Dagblaðið - 19.12.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
Hattur og Fattur bálreiðir:
Engar myndir af okkur í
karamellusamkeppnina
Herra ritstjóri!
Við undirritaðir, Árni Biandon og
Gisli Rúnar Jónsson, er léðum þeim
Hatti og Fatti raddir okkar á sam-
nefndri hljómplötm vildum gjarnan
fá að vekja athygli á eftirfarandi í
blaði yðar:
Auglýsingaherferð sú, sem hafin
er á vegum hljómplötuútgáfunnar
Steina h/f, vegna hljómplötunnar um
Hatt og Fatt og hefur með að gera
„karamellusamkeppni” og annað i
þeim dúr, er okkur algjörlega
óviðkomandi. Okkar framlag til
áðurnefndrar hljómplötu var, eins og
áður segir, einungis að Ijá þeim Hatti
og Fatti raddir okkar við ágeet lög og
Ijóð Ólafs Hauks Símonarsonar og
var gerður skriflegur samningur þar
að lútandi. „Karamellusamkeppni
þessi var sett á laggirnar án okkar
vitundar og samþykkis, auk þess sem
myndbirting með auglýsingunni er
brot á samningi útgáfufyrirtækisins
við okkur.
Auk þess lýsum við okkur and-
víga hvers konar auglýsingaskrumi af
þessu tagi!
Með vinsemd,
Árni Blandon,
Gisli Rúnar Jónsson.
„Ég er gull og gersemi”
— orðsending til Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi forsætisráðherra
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Það er athyglisvert að fyrrverandi
forsætisráðherra er orðinn svo
montinn, að eftir þvi að hlusta á
hann í sjónvarpi og viðtölum gæti
maður haldið að hann væri sá eini á
þessu landi sem gæti stjórnað þvi.
Hvernig honum dettur í hug að gefa
þetta i skyn við kjósendur er
óskiljanlegt, ekki sizt þegar haft er i
huga að flokkur hans var annar
stærsti flokkur landsins en varð undir
hans stjórn minnsti flokkurinn. Svo
ætlar þessi sami Ólafur að telja fólki
trú um að hann sé eini ntaðurinn á
þingi sem fallinn sé til forystu. Nei,
Ólafur, þú skalt aldrei láta þér detta i
hug, ekki sízt þegar hugsað er út i
vinstri stjórnina sálugu sem þú varst
faðirinn að, að nokkur hugsandi
kjósandi treysti þér fyrir þjóðar-
skútunni. Þú ættir heldur að ráða þig
sem fjósamann hjá einhverjum bó.nd-
anum, sem þú berð svo mikið fyrir
brjósti. Svo mikið er vist að Fram-
sóknarflokkurinn fær aldrei mitt at-
kvæði.
Eini maðurinn i flokknum sem ég
hef borið virðingu fyrir er Eysteinn
Jónsson. Hann er þjóðhollur
ráðherrastóla, sem aldrei vita hvort
þeir eiga að stíga í vinstri fótinn á
morgun eða þann hægri.
Ég held að Ólafur haldi að
hann sé sendiboði guðs, að minnsta
kosti er ekki hægt að draga aðrar
ályklanir þegar maður hlustar á hans
málflutning bæði í sjónvarpi og út-
varpi, þar gefur hann í skyn að
enginn á þcssu landi geli stjórnað
þessum hólnta iti ma hann, meira að
segja gengur liann nteð þá dillu að
hann gæti orðið forseli landsins. Já,
miklir menn eruni við,Hiólfur minn,
maðurinn hlýtur að vera l'arinn að
kalka. Ég held að bezl væri að kveðja
fyrrverandi forsætisráðherra rneð
eftirfarandi Ijóðlinum Sölva Helga-
sonar:
Ég ergull oggersemi,
gimsteinn elskurikur.
Ég er djásn og dýrmæti,
drottni sjálfum líkur.
<€
„Ég held að Ólafur haldi að hann sé
sendiboði Guðs,” segir bréfritari.
Islendingur og sýndi hann það ekki honum til handa með þökk fyrir góða
hvað sizt þegar hann var ráðherra. viðkynningu.
Held ég að ég endi þessi orð með því Að síðustu: Ekki Framsókn i
að senda honum kæra kveðju með rikisstjórn eftir kosningar, alls ekki,
ósk um góða heilsu og langa lífdaga allt er betra en að láta menn komast í
Borðar þú rjúpu
á jólunum?
Einar Þðr Garðarsson: Nei, það verður
hamborgarhryggur og svínakótelettur
hjá okkur.
Spurning
dagsins
Sigurður Ragnar Magnússon: Stundum
geri ég það.
Þórdís Andrésdóttir: Ef ég fæ rjúpu á
annað borð, já. Ég vonast til þess að
maðurinn minn komist á rjúpnaveiðar
fyrir jólin. Hann sér um þetta. Ég
kaupi ekki rjúpur í búðum.
Við bjóðum upp á eitt
glæsilegasta úrval hérlendis
af fatnaði fyrir karlmenn.
Verslið í rúmgóðri og
snyrtilegri herrafataverslun
okkar að Laugavegi 103 v/Hlemm.
LAUGAVEGI 103
REYKJAVÍK
Soffía Jacobsen: Nei, á aðfangadags-
kvöld hef ég hamborgarhrygg.
Nikulás Einarsson: Já, það stendur til
að hafa rjúpu um þessi jól. Vinur
okkar gefur okkur rjúpurnar.
Jón Haukur Olafsson: Nei, ég er aiveg
á móti- rjúpnadrápi. Ég borða
hangikjöt á aðfangadagskvöld.