Dagblaðið - 17.12.1979, Síða 40
40
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
Baldvin
Veitvel
er
á Daggblaðinu
BALDV/N VE/TVELL F/£R S/NA EUS/N StOU
7 V/RTASTA OCr STÆRSTA QLAÐ/ LANDS/NS,
DAGG8LAÐ/NU. SÍOAN HEtTlR "HEO
A.L\ZAf*lPrf~rlJLJ AuniJáJl
Ólafur Olafsson th. og Benedikt Kristjánsson, einn aðstandenda Þremils,
með Þremilinn. DB-mynd: Hörður
Ungmennafélagið Þjóðbjörg gefur út
blaðið Þremil:
„ Tökum upp þráð
Hriflu-Jónasar”
— segir Ólafur Ölafsson ritstjóri
BRAGI
SIGURÐSSON
Dagblaðið — eða Daggblað-
ið — leikur stórt hlutverk í ný-
útkominni teiknimyndasögu
frá Erni og Örlygi um fótbolta-
félagið Fal á heimavelli. Bók
þessi er eftir tvo Belga, Joon og
Toop.
Þar bregða þeir skoplegu
Ijósi á stjörnudýrkun íþrótta
unnenda, auglýsingaskrum
félaga, íþróttaandann marg-
frœga og sitthvað fleira. Þar
segir einnig frá blaðamannin-
um Baldvin Veitvel sem „fær
sína eigin síðu i virtasta og
stærsta blaði /andsins, Dag-
„Ég er óráðinn i því hvað ég lek
mér fyrir hendur núna að loknu
siúdentsprófi. Sennilega fæ ég belri
líma lil að einbeita mér að skákinni,”
sagði Jón I . Árnason, fyrrum heims-
meisiari sveina i skák í samtali við
DB en hann lýkur stúdenisprófi frá
Mennlaskólanum i Hamrahlið núna
um áramótin.
„Nei, ég held ég fari ekki i lög-
fræðina,” sagði Jón, aðspurður um
hvorl hann mundi ekki feta i fótspor
stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar
og Guðmundar Sigurjónssonar en
þcir eru sent kunnugt er báðir lög-
l'ræðingar. „I.ögfræðin er orðin svo
erfiðeftir þvísemég hefheyrt aðhún
er ekki heppileg nteð skákinni,”
sagði Jón.
blaðinu, ” eins og segr í bók-
inni.
Bækur þessar hafa notið
mikilla vinsœlda í Evrópu á
undanförnum mánuðum.
í nœstu bók, sem kemur út
að ári, koma þeir Falsarar við á
íslandi á leið sinni til
Argentínu og í þriðju bókinni
heimsœkja þeir ísland gagn-
gert til að keppa við KR — og
þá fer að hitna í kolunum í
vesturbænum.
Ólafur Garðarsson verzl-
unarskólanemi þýddi bókina
úrþýzku.
Um áramótin tekur Jón þátt í
sterku alþjóðlegu skákmóti i Prag
ásamt Margeiri Péturssyni félaga
sinum úr Menntaskólanum í Hamra-
hlið. Báðir eru þeir Jón og Margeir
alþjóðlegir meistarar og þeir skipuðu
tvö fyrstu borðin i sveit MH sem
sigraði með miklum yfirburðum á
Norðurlandamóti framhaldsskóla
fyrir skömmu. Margeir varð stúdenl
sl. vor og hefur hann nú hafið nám i
lagadeild HÍ ákveðinn i að feta í fót-
spor þeirra Friðriks og Guðmundar.
Á mótinu i Prag verða meðal kepp-
enda tveir rússneskir landsliðsmenn
en ekki er enn vitað hverjir þeir
verða. Meðal annarra keppenda má
nefna júgósravneska stórmeistarann
Cilic. -GAJ.
„ Við viljum efla fornar dyggðir og
taka upp þráðinn þar sem hann féll
niður með Jónasi frá Hriflu,” sagði
Ólafur Ólafsson ritstjóri Þremils,
málgagns Ungmennafélagsins Þjóð-
bjargar í Reykjavík.
