Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 42
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
\
42
r
Harks og Spcncer
gAorgonéoppar
cNáttkjÖlar
I qyáttfót
lAusturstræti
Norma E. Samúelsdóttir.
Nœstsíðasti dagur ársins.
Dagbók húsmóður í Broiöholti.
Mól og menning 1979.156 bls.
Næstsiðasti dagur ársins er fyrsta
bók Normu E. Samúelsdóttur, sem
áður hefur birt eftir sig nokkrar
greinar og þýðingar í blöðunt. í þess-
ari bók hefur henni ekki tekist að losa
sig við greinaformið, sem kannski
hefur heldur alls ekki verið ætlunin.
Það er því villandi þegar bókin er á
kápusíðu kölluð skáldsaga. Slikt
tegundarheiti getur beinlinis skemmt
fyrir bókinni, þar sem það leiðir les-
endur til að lesa hana á röngum for-
sendum.
Eins og undirtitillinn bendir til er
bókin fyrst og frcmst dagbók, og það
ósköp venjuleg dagbók ungrar hús-
ntóður, sem af fullri einlægni reynir
að festa reynslu sina og hugleiðingar
á blað. Ef til vill til að öðlasl betri
yfirsýn yfir líf sitt, ef til vill í leit að.
samstöðu.
Tímabært
efni
Dagbókin spannar yl'ir citt ár í lil'i
Betu (Norntu?) sem býr i einu al'.
svefnhverfum höfuðborgarinnar, er
þriggja barna móðir og á mann sent
vinnur vaktavinnu í álverinu í
Straumsvík. Sem sagt afskaplega
tímabært og áhugavert efni. Beta
þjáist af innilokunarkennd, og i raun
er einangrun hennar tvöföld. Hún er
allan daginn bundin yfir börnum og
heimilisstörfum, og hún býr i firrtu
umhverfi þar sem samskipti fólks
virðast vera í lágmarki. Þar að auki
Bók
menntir
Ekkert
einkalrf
Það eru margir afskaplega góðir
og áhrifamiklir kaflar i bókinni, t.d.
sá þar sem Beta lýsir örvæntingu
sinni yfir því að fá aldrei að vera i
friði: í bréfi til mannsins sins: „— ég
á ekkert, EKKERT einkalíf! (Þótt ég
sé ekki búin aðskrifa mikið núna, þá
hef ég þrisvar þurft að svara
er hún heilsulaus, þjáist af mígreni og
vöðvabólgu, sem háir henni mjög i
baráttunni við að finna lausn á
vandamálum sínum. Hún bjargar sér
úl úr cinangruninni með þvi að
skrifa. Sundurlausar hugsanir eða
frásgnir af hinum og þessunt at-
burðunt, stundunt allt i belg og biðu,
en stundunt af nteira öryggi.
einhverju kalli; ein að greiða þvotta-
húsgjald, Jónsi að kalla og svo
síntinn, skakkt númer!) Er ég þá
nokkurn tínta hamingjusönt? Ég veil
það ekki! Auðvitað er ég stolt yl'ir
öllum þessum þrem börnunt, en þau
taka líka allt frá ntér, allan ntinn lífs-
kraft — ég hef áhyggjur af þeint, ég
sinni þeim, ef ég er ekki nteð þeim þá
er ég nteð þér, þægilegt en jafnframt
nokkuð innanlóml lil.alla vega finnst
mér eins og ég sé bara 'vkuggi af
sjálfri mér. Mörg löng kvöld,
einmanaleg kvöld, allir morgnarnir
þegar ég þarf að gera söntu innan-
tómu hlutina. Það er ekkert frí frá
þeim. Ég hef aldrei fengið frí frá
heimili og fjölskyldu — ekki nema á
sjúkrahúsi” (100—101). „Alla,
AL.LA daga” er hún að gera það
sama (99) allar stundir „að rápa
innan fjögurra veggja heintilisins”
(102).
