Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 26
26
d
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Stefnir í einvígi á milli Liver-
pool og Manchester United!
— Bæði liðin unnu sína leiki um helgina og hafa náð 5 stiga forskoti á næstu lið
i
Keppnin um enska meistaratitilinn
virflist ætia urt verða einvigi á milli
I.iverpool og Manchester United afl
þessu sinni. Eftir leiki helgarinnar hafa
þessi lifl náfl fimm stiga forskoti á
næstu lifl og virflast satt að segja gæða-
flokki hetri en hin lifl deildarinnar.
Bæfli I.iverpool og United áttu erfifia
andstæflinga uni helgina, en ruddu
þeim næsta auflveldlega úr vegi.
I.ivcrpool fékk Crystal Palace í
hcimsókn á Anfield og aldrei var
nokkur vafi á hvort lifiifl var stcrkara.
Jolin Burridge hélt Palace á floti lengi
vel framan af leiknum mefl frábærri
markvörziu en á 44. mínútu átti hann
ekkert svar vifl skalla Jimmy Case.
Pella mark kom á mjög góflum (íma
fyrir l.iverpooi og strax i upphafi síðari
hálfleiksins gerfli Kenny Dulglish út um
allar vonir Palace er hann skorafli
unnafl mark l.iverpool. Yfirburflir
I.iverpool jukust jafnt og þétt og þafl
kom einna helzt á óvart afl þriflja
markifl skyldi ekki líta dagsins Ijós fyrr
en á 65. mínútu. Þá skorufli Terry
McDermolt fallegt mark eflir afl
sóknarmenn Liverpool höfðu teygl
vörn Palace sundur og saman. ,,Þeir
hljóla afl hafa verifl orflnir rangeygflir
varnarmenn Palace,” sagði frétta-
maflur BBC á staflnum. I.ftir þriflja
ntarkifl hægflu leikmenn Liverpool
ferflina mjög og létu mörkin þrjú
nægja. Palace tókst aldrei afl ógna
verulega upp vifl markifl og öruggur
sigur var í höfn. Þetta var 39. heima-
leikur Liverpool i röð í deildakeppninni
án taps! Þrátl fyrir þennan gófla sigur
lókst Liverpool ekki afl hrista
Manchesler Uniled af sér.
McQueen skoraði
Uniled tók sér ferð á hendur lil
Coventry og lék þar við heimamenn á
Highfield Road. Covenlry hefur verið
afar erfitt heim að sækja það sem af er
keppnistímabilinu og hafði fyrir
þennan leik aðeins tapað einum leik í
deildinni á heimavelli. Joe Jordan
komst snemma í leiknum í gegnum
vörn Coventry en skaut beint í fang Les
Sealey. Coventry var sterkari aðilinn í
fyrri hálfleiknum, en komst litt áleiðis
gegn sterkri vörn United þar sem
Gordon McQueen lék með að nýju eftir
að hafa misst úr 6 leiki. Kevin Moran
var færður i stöðu bakvarðar og Ashley
Grimes settur út úrliðinu.
Það var síðan enginn annar en
McQueen sem kom United á sigur-
braut á 60. mínútu. Jimmy Nicholl lék
þá upp kantinn og gaf vel fyrir markið.
Þar var McQueen réttur maður á
réllum stað og skoraði með hörkuskoti
með vinstri fæti. Tíu mínútum siðar
stakk Steve Coppell varnarmenn
Coventry af og gaf fyrir markið. Lou
Macari — minnstur allra á vellinum —
kastaði sér glæsilega fram og skoraði
með gullfallegum skalla, 2—0. Fimm
minútum eftir þetta mark tókst Mick
Ferguson að minnka muninn, en sigur
Unilcd var aldrei í hættu þær fimm
mínútur sem eftir voru af leiknum.
Þetta var aðeins þriðji útisigur United
i deildinni á þessu keppnistímabili en sá
allra mikilvægasti.