Þjóðbjörg varð formlega til í haust
og starfar á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. ,,Við viljum byggja upp okkar
starfsemi og ná til ungs fólks með
umræðu um hagsmunamál okkar.
Við höfum ekki sótt um aðild að
Ungmennafélagi Íslands en þeir hjá
UMFI eru jákvæðir i okkar garð,”
sagði Ólafur.
Þremillinn hans Ólafs er efnis-
niikið og vel unnið blað enda helur
rilstjórinn sjóazt L skólablaða-
mennsku i Menntaskólanunt i
Hamrahlíð. Meðal efnis í Þremli er
grein um sprengjutilræðið i Hvalfirði
i auglýsingaflóði þvi sem komið
hefur frá bókaútgefendum síðustu
vikur hafa vakið athygli auglýsingar
Þorsteins Thorarensens vegna
Fjölva úlgá,funnar en þar hefur
mönnum þótt hann stórorður i garð
annarra útgeferida og auglýsinga-
iðnaðarins.
,,Ég sé hálft i hvóru eftir þessari
stóryfirlýsingu sem ég var með í
Morgunblaðinu á dögunum,” sagði
Þorsteinn þegar DB hafði samband
við hann, „þótt ég geti staðið við
margt það sem ég sagði þar. Ég er
hræddur um að allt þetta skrum i
kringum bækur eigi hreinlega eftir að
fæla fólk frá þeim á næstu árum og
ég held að auglýsingastofurnar ættu
að fara að athuga sinn gang. En
þegar ég sendi þettla frá mér virtist
útlitið anzi svart og auk þess var ég
og rof stiflunnar í Laxá, „Þremill
mánaðarins” er Hannes Gissurarson.
Langt viðtal er við Hannes. Og
Þremill (orðið þýðir fjandi, ári,
pauri, skolli) skrifar um dyraverðina
á Hólel Borg, kvikmyndun á
íslenzkri rokkóperu og kynni Péturs
Hoffmanns af amerískum hermönn-
um og siglfirzkum lögregluforingja.
„Við ætlum að gefa út 8 blöð á ári,
það er stefnan,” sagði ritstjórinn
ákveðinn. „Við bjóðum ungu fólki
nýjan valkost i lesefni. Blaðið er til
sölu í sjoppum um land allt.”
Ólafur gat þess að lokum að Þjóð-
björg þyrfti að greiða söluskatt til
ríkisins af Þremli. „Fjölmörg hlið-
slæð blöð eru söluskattslaus. Við
vinnunt þetla alll í sjálfboðavinnu
og finnst blóðugl að borga af þessu
skall." -ARH.
og ég held að bækurnar ntinar spjari
sig.”
DB spurði Þorstein úl i hina glæsi-
legu nútima listasögu hans sent var að
koma á markað. „Ég ákvað að þýða
þessa bók sem á frummálinu nefnist
Arl Now og er eftir Edward Lucie-
Smith vegna þess að mér fannst hún
gefa bezta niynd af myndlist
nútimans af öllum þeim bókuni sem
ég hef skoðað. Hún er tæpar 500
siður og það tók mig eina tiu mánuði
að Ijúka við hana. Fyrsl gerði ég
fruntþýðingu eins og alltaf og full-
vann svo verkið i þriggja mánaða
skorpu. Ég lagði allt í sölurnar fyrir
þessa bók og hélt á timabili að ég
ntundi fara á hausinn nteð henni, en
hún er strax farin að seljast þótl dýr
sé (kr. 28.000) og ég get andað
léltara. Ég er kominn i örugga höfn.
En ég ætla ekki að auglýsa þá bók, —
Enginn
gluggi
fyrir
Steingrím
Eiður Guðnason alþingismaður fór
til lauga í gær eins og flesta daga
þegar annir banna ekki. Spurðu
menn Eið tiðinda af stjórnar-
myndunarviðræðum. Kvað Eiður
ekkert að frétta. Færðist hann undan
að skýra það frekar, þar til allnærri
vargengið. Þásagði Eiður:
„Það er ekkert að ske. Steingrímur
fór að eins og maður sem ætlar að
mála herbergisgólf og fer inn með
pensil og málningu og læsir að sér.
