Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 48
GLÆFRAFLOTTl A
STOUNNIBIFREK)
— Bifreiðin króuð af í Kópavogi eftir þjófnað í Grindavík og glæfraakstur
til Keflavíkur og Kópavogs
Æsilegum eltingaleik lögreglunnar
í Keflavík við þjófa á bíl lauk ekki
fyrr en i Kópavogi í fyrrinótt. Þrír
ungir menn höfðu stolið ameriskum
fólksbíl úr Kópavogi og héldu til
Grindavíkur. Þar brutust þeir inn í
verzlunina Báruna og stálu þaðan
varningi, hljómflutningstækjum og
fatnaði að verðmæti um ein milljón
króna.
Tengdafaðir eiganda verzlunarinn-
ar varð var við innbrotið og gerði eig-
andanum viðvart og fór jafnframt út
og náði að handsama einn piltinn.
Hann var þó ódæll og bað félaga sína
að drepa eða rota manninn með bar-
efli. Þeir fundu þó ekkert slíkt og þá
bað hann þá að nota skóna til verkn-
aðarins. Ekki varð þó af þvi þar sem
nú bar eigandann að. Mennirnir
komust þó undan á bílnum.
Þeir stefndu til Reykjavíkur, en á
vegamótum Keflavíkurvegar og
Grindavíkurvegar snerist bíllinn heil-
an hring og vísaði til Keflavíkur
þegar hann stöðvaðist. Því óku þeir
sem ákafast þangað. Þar tók Kefla-
víkurlögreglan á móti þeim og gaf
þeim stöðvunarmerki. Piltarnir
sinntu því engu og gáfu í til höfuð-
borgarinnar. Hafnarfjarðarlögreglan
var nú komin í spilið og setti upp
þrjár hindranir fyrir strokubílinn.
Lögreglubílum var lagt fyrir braut-
ina, en lögreglumennirnir forðuðu
bílunum er piltarnir sinntu engum
stöðvunartilraunum og óku sem
ákafast.
Bíll þeirra lenti þó að lokum i lok-
aðri götu í Kópavogi og þar stöðvaði
Keflavíkurlögreglan þá með því að
keyra á bíl þeirra. Tveir piltanna
hlupu út í náttmyrkrið en einn sat
eftir í bílnum stjarfur af hræðslu eftir
aksturinn. Ökumaðurinn náðist þó
fljótlega. Þykir mesta mildi að pilt-
arnir skyldu ekki verða sjálfum sér
eða öðrum til tjóns því glerhálka var
á Keflavíkurveginum.
- JH
Þá eru þeir iirugglega komnir, hkwadir kurlarnir. Jóiasveinarnir skemmtu mönnum á Austurvelh i gœrþegar Ijósm voru tendruö á jólatrénu frá Osló. Hcetter viðaðþau
börn sem enn hafa ekki sett sk óna úi i glugga verði að gera það hið bráðasta til þess að missa ekki af þeim félögunum. Nánar er greintfrá jólasveinunum og jólatrjánum á
bls. II íDBídag. *
frfálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 17. DES. 1979.
Háskólamenn:
Krefjast
9% kaup-
hækkunar
strax
— þung áherzla á
prósenturegluna
í verðbótum
Bandalag háskólamenntaðra manna
fer frani á mun minni kauphækkun en
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja.
DB hefur frétt, að háskólamenn,
BHM, krefjist 9 prósent kauphækkun-
ar nú þegar og síðan tvisvar 5% i
tveimur áföngum á næsta tveggja ára
tímabili.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
hefur á hinn bóginn sett fram kröfur
um frá rúmum 17 prósentum i allt að
39 prósent kauphækkun fyrir sitt fólk.
Bandalag háskólamanna leggur eins
og Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja þunga áherzlu á að prósenturegl-
unni verði haldið í verðbótum, „verð-
bólgan verði ekki notuð til að jafna
kaupið,” eins og þeir segja. Eins og
fram hefur komið vilja margir í Al-
þýðusambandinu, að prósentureglan
gildi ekki í verðbótum heldur verði
verðbæturnar jöfn krónutala, hvort
sem laun eru há eða Iág. Deilur um
þetta ollu því, að fresta varð síðustu
kjaramálaráðstefnu ASÍ fram yfir ára-
mót.
Launamálaráð Bandalags háskóla-
manna gekk frá launaliðunum í kröfu-
gerðinni i fyrradag. Stjórn bandalags-
ins kemur saman í dag til að fara
endanlega yfir kröfurnar. - HH
Nefndakjör á Alþingi:
Ekkert
samkomulag
Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
höfðu enn í morgun ekki komið sér
saman um að standa saman í nefnda-
kjöri á Alþingi, sem er á dagskrá í dag.