1. deild
Bolton — Ipswich 0—1
Brighton — Stoke 0—0
Coventry— Manch. Utd. 1—2
1 eeds — Wolves 3—0
1 iverpool — Crystal Pal. 3—0
Manch. C'ily— Derby 3—0
Norwich — Bristol C 2—0
Nottm. For. — Middlesbro. frestað
Southampton — Everton 1—0
Tottenham — Aston Villa 1—2
WBA — Arsenal 2—2
2. dcild
Birntingham — Burnley 2—0
Bristol R. —Oldham 2—0
Cambridgc — Fulham 4—0
Cardiff — Preston 0—2
Charlton — Leicester 2—0
Chelsea — Swansea 3—0
Newcasatle — QPR 4—2
Orient — Notts Counly 1—0
Shrewsbury — Wesl Ham 3—0
Watford — Sunderland 1 — 1
Wrexham — Luton 3—1
Enski bikarinn
— 2. umferð
Bury — York
Carlisle — Sheff Wed.
Colchester — Borunemouth
Croydon — Millwall
Doncaster — Mansfield
Darlington — Bradford C
Grimsby — Sheff. Utd.
Hereford — Aldershot
Reading — Barking
Rotherham — Altrincham
Southend — Harlow
Tranmere — Rochdale
Walsall — Halifax
Yeovil — Slough
Blackburn — Stafford R.
Chesham — Merthyr Tydfil
Chester — Barnsley
Northwich Victoria — Wigan
Torquay — Swindon
Wimbledon — Portsmouth
3. deild
Brentford — Oxford
4. deild
Newport — Scunthorpe
Fjör á Hawthorns
Það var harður atgangur í fyrri hálf-
leiknum á milli West Bromwich Albion
og \rsenal, er liðin mættust á The
li ■> ihorns i West Bromwich-úlborg
Bnh.ingham — á laugardag. Albion
\ar belri aðilinn framan af og sóknar-
lotur liðsins voru hættulegri. Bryan
Robson átti hörkuskot í stöng snemma
í leiknum en bætti það upp er hann
skoraöi fyrsta mark leiksins á 30.
mínútu. Sex minútum síðar óð John
Devine, hægri bakvörður Arsenal, upp
kantinn og gaf fyrir markið. Þar var
hinn bakvörður liðsins, Sammy
Nelson, kominn og skoraði jöfnunar-
mark Arsenal. Nelson lék nú aftur mfð
eftir nokkurt hlé. Willie Young var
settur út úr liðinu eftir afleitan leik
gegn Swindon i vikunni. Walford var
nú miðvörður með O’Leary og var allt
annað að sjá vömina í þessum leik. En
hún gerði saml sinar vitleysur og á 38.
mínútu komst Albion aftur yfir er John,
Trewick skoraði. Áhandendur WBA
voru enn að fagna þessu marki er
Frank Stapleton skoraði jöfnunarmark
Arsenal með skalla eftir að hafa fengið
sendingu á fjærstöngina. Fjögur mörk
á 10 min. kafla! Staðan var óbreylt í
hálfleik og síðari hálfleikurinn reyndist
eins daufur og sá fyrri var spennandi.
Lítil tilþrif utan hvað minnstu munaði
að Graham Rix mölvaði þverslána hjá
Albion með miklum þrumufleyg um
miðjan síðari hálfleikinn. Leiknum
lauk því án þess að fleiri mörk væru
gerð, 2—2. Arsenal náði þriðja sætinu
af Crystal Palace við jafnteflið en fimm
stig eru enn í toppliðin Með góðri rispu
um hátiðarnar gæti Arsenal náð að
minnka muninn en vart er við þvi að
búast að toppliðin lini tökin á efstu
sætunum.
Óvæntur sigur Villa
Hinir ungu leikmenn Aston Villa
hafa komið mjög á óvart undanfarnar
vikur og aðeins tapað einum leik i
langan tíma — gegn Liverpool um fyrri
helgi. Á laugardag sóttu þeir Totten-
ham heim á White Hart Lane og höfðu
á brotl með sér bæði stigin. Villa átti
tnöguleika á að komast í 2 eða jafnvel
3—0 í byrjun leiks en framherjar liðsins
virtust ekki á skotskónum. T.d. datt
David Geddis i dauðafæri með gapandi
markið fyrir framan sig. Tottenham
virtist vera að koma inn í leikinn þegar
Villa náði skyndisókn. David Shaw
brunaði upp vinstri kantinn og gaf fyrir
markið. Þar var David Geddis kominn
og skoraði fyrra mark Villa. Þrátt fyrir
að þrjá fastamenn Villa vantaði —
voru allir í leikbanni — var ekki að sjá
að það háði liðinu nokkuð.
