Dagblaðið - 19.12.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
5
Geirfinns- og Guðmundarmál:
Gæzluvarðhald sakbominga
framlengt til 1. apríl 1980
— Dóimir Hæstaréttar gengur væntanlega fyrír þann tíma — segir ríkissaksóknarí
Lögmennirnir Jón Oddsson hrl„ Páli A. Pálsson hrl., Benedikt Blöndal hrl. og
Hilmar Ingimundarsson hrl. við flutning málsins i Sakadómi Reykjarikur.
Hilmar Ingimundarson hrl. og Páll A. Pálsson hrl. á leið i oómhús.
DB-myndir Bjarnleifur.
Framlengd var í gær með úrskurði
Sakadóms Reykjavíkur gæzluvarð-
hald fjögurra sakborninga i Geir-
finns- og Guðmundarmálum. Ríkis-
saksóknari krafðist framlengingar
varðhaldsins til 1. apríl næstkom-
andi. Var fulltrúi hans, Pétur Guð-
geirsson, mættur í þinghaldi Saka-
dóms, sem Hjörtur Aðalsteinsson,
fulltrúi yfirsakadómara, hélt kl. 16 i
gær.
Sakborningarnir fjórir eru þessir:
Jón Oddsson hrl., vcrjandi Sævars
Marínós Ciecielskis, kemur gangandi
til dómþings.
Kristján Viðar Viðarsson, verjandi
hans er Páll A. Pálsson hrl. f.h. Páls
S. Pálssonar hrl., Sævar Marínó
I Ciecielski, verjandi Jón Oddsson
I hrl., Tryggvi Rúnar Leifsson, verj-
andi Hilmar Ingimundarson, hrl., og
Guðjón Skarphéðinsson, verjandi
Benedikt Blöndal hrl.
Lögmennirnir mótmæltu kröfunni
um framlengt gæzluvarðhald og voru
gerðar bókanir um það.
Siðasti úrskurður var kveðinn upp
hinn 19. desember 1978 og þá um eins
árs framlengt varðhald Rennur það
því út i dag en nýr úrskurður tekur þá
gildi.
Nú var aðeins krafizt framleng-
ingar til 1. april, sem fyrr segir.
,,Ég met sakargögn þannig og
stöðu málsins, að unnt verði að flytja
málið fyrir Hæstarétti þegar líður frá
áramótunum,” sagði Þórður Björns-
son ríkissaksóknari í viðtali við DB.
Hann kvað dagsetninguna við það
miðaða, að ekki síðar en hinn 1. april
næstkomandi gæti dómur verið
genginn í málum þessum i Hæsla-
rétti.
Sakargögn eru feikimikil að
ntagni, samtals unt 26 bindi, þcgar
talið er ágrip ntálsins og dóntur
undirréttar.
Þess ntá geta, að skýrsla læknaráðs
og ntat á sakhæfi liggur fyrir.
-BS.
Þjófnaður með
fyrirhöfn og
snyrtimennsku
hjófnaður sent varla á sinn lika var
framinn í fjórbýlishúsi í Hafnarfirði að
næturlagi um s.l. helgi. Lögðu þjóf-
arnir eða þjófurinn leið sína að þvotta-
vél i kjallara hússins og fóru um hana
fagmannlegum höndum.
Engu var stolið úr vélinni nema þétti-
hring sem er milli tromlu og „kýrauga"
þvottavélarinnar.En til að ná þétti-
hringnum varð að losa „kýraugahurð-
ina” Og svo vinsamlegir voru þjóf-
arnir eða þjófurinn að allt var sett
aftur á sinn stað og þvottavélin stóð
sem óhreyfð eftir — en þéttilistalaus.
-A.St.
Nemendur Menntaskólans á Akureyri:
SÖFNUDU HMM
MILUÓNUM í KAM-
PÚTSEUSÖFNUN
Nemendur Menntaskólans á Akur- Þá hafa nemendur allra barnaskóla i
eyri gengu i hús á Akureyri á mánu- Reykjavik ákveðið að feta í fótspor
dagskvöld og söfnuðu saman söfnunar- nemenda í Melaskólanum og gefa and-
baukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. virði jólaeplanna sinna í Kampútseu-
Afrakstur þessarar kvöldgöngu mennt- söfnunina. Heildarsöfnunarupphæðin
skælinganna reyndust tæpar 5 er nú komin í 30 milljónir króna og
milljónir. ekkert lát er á framlögum. -GAJ.
Var á leið heim en ekki í heimsókn
Maður sá, sem skarst á rúðu i Kefla-
vik og DB sagði frá á mánudag, var að
fara heim til sín en ekki í heimsókn eins
og þar sagði. Hann skar sig á rúðu i
glugga, en hann braut rúðuna vegna
þess að hann hafði gleymt lyklum
innan dyra. Maðurinn skarst illa á hálsi
og var í aðgerð í tvo og hálfan tima.
ÓliÚð
SENDUM
BÆKLINGA