Dagblaðið - 19.12.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
r "
Veslast ungar mæður upp í steinsteypuhömrum borgarinnar?
MIG LANGARIKALGARÐ
VID LÆK UPPI í SVEIT
Vi
— en það er óframkvæmanlegt, segir Norma Samúelsdóttir, rithöfundur
Lif ungra mæðra, sem eru bundnar
yfir smábörnum í Breiðholtsblokkun-
um eða öðrum héltbyggðum borgar-
hverfum, hver þekkir hað? Það er
ekki sérlega mikið til umræðu en nú
hefur Mál og menning sent frá sér
dagbókarblöð einnar slíkrar móður,
Normu Samúelsdóttur. „Næstsíðasti
dagur ársins” heitir hessi bók.
Þar reynir höfundurinn að lýsa í
fyllstu einlægni sálarástandi sínu og
niðurstaðan verður: innilokuð móðir
er óánægt fyrirbrigði — heltekin af
vanlíðan sem hún getur ekki fyllilega
gert sér grein fyrir af hverju stafar.
En hegar farið er að athuga málið
há kemur í Ijós að í mörgum skilningi
eru hessar ungu mæður eins og af-
skorin blóm, sem gleymst hefur að
setja í vatn.
Því eiga ekki börn
sín eigin hús?
Að vísu skáldar Norma talsvert inn
i dagbókina en hún bjó sjálf í nýrri
blokk í Breiðholtinu árin 1975—77.
Með eiginmanni og hrem börnum.
„Fyrst var ég mjög glöð að kontast í
nýja ibúð með góðu baðherbergi og
yndislegu útsýni,” segir hún, ,,en
smátt og smátt fór ég að finna að
hetta umhverfi var ekki hollt.”
Hún lýsir hv> skemmtilega i bók-
inni hvernig hverfið tæmdist af karl-
mönnum á morgnana, heir fóru allir
til vinnu sinnar. Eldra fólk bjó harna
alls ekki, svo eftir voru eintómar
konur með börn. Börn sem jwer áttu
að gera að hamingjusömum einstakl-
ingum í heim ferhyrnda kassa, sem
blokkaríbúð er. Fyrir utan var lóðin
ófrágengin og ekki hægt að vera har.
Og félagsmiðstöð var engin til.
„Mig dreymir um hús har sem allir
krakkar mættu koma og leika sér,”
Móðirin er uppáhaldsleikfang barnanna. Frá vinstri: Steinar Logi, Klara Dögg, Norma og Rósa Huld. Fyrir aftan stendur
heimilisfaðirinn, Sigurður Jón Ólafsson. DB-mynd: Ragnar.
segir hún. „Þau eru til á Norðurlönd-
um.”
Og hegar maður hugsar um hað að
næstum í hverri íbúð er verið að
passa krakka í stofum sem eru of
hröngar eða of fínar fyrir hau, há er
hað í rauninni fáránlegt að ekki skuli
vera hús handa börnum út um allan
bæ har sem hau geta rólað sér í
gardínunum og snúið stólunum á
hvolf.
Visnar fólk í
sementskössum?
„Ég er alltaf að spyrja og spyrja,”
segir Norma, „kannske alltof mikið.
En hað vantar eitthvað. Kannske
snertingu við náttúruna. Kannske
getur manneskja ekki hr'f>st nema
finna ákveðna lykt, heyra ákveðin
hljóð.”
Eins og ánamaðkur hornar upp á
steinstétt há visnar kannske mann-
eskjan sem býr í skúffu í sements-
kassa.
Það er heldur ekki aðeins bygg-
ingarstíll borgarinnar sem einangrar
ungar mæður.
W.
DISCO-MODE
LkUGAVEGI Karlmannaskómir
Þetta er aöeins lítiö brot af
karlmannaskóúrvalinu hjá okkur
Líttu við og veldu þér skó
MUBM
er vestur-þýzk gæðavara
Við erum staðsett að Laugavegi 74, beint á móti Landsbankanum
Laugavegi 77
wstland
GENT