Of mörg
spurningamerki
Það er sterka hlið þessarar bókar
hvað hún gefur oft raunsæja mynd af
liðan konu i stöðu Betu, en hún hefur
einnig ntarga alvarlega galla. Hún er
ekki skrifuð á góðu ntáli, og hana
vantar bagalega skilgreiningu á á-
standi og slöðu þeirrar konu sent
verið er að lýsa. Það kentur að visu
greinilega fram að höfundur telur or-
sakirnar þjóðfélagslegs eðlis, og til að
fyrirbyggja allan misskilning vil ég
taka fram að ég er henni alveg
samntála. En orð unt þjóðfélag og
kapitalisma eru einfaldlega of
nterkingarlítil. Málið er ekki að
kúgun kvenna sé þjóðfélaginu að
kenna, heldur hvernig það kúgar,
þ.e.a.s. i hverju kúgunin felst og
hvaða áhrif hún hefur á sálarlíf,
viðbrögð og vitund kvenna. Mér
finnst það billeg lausn i verki eins og
þessu, sent skrifað er nteð útgáfu i
huga, að málununt sé bjargað i horn
nteð klifununt eða þá spumingar- og
upphrópunarmerkjum, sent eru væg-
ast sagt ofnotuð i þessari bók. Ef
undrun höfundar er sú sama og
lesanda, hefur hann þá eitthvað frant
að færa?
Vantar
krufningu
í bókina skorlir sent sagt að minu
mati nægilega greiningu á vanda-
málum Betu, viðfangsefnið er ekki
hugsað til botsn. Unt ntuninn á sér og
móður sinni segir Beta t.a.m.: ,,Hún
virtist aldrei missa taumhald á skapi
sinu. Skrílið! Stórfurðulegt!” (65).
Já, samsinnir lesandi, en i hverju
liggur það? Um það gefur bókin enga
vísbendingu. Annað dænti og verra
er þegar Beta vill taka undir kröfur
Rauðsokka unt frjálsar fóstureyðing-
ar, en segir svo: „Mín reynsla af þvi
að hafa aðstöðu til að fá fóstur-
cyðingu var sú að ég gat ekki, engan
veginn látið eyða fóstrinu” (126).
Siðan ekki söguna nteir. Af hverju
gat hún ekki? Hætt er við að slik
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Norma K. Samúelsdóttir.
röksemdafærsla snúist i höndunum á
þeim sem hana viðhefur, og vcrði rök
gegn fóstureyðingum i stuð þess að
vera stuðningur við þær.
Málið
Næstsiðasti dagur ársins er
skrifað á tilgerðarlausu máli, án
nokkurra tilrauna til skáldlegra
tilþrifa, og að þvi leyti er það ekta, en
það er ekki nógu gott. Það eru
óeðlileg skipti milli nútiðar og þá-
tiðar i einni og söniu frásögninni,
málleysur vaða uppi, t.a.m. er talað
um „krepplar greipar” (88) og sumar
ntálsgreinar eru svo klúðurslegar að
þær verða gjörsamlega óskiljanlegar.
T.d. þessi: „Þegar ég var búin að
fæða mitt barn og var alsæl og
ánægð, fór í fótsnyrtingu og andlits-
snyrtingu, sem var til staðar fyrir
peninga sem pabbi gaf ntér, og ein
mjög ung ntóðir spurði mig einn
daginn af hverju ég væri alltaf
brosandi?” (127). Uppbyggingin er
ekki alveg nógu traust, a.nt.k. truflar
það ntig þegar talað er um rauð og
gul haustlauf i dcsember (sbr. bls.
145).
Hlutur
forlagsins
Mikið af þessu finnst mér hljóti
að mega skrifa á reikning forlagsins.
Það hefði ált að lesa handritið vand-
lega yfir og benda höfundi á þessar
villur sent flestar mætti auðveldlega
laga. Þetta er kannski aldrei gert. En
það er ntikið i húfi að leiðbeina
höfundunt, sem eru að byrja að
skrifa og hafa jafnótvíræða
hæfileika og Nornta Samúelsdóttir.
Henni og öðrum ntyndi ég vilja
benda á ritgerð Þórbergs Þórðar-
sonar, Einum kennt — öðrum bent,
sem skrifuð var til leiðbeiningar
óreyndum höfundi fyrir fjölda ára
en heldur enn sinu gildi.
Ylri frágangur bókarinnar er i alla
staði mjög góður. Prentvillur eru
varla til og kápuntynd Messíönu
Tómasdóttur er Irábær. Hún sýnir
konu i glugga sem lygnir augunt (eða
cru það brjóst?) bak við rimla og
tjöld. Það er sjaldan sent kápumynd
hæfir eins vel þvi ef'ni sem bók
geymir.
Innan fjögurra veggja