Dagblaðið - 19.12.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
Islenzk sakamálasaga með
handbragöi æsifréttamanns
15
Jón Birgir Pótursson:
VITNIÐ SEMHVARF
örn & öriygur 1979
176 blaðsíöur.
íslenzk sakamálasaga! Þetta er
bókaflokkur, sem ekki hefur verið til
hér á landi fyrr, ef undan er skilið
það sem Ólafur við Faxafen (Frið-
riksson) skrifaði fyrir nokkrum ára-
tugum. Hér er til umfjöllunar ein slík
bók, Vitnið sem hvarf, eftir Jón
Birgi Pétursson, fyrrverandi frétta-
stjóra.
Handbragð æsi-
fréttamannsins
Lestur þessarar bókar varð mér til
mikillar skemmtunar. Bókin er
spennandi, skemmtileg, raunsönn, —.
og svo er hún blaðamannsbók. Ég
þykist sjá að hún er ekki skrifuð sér-
staklega til að þóknast bókmennta-
mönnum þjóðarinnar, heldur hinum
almenna lesanda. Og bókin gerir það.
Hér virðist skrifað á svipaðan hátt og
erlendir metsöluhöfundar gera, — á
íslenzka vísu.
í bók sinni faerir höfundur fram á
sjónarsviðið ýmsar persónur sem ég
tel mig kannast talsvert við úr þjóð-
lífi okkar og veruleika. Stjórnmála-
menn, bissnessmenn og aðrir virðast
hér vera fyrirmyndin. Raunar er ég
handviss um að svo hljóti að vera.
Raunsæ
skáldsaga
; Ég geri mér þó fulla grein fyrir því,
að hér er um skáldsögu að ræða, og
[bókina hlýtur lesandinn að taka sem
Islíka. Bókin er raunsönn lýsing á því
jaldarfari, sem hér hefur rikt síðustu
lárin. Og satt er það, ísland hefur síð-
ustu árin verið vettvangur ægilegra
jsakamála.
Bókin skiptist í tvo meginkafla.
Milljónari á íslenzka visu (þeir eru til)
lýsir ævi sinni. Það kemur í ljós að
peningamenn eiga sínar búksorgir
ekki síður en hinn almenni launa-
þræll. Örlög þessa unga manns verða
nokkuð dapurleg. Karli Karlssyni,
aðalforstjóra, er hér lýst dauflega á
köflum, litlaust, en Ijóst er að hann
er hvorki algóður né alvondur
maður.
,Plottiö'
Dómkirkjunni
En er þessi bók reyfari? Að sumu
leyti og sumu leyti ekki. Bókin
byggist á vissu „plotti”, sem hefst
Dómkirkjunni í Reykjavík. Hér eru
kirkjugestir skoðaðir og hugsanir
Jón Birgir Pétursson.
þeirra til hins látna. En að stórum
hluta fjallar bókin um ævi ungs
fólks, sem var að vaxa úr grasi á síð-
’astaáratug.
Mér finnst ungi milljónaerfinginn,
erfíngi mikilla eigna, ekki hressileg
manngerð. Þá finnst mér Karl Karls-
son kannski einum um of veikgeðja
sál, þar sem lýst er falli hans.
Morð forstjórans
Seinni hluti bókarinnar, eins konar
bók í bókinni, fjallar um þátt Elíasar
■Hallbjörnssonar, rannsóknarlög-
reglumanns, í að koma upp um
morðið á vini sínum, Karli aðalfor-
stjóra Lindarverksmiðjanna. Sá kafli
bókarinnar er mjög spennandi og
fjörugur. Það er rétt, lesendanna
vegna, að fara ekki náið út i þá
sálma.
Áður hef ég rætt um Karl Karlsson
og persónulýsingu hans. Jóni Birgi
fer mun betur að lýsa flestum öðrum
persónum bókarinnar, ekki hvað sízt
hinum gamla föður Karls, sem reist
hafði fyrirtækið og stýrt því á mann-
legan og skemmtilegan hátt. Há-
skólamenntaður sonurinn rífur það
niður. Bókin lýsir á einlægan hátt
ýmsum persónum, t.d. ungu hippa-
stúlkunni Millu, eiginkonunni Guð-
nýju, blaðamönnum, sem standa á
þeim tímamótum að „ákveðnir
aðilar” geta ekki lengur skipað fyrir
á blöðunum (trúlega með tilkomu
Dagblaðsins), en rannsóknarblaða-
mennska er að hefjast.
Rauða Ijónið
kemur aftur
Stílbragð bókarinnar er gott, létt
og leikandi, þar sem lesandinn rekur
aldrei í vörðurnar. Kaflaskiptingin er
líka góð, og eins og fyrr segir er bók-
inni algjörlega skipt í tvennt, þ.e. ævi
forstjórans og rannsókn morðmáls-
ins.
Þá er að geta Rauða ljónsins,
rannsóknarlögreglumannsins, sem
kemur upp um glæpina. Sú persóna
.er ljóslifandi í bókinni og kæmi mér
ekki á óvart að hann ætti eftir að
koma aftur, í nýrri íslenzkri saka-
málasögu, enda þótt hann virðist
orðinn hænsnabóndi i bókarlokin.
Vitnið sem hvarf er anzi drjúg lesn-
ing, 176 blaðsíður og sett á þéttu og
smáu letri.
Góð lesning, fannst mér, og ég fór
að trúa því að íslenzkar afþreyingar-
bókmenntir eigi framtíð fyrir sér.
- BS
Gæðin gera tilveruna
Pétur Pétursson heildverzlun
Suðurgötu 14. Símar 21020—25101.