Síðan byrjar hann að mála við
dyrnar og málar og málar, þangað til
hann er kominn alveg út í horn. Þar
er hann nú, og það er ekki einu sinni
gluggi á herberginu fyrir hann að fara
út um.”
Dauðinn í skel
Séra Rögnvaldur Finnbogason á
Staðastað et vinmargur og vinfastur.
Þegar hann átti fimmtugsafmæli í
hittifyrra fagnaði hann gestum að
höfðingjasið.
Hafði prestur viðað að sér brenni-
vini ómældu. Til hátiðabrigða færðu
vinir hans i Hólminum klerki valdar
hörpudisksskeljar sem hægt var að
drekka úr.
Meðal gesta voru kollegar séra
Rögnvalds, sumir kontnir langt að.
Þegar veitingar voru fram reiddar
eins og til stóð sagði séra Árni Páls-
son í Kársnessókn: „Ég hélt að ég
ætti það ekki eftir að heimsækja séra
f Rögnvald Finnbogason, vin minn og
Jskólabróður, og lepja dauðann úr
skel.”
Ekkert guðlast
Blaðamaður á Dagblaðinu átti tal
við Jónas Guðmundsson um helgina.
Að þvi loknu sagði blaðamaðurinn:
„Þú svarar bara út og suður, eins og
nafni þinn segir unt leiðtoga ykkar
framsóknarmanna.”
„Ég veit það,” sagði Jónas, „að
þér var kennt að leggja ekki nafn
guðs við hégónia.”
Það stendur
hjá Finnboga
Finnbogi Rútur Valdimarsson,
fyrruni alþingismaður og banka-
stjóri, varð fyrsti oddviti Kópavogs-
hrepps þegar hann var stofnaður
1948, og siðar bæjarstjóri allt til
ársins 1957. Var Finnbogi á þessum
árum allt í öllu og hafði í mörg horn
að líta við mótun byggðarlagsins.
Þarna fjölgaði fólki ört. Margt var
aðflutt en viðkoma vel í meðallagi.
Átti Ijósmóðirin í önnum og eðlilegu
ónæði oft og tíðum.
Nótt eina hafði órólegur maður
hringt oftar en einu sinni. Kona hans
vænti sín og var komið að því að hún
yrði léttari. Ljósmóðrin réð honum
að fylgjast vel með öllu. Skyldi hann
ekki draga að hringja þegar viss
einkenni sæjust. Þetta var um
hátíðarnar.
Leið ekki á löngu að maðurinn
hringdi enn. Spyr ljósmóðirin hann:
„Er vatnið komið?” „Nei,” svaraði
maðurinn, „en hann Finnbogi lofaði
því i febrúar.”
Sagan spurðist og þótti spaugileg.
Löngu seinna sal Finnbogi Rútur t
Úlvegsbankanum. Eiríkur Ketilsson
stórkaupmaður átti þangað erindi.
Hitti hann Finnboga og spurði hvort
sagan um vatnið væri sönn.
Bankastjórinn setti nokkuð i herð-
arnar en sagði svo: „Rétt með farin
endar hún svona með svari Ijós-
móðurinnar: Hali Finnbogi Rútur
lofað því, þástendur það.”
Þorsteinn Thorarensen og kona hans, Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi
aiþingismaður.
Hér eigast þeir við fólagarnir Margeir og Jón L. r> siðasta Reykjavikur-
skékmóti. Það er hinn heimsþekkti rússneski skékmeistanPolugajevskí
sem fylgist með viðureign þeirra.
„Fœ sennilega meiri
tíma fyrir skákina”
— segir skákmeistarinn Jón L. Árnason
sem lýkur stúdentsprófi frá MHum jólin
og setur nú stefnuna á stórmeistaratitil
— Nú líöur mér betur
Þorsteinn Thorarensen atkvœðamikillá
bókamarkaði