í sjö manna nefndum gæti sam-
eiginlegt framboð „vinstri” flokkanna
hindrað að sjálfstæðismenn fengju þrjá
fulltrúa. Framsóknarmenn hafa boðið
Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki
samstarf, þannig að A-flokkarnir
skiptu á milli sín nefndarmönnum sem
mundu vinnast af sjálfstæðismönnum í
slíku bandalagi. -HH.
Keflavík:
Maður hætt kom-
inn er hann stakk
höfðinu í gegnum
brotna rúðu
Maður nokkur i Keflavík var hætt
kominn á laugardagskvöld. Maðurinn
var undir áhrifum áfengis og hugsðist
fara í heimsókn í hús. Hann braut
rúðu í hurð á húsinu og stakk höfðinu
í gegn um brotna rúðuna. Við það
skarst í sundur slagæð á hálsi mannsins
og spýttist blóðið úr slagæðinni.
Manninum var komið hið bráðasta
undir læknishendi og var hann í aðgerð
í 4—5 tíma um nóttina þar sem tókst að
bjarga lífi hans. _m
Vmnuslys
í Kópavogi:
Ungur maður beið bana er
Tuttugu og tveggja ára gamall
maður, Gísli Dan Daníelsson, lézt í
vinnuslysi i Kópavogi á laugardag.
Slysið var um kl. 17.30 er verið var
að vinna við að reisa nýja spennistöð
r
fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur við
nýja götu, Túnbrekku.er liggur frá
Nýbýlavegi niður í Fossvogsdal. Búið
var að ganga frá sökklum spenni-
stöðvarinnar ogsteypa hálfa plötuna.
Er slysið varð var verið að koma fyrir
einingarveggjum þeim megin i hús-
inu, sem ekki var búið að steypa gólf-
plötuna,.en einingunum komið fyrir
á sökkulvéggjunum.
Búið var að reisa annan gaflvegg-
inn og verið með einingu á húshlið er
að reista gaflinum gekk. Féll þá gafl-
inn inn í grunninn og varð Gisli heit-
inn fyrir veggnum og lézt af höfuð-
höggi svo til samstundis.
- A.St.
Úttekt Þjóðhagsstofnunar á tillögum Framsóknar:
Verðhólgan í 30% í apríl 1981
— kaupmáttur minni 1980 en í ár
— Alþýðuflokkurinn tekur undir tillögur Framsóknar
Með tillþgum framsóknarmanna
getur verðbólguhraðinn komizt niður
; 30% í apríl 1981 eða þremur
mámíðum seinna en framsóknar-
rnenn stefndu að. Þetta kemur fram í
úttekt Þjóiðhagsstofnunar á
tillögunum, sem lögð var fram á
viðræðufundinúm um stjórnar-
myndun í gær.
Verðbólguhraðinn gæti sam-
kvæmt tillögunum orðið 37—38
prósent í lok næsta árs. Verði ekki að
gert, er talið, að hraði verðbólgunnar
verði um 60% í lok næsta árs.
í tillögunum felst, að mati
Þjóðhagsstofnunar, að kaupmáttur
launa verði á næsta ári svipaður og
hann var síðustu mánuði yfirstand-
andi árs. Það mun vera 3—4% minni
kaupmáttur en var að meðaltali í ár.
Þetta þýðir að fólk tekur á sig
olíuhækkunina í rýrnandi kjörum.
Á fundinum í gær var þetta rætt,
svo og lánsfjáráætlun. Samkvæmt
henni eiga erlendar lántökur að verða
um 85 milljarðar á næsta ári. Fram-
sóknarmenn lögðu í gær til, að þessar
lántökur yrðu minnkaðar um 10—15
milljarða, með niðurskurði og
innlendum sparnaði.
Alþýðuflokkurinn hefur í aðalat-
riðum tekið undir tillögur Fram-
sóknar um efnahagsmálin.
Alþýðuflokksmenn hafa enn ekki
borið fram eigin tillögur í
viðræðunum, en þeirra er að vænta
fljótlega.
Alþýðubandalagið hefur lagt fram
sínar tillögur. Fundurinn í gær stóð í
um þrjár stundir. Næsti fundir
verður í kvöld klukkan níu og er að
vænta frekari svara hinna við tillögu-
gerð Framsóknar.
-HH.