Dagblaðið - 19.12.1979, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
Skóbúðin ng
Snorrabraut JO
SÍM114190
LIPURTÁ
Keflavík
Herraskóbúðin
ÁRMÚLA 7 - SÍMI 81646
HÁ
LEÐUR-
STÍGVÉL
Litur: Svart
Nr. 37—41
Verð kr.
29.900.-
r
'Clarks
GEFIÐ
NYTSAMA
• r f •«/»
inlnoint
\
Hanzkaskinnskórnir
1
fást núna í 6 litum
SKÓSEL
LAUGAVEGI60
SÍMI 21270
PÓSTSEIMDUM
✓
Hefur þú heyrt um
LEIRBAKSTRANA
frá Chattanooga „Steam pack”?
r 4 :k V... ,
V' r* "\ r ^ k
Þú sýður þá í 15 mín. við lágt hitastig, þá halda þeir sama
hitastigi i 30 min.
Einstaklega góðir fyrir fóik sem þjáist af vöðvabólgu eða
gigt. Við bjóðum bakstra af ýmsum stærðum svo sem:
Bakbakstra í tveimur stœrðum.
Hálsbakstra og herða.
Axlabakstra.
Hné og handleggsbakstra.
Einnig eru fáanlegir isbakstrar af sömu tegund.
V erið velkomin i verzlun vora.
IfemediaM.
Borgartúni 29. — Reykjavik — Simi 27511.
Stjómmálaflokkamir sátu fyrir svörum hjá iðnrekendum:
ÞRÍRAFFJÓR-
UM VIUA VIRD-
ISAUKASKATT
Þrír af stjórnmálaflokkunum fjór-
um eru fylgjandi virðisaukaskatti.
Alþýðubandalagið hefureitt alvarlegar
efasemdir um ágæti bess skatts. Þetta
kom fram í svörum stjórnmála-
flokkanna við fyrirspurnum
iðnrekenda á fundum, sem voru
haldnir laust fyrir kosningarnar.
Allir flokkarnir nema Alþýðubanda-
lagið segjast vilja fella niður nýbygg-
ingagjaldið.
Allir fjórir segjast vilja fella niður
aðflutningsgjöld af aðföngum til
iðnaðar.
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn kveðast vilja, að hlutafé
njóti sömu skattmeðferðar og sparifé
almennt. Alþýðubandalagið svarar því
neitandi, og Framsókn tekur ekki af-
stöðu.
Þegar spurt er, hvort flokkarnir vilji
gefa verðlagningu iðnaðarvara frjálsa,
svara Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsókn jákvætt. Alþýðubandalagið
segist hafa skilning á, að gera þurfi
veigamiklar breytingar á verðlags-
kerfinu að því er iðnað varðar.
Alþýðuflokkurinn svarar þessu jákvætt
en setur fyrirvara vegna aðgerða í
baráttu við verðbólgu.
Sérstaða Alþýðu-
bandalagsins
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn vilja ekki, að iðnverkafólk
fái sömu skattfriðindi og sjómenn.
Framsókn kvaðst vilja það.
Alþýðubandalagið tekur ekki afstöðu.
Enginn flokkur svarar játandi
spurning um, hvort hann sé fylgjandi
niðurfellingu launaskatts. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðubandalagið segj-
ast andvígt niðurfellingu aðstöðu-
gjalds. Framsókn og Alþýðuflokkurinn
taka ekki greinilega afstöðu til málsins.
Allir nema Alþýðubandalagið taka
undir þá kröfu iðrirekenda, að
Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins
verði alfarið notaður til að jafna
sveifiur en ekki til að fresta tímabundið
nauðsynlegum gengisbreytingum.
Alþýðubandalagið kveðst ekki telja
þennan sjóð hagstjórnartæki.
Alþýðubandalagið er einnig eini
flokkurinn, sem hafnar þeirri kröfu, að
öllum atvinnuvegum verði tryggður
sami aðgangur að fjármagni á sam-
bærilegum kjörum.
Ennfremur er það Alþýðubanda-
lagið eitt, sem vísar á bug kröfu Félags
islenzkra iðnrekenda um, að öllum at-
vinnugreinum og félagsformum verði
tryggðsömu starfsskilyrði.
Loks eru flokkarnir á einu máli um,
að leggja beri áherzlu á að auka fram-
leiðni í atvinnuvegunum.
-HH.
Dagbiað
án ríkisstvrks
lifi i
Samvinnutrygg
ingar sigruðu
Samvinnutryggingar gt sigruðu
örugglega i firmakeppni Taflfélags
Reykjavikur sem lauk um helgina.
Keppandi Samvinnutrygginga var
hinn ungi og efnilegi Jóhann Hjartar-
son og hlaut hann 13,5 vinninga af 16
mögulegum í úrslitunum.
Alls tóku 228 fyrirtæki og
stofnanir þátt í keppninni. Keppnis-
fyrirkomulag var þannig, að fyrst var
keppt í undanrásum, en síðan komust
44 fyrirtæki í úrslit. Dregið var um,
fyrir hvaða fyrirtæki hver skákmaður
keppti. Röð efstu fyrirtækja í úr-
slitunum varð þessi og eru nöfn
keppenda innan sviga:
1. Samvinnutryggingar gt
(Jóhann Hjartarson) 13,5 v.
2. Ritfangaverzlun V.B.K.
(Margeir Pétursson) 11,5 v.
3. Hljóðfæraverzlun Pálmars
(Jóhannes G. Jónsson) 11,5 v.
4. Model-Magasín
(Jón Þorsteinsson) 11 V.
5. Skákhúsið
(Haukur Angantýsson) 1 1 V.
— í firmakeppni
Taflfélags
Reykjavíkur
6. Mjólkurfélag Reykjavíkur
(Ásgeir Þ. Árnason) 10,5 v.
7. Bílaklæðningarhf.
(Björn Þorsteinsson) 10,5 v.
. 8. Kjöríshf.
(Benedikt Jónasson) 10,5 v.
9. Nesti hf.
(Ágúst Karlsson) 10,5 v.
10. Matstofa Miðfells sf.
(Ásgeir P. Ásbjörnsson) 10 v.
Skákmótinu stjórnuðu Ólafur H.
Ólafsson og Helgi Samúelsson.
-GAJ.
Það er ekki amalegt að fá jólasvein til þess að aðstoða við jólaklippinguna. Villi Þór rakari brá á
það ráð og virðist þessum unga viðskiptavini líka vel við aðstoðarmanninn og ekki síður við vænt
jólaeplið. DB-mynd Hörður.