Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 7

Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. 7 Þungur dómur knattspymumanns sem er að „flýja” land yfir íslenzku þjóðfélagi: HérBfa mem í memingarieysi ogverða aövinnaeinsogskepnur —Þorsteinn Ólafsson segir knattspymuia ekki aðalástæðu fyrir að ham skiptir um búsetu „Ástæðurnar eru þjóðfélagslegar að mestu leyti. Ég er ekki ánægður með hróun mála hér á landi. Með því að flytjast í annað land tel ég mig vera að skapa sjálfum mér, konu minni og börnum betra líf, á því er engin launung. Óstöðugt verðlag, hræðsla við að eiga peninga, mikil vinna til að framfleyta fjölskyldunni, fáar fristundir og menningarleysi, eiga stærstan þáttinn í ákvörðun okkar.” Þannig mælir Þorsteinn Ölafsson, efnafræðingur og markvörður Kefl- víkinga í knattspyrnu, i opinskáu viðtali við Magnús Gislason sem birtist í Suðurnesjatíðindum á dögunum. Þorsteinn er einn af sjö mönnum í knattspyrnuliði Keflavíkur sem nú hafa ákveðið eða eru að athuga að skipta ekki aðeins um félag i knattspyrnu heldur að skipta um land til að lifa í. Þorsteinn Ólafsson tekur fram í viðtalinu að knattspyrnan sé ekki aðal- ástæðan fyrir landaskiptum hans og fjölskyldu hans. ,,Ég hefði hugsað mér til hreyfings þótt knattspyrnan hefði ekki verið með i spilinu — þjóð- félagsástandið hérna er þannig,” segir hann. Þorsteinn Ólafsson. Þó ástæður annarra ungra íþrótta- manna fyrir atvinnuleit i iþróttinni kunni að stafa meira af ævintýraþrá og ÞJÓFSTART Hóskólatónleikar í Fólagsstofnun stúdenta, 16. desember. Flytjendur Guörún SigrfÖur Friöbjömsdóttir, söngur og ólafur Vignir Albertsson, pfanó. Verkefni: 3 arfur úr Jólaóratórfu Jóhanns Sebastians Bachs; 6 Ijóö um fæöingu Krists, eftir Hugo Wotf; Sweet was the Song, eftir John Attey; The first Mercy, eftir Peter Warlock; Come Sing and Dance, eftir Herhert Howells; Márfuvba, oftir Hallgrím Holgason viö Ijóð Jóns Helgasonar og Jólasaálmur eftir Pál ísólfsson við Ijóð Freysteins Gunnars- sonar. Það er aldeilis prógramm, hugsaði ég þegar mér var litið á efnisskrána. Ein breyting hafði orðið á liðsskipan- inni. Ólafur Vignir Albertsson var þar kominn i stað Rudolfs Piernay. í upphafi tónleikanna tilkynnti Guðrún Sigríður að síðasta Bach arian myndi falla af skránni. Hún hefði bara betur sleppt þeim öllum, því að flutningur þeirra fór hreint og beint í vaskinn. Þetta setti söngkon- una svo rækilega út af laginu að tæpast var heil brú í tónleikunum allt til enda. Það bráði þó af í næst síðasta ljóði Hugo Wolfs, við hið glettna kvæði Göthes, Epifanias. Hélt ég að Guðrúnu Sigríði ætlaði að takast að yfirvinna áfallið frá því, í byrjun, en svo varð þó ekki, því miður. Það brá að vísu fyrir Ijós- glætu á köflum i ensku ljóðunum og og í gegnum Máríuvísu Hallgrims Helgasonar komst hún þokkalega sem sýndi að þrátt fyrir óhappið er henni ekki alls varnað. Hún er líka kjarkmikil, að komast þó í gegnum þetta erfiða prógramm þrátt fyrir svo hörmulegt slys. Hvort undirleikaraskiptin hafa Guðrún Sigriður