Liza Minelli við blaðamenn eftir að hún kom á sjúkrahúsið en úr þessu mætti bæta. — Sjálf er ég við hestaheilsu og við erum ákveðin að reyna aftur í janúar. Læknirinn segir að engin ástæða sé til að ætla annað en að þá gangi allt eins og i sögu. Liza er þrígift en er elzta dóttir Judy Garland, sem áður fyrr var fræg söng- og leikkona. Hún er látin.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.