Á 56. mínútu lék Brian Little laglega
í gegnum vörn Tottenham og var
kominn i dauðafæri þegar Barry
Daines markvörður sá þann kost
vænstan að fella hann. Úr vitaspyrn-
unni sem dæmd var skoraöi Gordon
Cowans örugglega. Nú voru góð ráð
Osvaldo Ardiles hefur reynzt Tottenham vel frá þvi hann var keyptur til félagsins
ásamt félaga sinum, Ricardo Villa, i fyrrahaust. Hann skoraði sitt fyrsta mark á
þessu keppnistímabili gegn Aston Villa á laugardag en ekki dugði það til sigurs.
dýr fyrir Tottenham. Ardiles var
færður framar á vellinum og það hafði
góð áhrif. Á 67. minútu skoraði hann
fyrir Tottenham — hans fyrsta mark í
vetur — og Iokakaflann sótti
Tottenham látlausl. Villa varðist vel og
gaf ekki oft höggstað á sér og hélt þvi
heim með tvö dýrmæt stig. Tottenham
sat hins vegar eftir með sárt ennið og
hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í
röð.
Aðrir ieikir
Phil Boýer — hver annar? — skoraði
sigurmark Southampton gegn Everton.
Þetta var 15. deildantark Boyer í vetur
og hann hefur skorað þau öll á heima-
velli. Leikmenn West Ham virðast gera
það gott alls staðar nema á Upton
Park. Norwich virðist þrífast vel á upp-
gjafastjörnum frá West Ham og tveir
slikir skoruðu mörk liðsins gegn Bristol
City. Fyrra markið gerði Alan Taylor
— Wembley-hetjan frá 1975 — og hið
siðara Keith Robson. Auk þessara leik-
manna eru þeir Billy Jennings hjá
Orient og ,,pop” Robson hjá Sunder-
land iðnir við kolann en þeir léku báðir
með West Ham áður. i Norwich
vantaði bæði Kevin Reeves og Justin
Fashanou, sem eru báðir meiddir.
Terry Connor hefur reynzt Leeds
betri en enginn i undanförnum leikjum.
Hann kom þeim á bragðið gegn
Úlfunum og þeir Arthur Graham og
Gary Hamson bættu við mörkum áður
en yfir lauk. Leeds virðist nú loks vera
að ná sér á strik eftir brösuga byrjun.
Mick Robinson skoraði fyrir
Manchester City strax á 3. minútu og
eftirleikurinn var auðveldur. Tony
Henry bætti öðru marki við og það
þriðja var sjálfsmark David Webb, sem
enn er í fullu fjöri.
Ekkert virðist geta bjargað Bolton
frá falli og liðið tapaði nú enn eina
ferðina. Það var Alan Brazil sem
skoraði mark Ipswich. Þetta var þó
aðeins annað heimatap Bolton í vetur.
Brighton og Stoke skildu jöfn án
marka á Goldstone Ground og útlitið
er orðið nokkuð dökkt hjá Brighton.
Þá hefur Bristol City smám saman
verið að dragast inn í botnbaráttuna og
gæti auðveldlega fallið i vor ef ekki
verður breyting á leik liðsins.
IMewcastle vann
toppuppgjörið
Aðalleikur 2. deildarinn var á St.
James’s Park í Newcastle þar sem
QPR, sem var án stjóra síns, Tommy
Docherty, kom í heimsókn. Alan
Shoulder kom heimamönnum yfir á
15. mínútu og franti þessa snaggaralega
útherja hefur verið skjótur. Hann lék
fyrir ári síðan með áhugamannaliðinu
Blyth Spartans, en komst fljótlega i
aðallið Newcastle og hefur verið aðal-
markaskorari liðsins siðan. Nú, Ray
Goddard jafnaði metin fyrir QPR á 27.
minútu og á 39. min. kom Glenn
Roeder Lundúnaliðinu yfir. Þannig
stóð i hálfleik.
Peter Withe jafnaði fyrir Newcastle
með þrumuskalla á 54. mín. og Tommy
Cassidy færði heimaliðinu forystuna á
80. mín. en hann hafði rétt áður átt
skot i þverslá. Clive Allen virtist siðan
skora fullkomlega löglegt mark fyrir
QPR á 84. minútu, en það var dæmt af
vegna rangstöðu. Við það brotnaði
liðið endanlega niður og Peter Withe
skoraði 4. mark Newcastle mínútu fyrir
leikslok.