Friðbjörnsdóllir. haft eitthvað að segja í þessum efnum skal ég ekki dæma, en ég á enn eftir að heyra í svo merkilegum söngvara, að hann teljist ekki fullsæmdur af liðveislu Ólafs Vignis Albertssonar. Leiðinleg heyrð salarins í Félags- stofnun stúdenta svo og ónýtur flygill sömu stofnunar hjálpa svo sem tæpast upp á sakirnar. Ég vil helst líta á þetta „debut” Guðrúnar Sigríðar sem klára þjóf- start og vona að hún bæti fyrir, með sinni miklu, rödd, við fyrstu hentug- leika. -EM. Upplýsingamar ekki frá endurskoðandanum Matthías Gíslason, kjörinn endur- rétt eftir sér haft. Hann vildi þó taka skoðandi Hvammshrepps, hafði fram að aðrar upplýsingar sem DB samband við DB vegna fréttar á mánu- hefði um málið væru ekki frá sér dag um óreiðu í Vík i Mýrdal. Þar var komnar. talað við Matthías og sagði hann þar framalöngun en Þorsteins eru orð Þorsteins þungur dómur á þjóðfélags- stöðuna hér á landi og sannarlega athyglisverð bæði fyrir almenning og þá ekki siður ráðamenn þjóðfélagsins. Þorsteinn, sem er efnafræðingur að mennt og hefur stundað kennslustörf, segir ennfremur í viðtalinu: „Hér á landi verða flestir að vinna eins og skepnur til að eignast þak yfir höfuðið og eyða í það beztu árum ævi sinnar. Ég keypti íbúð en sá fram á það að ég gat eKki eignazt hana nema með þvi að vinna myrkranna á milli — ekkert sumarleyfi og ef ég sinni áhuga- máli mínu, knattspyrnunni, eftir vinnu- tíma, er engin stund aflögu til að sinna fjölskyldunni. Afleiðingarnar verða sífelld streita sem smitar út frá sér og eitrar heimilislífið. í Svíþjóð fæ ég vinnu í samræmi við menntun mína, efnafræðina, og af 40 stunda vinnu- viku er hægt að lif sómasamlegu lífi, æfa iþróttir seinni hluta dags og eiga kvöldið fyrir sig og sina og njóta einhvers af þeirri menningu sem nútím- inn hefur upp á að bjóða, bæði í listum og öðru. Þorsteinn lýsir þvi að hann hafi ekki áhuga á að starfa í meira fjölbýli en i Keflavík erogsegir: „í Keflavík er ég fæddur og uppal- inn. Hér hefði ég helzt kosiðað búa, en fyrst ég flyt mig um set, fannst mér rétl að leggja leið mina þangað sem ég tel að betra sé að lifa. Ef okkur líka ekki dvölin i væntanlegum heimkynnum, snúum við til sama lands. Menningar- lífið hérna er mjög snautt — litið um að vera, aðeins lítils háttar tónlist, helzt fyrir jólin, og leiklist en allt fremur stopult. í Gautaborg er hægt að sjá og heyra í eigin persónu marga af fremstu listamönnum heimsins. Komi þeir til Norðurlandanna á annað borð, fara þeir sjaldnast framhjá Gautaborg.” -A.Sl. MÖMDLU ÍS® MEÐ EKTA CALIFORNIU MÖNDLUM P€RU IS® RONDÖTTUR VANILLAIS MEÐ PERUBRAGÐI Gerið jó/ainnkaupin tíman/ega. Úrva/s hangikjöt, svínakjöt, diikakjöt, nautakjöt. — Nýtt grænmeti. IVýir og niöursoðnir ávextír. Ath. sórstak/aga að tryggja yður jóladrykkina og istertur fyrsta f/okks vörurá fyrsta f/okks verði. ERLENDAR KARTÖFLUR KJÖTBORG BÚÐAGERÐ110 - SÍMAR 34945 0G 34999 AUSTURBORG STÚRHOLT116 - SÍMI23380 JhRDhRBeRJh IS ____MEÐ MULDUM JARÐARBERJUM

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.