Dagblaðið - 19.12.1979, Side 9

Dagblaðið - 19.12.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. Erlendar fréttir REUTER Metverð á gulli Verð á gulli fór upp í 480,50 dollara fyrir únsuna í New York í morgun. Hefur það aldrei verið hærra. 9 Washington: Réttarhöldum svar að með hafnbanni — þá yrðu allir flu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er ákveðin i að gripa til hafnbanns á íran r'ari svo að gíslarnir 50 í banda- físka sendiráðinu í Teheran verði leiddir fyrir rétt. Var gefin út tilkynn- ing um þetta í Washington í gær- kvöldi. Hafnbannið mundi þá verða þannig að allar siglingar til íran um Persaflóa yrðu stöðvaðar. í tilkynningunni var tekið fram að Bandaríkin mundu ekki stofna til tningar til Irans um Persaflóa stöðvaðir beinna styrjaldarátaka heldur aðeins beita valdi til að koma í veg fyrir sigl- ingar til Irans. Jody Powell, blaðafulltrúi Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, sagði í gær að íransstjórn tæki mikla áhættu ef hún drægi gíslana fyrir rétt eða léti þá taka þátt í einhvers konar réttar- höldum. Gislarnir eru nú búnir að vera í haldi stúdentanna síðan 4. nóvember síðastliðinn. Khomeini trúarleiðtogi ítrekaði í gær kröfur sínar um að fyrrum írans- keisari yrði framseldur til Teheran. Hann er nú kominn til Panama en ekki er fullljóst hvaða afstöðu Khomeini muni taka til þeirra flutn- inga. í ræðu sinni kallaði trúarleið- toginn Jimmy Carter Bandarikjafor- seta glæpamann. Hún var haldin skömmu eftir að náinn samstarfs- maður Khomeinis varð fyrir skotárás og særðist alvarlega. Þar voru að verki þrír ungir menn, sem síðan komust undan í mannþrönginni i Teheran. Voru þeir á mótorhjólum. í Panamaborg fóru nokkrir stúd- entar í mótmælagöngur. Réðust þeir að utanríkisráðuneytinu og skrifstof- um dómsmálaráðuneytis. Vildu þeir með þessu leggja áherzlu á andstöðu sína við komu keisarans fyrrverandi til Panama og ákvörðun stjórnarinn- ar þar um að veita honum hæli. Caracas: Ekkert sam- komulag um olíuverðið þó skárri i dag en í gær. Fundurinn heldur áfram í dag. Helztu talsmenn þess að halda olíuverði í 24 dollurum fatið eru fulltrúar Saudi-Arabíu og Arabísku furstadæmanna. Hafa þessi tvö riki á- samt Venezuela nýlega kynnt hækkun upp i 24 dollara úr 18 dollurum fyrir olíufatið. * Það eru aftur á móti Líbýumenn, sem helzt mæla fyrir munn þeirra sem vilja fara upp í 34 dollara. Þar i hópi eru einnig Indónesíumenn auk Alsír. Fulltrúi Líbýu gagnrýndi Saudi- Arabíu mjög í gær fyrir að hafa tilkynnt um nýtt verð á olíu aðeins nokkrum klukkustundum áður en OPEC fundurinn hófst en höfuðverk- efnið á þeim fundi er einmitt að ákveða nýtt grundvallarverð. Ráðherrum hinna þrettán OPEC rikja sem þinga nú í Caracas höfuðborg Venezuela tókst ekki í gær að ná sam- komulagi um grundvallarverð á hráolíu á næsta ári. Verulegur munur er á verðhugmyndum og eru þær allt frá 24 dollurum fyrir hvert olíufat og upp í 34 dollara fatið. Humberto Calderon Berti olíumála- ráðherra Venezuela, sem nú gegnir for- setastarfi i OPEC samtökunum, sagði í morgun að samkomulagshorfur væru Zimbabwe/Ródesía: Soames lávarður fer sér hægt Soames lávarður, hinn nýi lands- stjóri Breta i Zimbabwe/Ródesíu, hefur verið aðgerðarlitill frá því hann kom til Salisbury. Er hann talinn vilja sjá fram á fullt og skilyrðislaust sam- komulag deiluaðila sem enn funda í London undir forustu Carringtons lá- varðar, utanríkisráðherra Bretlands. Soames hefur nú dvalið eina viku í Salisbury en honum er ætlað að fara með nánast alræðisvöld í landinu þar til frjálsar kosningar fara fram og þá með þátttöku þjóðfrelsisliðs þeirra Mugabe og Nkomos. Bretland: Ætla að reisa eins orkuver Pol Pot leiðtogi skæruiða rauðu khmeranna I Kampútseu hefur ávallt þótt mjög dularfullur. Fyrir nokkrum árum var meira að segja uppi orðrómur um að hann væri ekki til heldur væru margir menn sem gengju undir þessu nafni. Pol Pot hélt nýlega blaðamannafund I búðum sinum einhvers staðar i norðurhluta Kampútseu. Þótti það tiðindum sæta því yfirleitt hefur Pol Pot ekki viljað ræða neitt við fréttamenn. Á myndinni hér að ofan sést Pol Pot útskýra stöðu herja i Kampútseu fyrir frétta- mönnunum. Hann er fyrir enda borðsins. PEDIMAN er sannkallað undratæki til snyrtingar handa og fóta fyrir unga sem gamla. Allt svissnesk gæöavara. VIBROSAN nuddtæki Nytsamar gjafír, ómiss- andi á hverju heimili. Gangöryggi, margvisleg notkun og vönduð framleiðsla gerir þessi tæki að gjöfum, sem öilum, konum sem körlum, ungum sem gömium, eru kærkomnar. VIBROSAN og VIBRAMED THERM mýkja húóina, auka blódrás, gefa hörundinu heilbrigðan lit og styrkja það þannig að hrukkur myndast síður. í báðum tækjum er ör- bylgjusegull, sem ekki slitnar og þarf ekkert viðhald. BORGARFELL SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23 - SÍMI 11372. og bilaði við Harrisburg Tilkynnt var I London I gær að brezka stjórnin hefði ákveðið að reisa sams konar kjarnorkuver i landinu og hið bandaríska, rétt við borgina Harris- burg í Pennsylvanía sem bilaði í marz' sl. Mikil gagnrýni hefur komið fram á kælibúnaði þeirrar orkustöðvar, en hann bilaði og olli því að geislavirkt efni komst út í andrúmsloftið. REUTER JOLAGJAFIR FYRIR ALLT HEIMILISFÓLKIÐ VIBRAMED THERMHH nméé páöaif

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.