Toppliðunum i 2. deildinni gekk
ekki allt of vel á laugardag og auk
QPR máttu Leicester og Luton þola
tap. Chelsea hélt þó sínu striki og vann
Swansea fyrirhafnarlitið. John
Bumstead opnaði markareikninginn og
þeir Tomrny Langley og Johnson bættu
við mörkum.
Birmingham sigraði Búrnley örugg-
lega og það var enginn annar en Frank
Worthington sem skoraði bæði
mörkin. Hann komst ekki i lið hjá
Bolton og var því seldur til Birming-
ham. Um það leyti lýsti hann því yfir
að hann væri enn bezti miðherjinn i
Englandi og virðist þegar vera farinn
að gera allt sem í hans valdi stendur til
að sanna það.
Leicester tókst ekki að skora mark i
leiknum gegn Charlton og er það í
fyrsta sinn í vetur sem það gerist hjá
liðinu. Hafði skorað i öllum deilda-
leikjum sínum til þessa. Derek Hales
skoraði fyrra mark Charlton en hann
varð 28 ára á laugardag. Stewart
Barrowclough skoraði bæði mörk
Bristol Rovers gegn Oldham og Alex
Bruce skoraði bæði mörk Preston gegn
Cardiff. West Ham steinlá i
Shrewsbury þrátt fyrir að staðan væri
jöfn í hálfleik. Greinilegt að liðið fer
ekki upp með slíkri frammistöðu.
Luton fékk óvæntan skell i Wrexham.
McNeil, Edwards og Fox skoruðu
mörkin fyrir heimaliðið.
Bikarinn
Í bikarnum kom langmest á óvart að
Altrincham skyldi slá Rotheram út og
það á útivelli. Gamla kempan, Alex
Stepney, sem leikur í marki Altrin-
cham, gerði sér lítið fyrir á laugardag
og varði vitaspyrnu. Þá féllu bæði
Sheffield-liðin út og Grimsby heldur
sigurgöngu sinni áfram. Hætt er þó
við að hún taki enda fljótlega þvi
Grimsby dróst gegn Liverpool á
Anfield í 3. umferð bikarsins. Sex
leikjum varð að fresta vegna bleytu og
verða flestir leiknir
aðstæður leyfa.
I. deild
í vikunni ef
Liverpool 19 11 6 2 42—13 28
Manch. Utd. 20 1 1 6 3 30—14 28
Arsenal 20 7 9 4 25—15 23
Crystal Pal. 20 7 9 4 24—19 23
Norwich 20 8 6 6 31—27 22
Wolves 19 9 4 6 25—25 22
Southampton 20 9 3 8 33—28 21
Aston Villa 19 6 9 4 20—19 21
Tottenham 20 8 5 7 27—31 21
Nottm. For. 19 8 4 7 28—24 20
Coventry 20 9 2 9 33—35 20
Leeds Utd. 20 6 8 6 22—25 20
Middlesbro 19 7 5 7 16—16 19
Manch. City 20 8 3 9 21—29 19
WBA 20 5 8 7 28—26 18
Everton 20 5 8 7 25—26 18
Ipswich 20 8 2 10 22—26 18
Stoke 20 6 6 8 25—30 18
Bristol City 20 5 7 8 18—24 17
Derby 20 6 3 II 19—28 15
Brighton 19 4 5 10 19—32 13
Bolton 20 1 8 11 14—33 10
2. deild
Newcastle 20 11 6 3 30-18 28
Chelsea 20 13 1 6 34—21 27
Luton 20 9 7 4 34—22 25
Leicester 20 9 7 4 35—26 25
Birmjngham 20 10 5 5 27—20 25
QPR 20 10 4 6 39—23 24
Sunderland 20 9 4 7 29—24 22
Wrexham 20 10 2 8 25—24 22
West Ham 20 10 2 8 22—21 22
Preston 20 5 11 4 26—23 21
Swansea 20 8 4 8 22—26 20
Orient 20 6 8 6 25—30 20
Notts. County 20 7 5 8 28—25 19
Cardiff 20 7 4 9 19—27 18
Cambridge 20 5 7 8 26—27 17
Oldham 20 5 6 9 18—23 16
Watford 20 5 6 9 16—23 16
Charlton 20 5 6 9 21—34 16
Shrewsbury 20 6 3 11 25—28 15
Bristol R. 20 5 5 10 27—33 15
Fulham 20 6 3 II 23-38 15
Burnley 20 2 8 10 21—36 12 -SSv.