Dagblaðið - 17.12.1979, Side 25

Dagblaðið - 17.12.1979, Side 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979. 25 óttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 3 Þjálfarinn hættur og HK lék sinn langbezta leik en það nægði þó ekki gegn Víkingum, sem sigruðu 1. deildinni í handknattleik í laugardag ,,Jú, það er rétl. Halldór Rafnsson þjálfari hætti störfum hjá HK á föstu- dagskvöld — og þá ákvað Friðjón Jónsson einnig að leika ekki framar með HK. Báðir þessir menn eru frá Akureyri,” sagði Þorvarður Áki Eiríksson, formaður Handknattleiks- félag Kópavogs, eftir leik Víkings og HK í 1. deildinni í Laugardalshöll á laugardag. Þessar breytingar virðast hafa hreinsað loftið hjá HK-mönnum eftir veruleg taugastríð siðustu vik- urnar. Leikmenn liðsins mættu mjög ákveðnir til leiks gegn Víkingi — léku sinn langbezta leik á mótinu — þótt þeir biðu lægri hlut i leiknum. Víkingur sigraði 24—18 og það var mun betri útkoma hjá HK en nokkur hafði reiknað með. Ég skrifaði hér í DB eftir fyrstu leiki HK á mótinu að óliklegt væri að það hlyti stig i 1. deildinni. Eftir þann leik sem HK sýndi á laugar- dag er ég alveg tilbúinn að taka þau orð til baka. HK gæti vissulega klórað stig af nokkrum liðum í deildinni. Þorbergur Aðalsteinsson hefur stungið þá Kristján Örn Gunnarsson og Ragnar Ólafsson, HK, af í hraðaupp- hlaupi og skorar hjá Einari áttunda mark Víkings á laugardag. DB-mynd Bjarnleifur. Það verður þó að taka með í reikninginn að Víkingar voru ekki nálægt sínu bezta, einkum í fyrri hálf- leiknum. Reyndar furðulegt hvað leik- menn liðsins sýndu á köflum mikið kæruleysi auk þess sem þeir voru afar iðnir við að hitta stangir HK-marksins. Leikmenn Víkings virtust koma til þessa leik með það eitt i huga að hljóta á einhvern hátt bæði stigin — Ijúka skylduverki — og hafa sem minnst fyrir því. Þeir byrjuðu svo sem með krafti. Skoruðu eftir 10 sekúndur og komust siðan í 2—0. Ef þeir hafa haldið að leikurinn væri þar með unninn var það misskilningur. HK jafnaði í 3—3 og siðan var jafnt 4—4. Þá náðu Víkingar aftur tveggja marka forskot, 6—4, og það forskot hélzt að mestu með litlum sveiflum allan fyrri hálfleikinn. Víkingur mest þremur mörkum yfir, 8—5 og 12—9, en þrívegis var eins marks munur. Mikill baráttuvilji ein- kenndi HK-menn — allt annar og betri en í fyrri leikjum liðsins á mótinu. Í byrjun síðari hálfleiks juku Vikingar strax muninn í fjögur mörk, 14—10, og um miðjan hálfleikinn var orðinn sex marka munur, 19—13, Áhorfendur bjuggust þá við að Vík- ingar mundu kafsigla HK lokakafla leiksins — þeir eru þá yfirleitt sterk- astir. En það fór á aðra leið. HK hélt sínum hlut — Víkingur þó eitt sinn átta mörkum yfir, 23—15, en HK skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkunum í leiknum. Það siðasta skoraði aldurs- forse'inn síungi, Karl Jóhannsson, við mikinn fögnuð áhorfenda. Það sem helzt gladdi augað í þessum leik, fyrir utan baráttuvilja og kraft HK-manna, voru stórfalleg mörk Sigurður Gunnarsson, landsliðsmanns- ins unga i Víkingi, sem nú er kominn í hóp okkar albeztu handknattleiks- manna, innanlands sem utan. Sigurður skoraði sex mörk, sum með þrumu- skotum. í önnur skipti lyfti hann með 24-18 í knettinum yfir markvörð og i eill skipti gerði hann sér lilið fyrir og skoraði með vinstri þó rétthentur sé. Þá áltu Þor- bergur og Steinar góða spretli i Víkingsliðinu og Kristján, sem varði markið í síðari hálfleik, var góður. Baráttuviljinn var aðall HK i þessum leik. Hilmar beztur og reyndi nú litið ótimabær skot. Kristján Örn f iunnars- son ntikið efni — og Ragnar vtu drjúgur við að skora með lúmskun: skotum. Knattspyrnukappinn kunni i Val, Jón Einarsson, sýndi oft skemmti- leg tilþrif í horninu. Mörk Vikings skoruðu Sigurður ó, Þorbergur 5, Steinar 5. Árni 3. Páll 3/2, Ólafur 2. Mörk HK skoruðu Ragnar 6/1, Hilmar 3, Krislján Órn 3, Magnús 2, Bergsveinn 2, Jón Einars- son I og Karl Jóhannsson 1/1. -hsiin. Víkingur - HK 24-18 (12-10) Íslandsmótið i 1. deild karía í handknattleik, Víkingur—HK 24—18 (12—10) í Laugardalshöll 15. desember. Beztu leikmenn: Sigurður Gunnarsson, Víkingi, 8, Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi 7, Hilmar Sigurgíslason, HK, 7, Steinar Birgisson, Víkingi, 6, Kristjón Sigmundsson, Vikingi 6. Víkingur: Jens Einarsson, Kristján Sigmundsson, Steinar Birgisson, Sigurður Gunnarsson, Páll Björgvinsson, Þorborgur Aðalstoinsson, Ámi Indriðason, Ólafur Jónsson, Erlendur Hormannsson, Guðmundur Guðmundsson, Heimir Karísson, Brynjar Stefánsson. HK: Einar Þorvarðarson, Bergsveinn Þórorinsson, Kristinn Ólafsson, Gunnar Árnason, Hilmar Sigurgislason, Kari Jóhannsson, Ragnar Ólafsson, Erling Sigurðsson, Kristján Þór Gunnarsson, Jón Einarsson, Magnús Guðfinnsson, Kolbeinn Andrósson. Dómarar Óli Olsen og Rögnvald Eríingsson. Víkingur fákk 4 viti. Tvö nýtt. Sigurður átti skot úr vitakasti í stöng og Einar varði frá Áma. HK fékk 3 víti. Nýtti tvö. Kristján varði frá Ragnari. Einum leikmanni HK vikið af velli i 2 min. en þremur hjá Vikingi, Steinari, Árna og Þorbergi tvivegis. Áhorfendur 200. fs/enzkar hljomplötur GLAMUR OG JOLASTRENGIR SKRAMUR er ^ata Þar sem flestir af bestu p°pp , , , , , * ,, , . listarmönnum þjóðarinnar flytja fallei er barnaplatan i ar. Það efast enginn um jóialög SPIL VERK ÞJÓÐANNA Bráðabirgðabúgí Það þarf ekki að segja meira.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.