Dagblaðið - 19.12.1979, Page 16
16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
17
„Ég er ekki íhaldssamur
landsliðseinvaldur”
— sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, einvaldur íslenzka landsliðsins í handknattleik
„Eg er ekki ihaldssamur einvaldur.
Ég hef gjörbylt landsliðinu tvívegis á
tveimur árum. Ég tel að nú sé rétti tím-
inn til breytinga en ég geri mér grein
fyrír því að róðurinn á Baltic-keppninni
verður erfiður. Ég er reiðubúinn til að
standa og falla með mínum ákvörðun-
um. Standi landsliðið sig ekki vel er ég
reiðubúinn til að taka pokann minn í
vor.” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson
landsliðseinvaldur á biaðamannafundi
er haldinn var i gær í sambandi við val
landsliðsins i handknattleik i fyrri viku.
Talsvert var deilt á einvaldinn vegna
þeirrar ákvörðunar hans að hafa Ólaf
H. Jónsson ekki í hópnum. „Ég tel að
Ólafur sé ekki í nægilega góðri æfingu
og það er mín skoðun að félagsliðin
eigi að skila leikmönnum í góðri þjálf-
un og það eigi ekki að vera hlutverk
landsliðsins að sjá um þá hlið málsins.
Þá tel ég ákaflega óliklegt að Ólafur
gæti verið með okkur nema bara i
Baltic keppninni, m.a. vegna mikilla
anna í starfi. Landsliðið mun æfa allt
næsta sumar og ég er að byggja upp
tpeð B-keppnina 1981 í huga.”
1 því sambandi má benda á að miklar
likur eru á að B-keppnin verði haldin
hér á landi og fari svo — sem væri ósk-
andi — verður hér um mesta íþrótta-
viðburð að ræða á íslandi fyrr og síðar.
HSÍ hefur sótt um að halda keppnina
og vonir standa til að ísland verði vett-
vangur þessarar miklu keppni.
Ákvörðun um það mun verða tekin
fyrir lok janúarmánaðar og því fróð-
legt að fylgjast með framvindu mála'.
Einnig var rætt á fundinum hvort
ekki hefði verið rétt að hafa leikreynda
kappa eins og t.d. Björgvin Björgvins-
son og Axel Axelsson með i hópnum.
„Björgvin gaf afsvar í fyrra og slíkt hið
sama gerði Axel,” sagði Jóhann Ingi.
„Menn fá ekkert nema heiðurinn fyrir
að spila fyrir íslands hönd. Yngri menn
eru að mínu mati þar af leiðandi miklu
frekar tilbúnir til þess að fórna sér og
það er það sem við þurfum. Við
verðum þó að gera okkur grein fyrir því
að handknattleikurinn á íslandi getur
ekki gert sér vonir um betri tið nema
,komi til gerbreytt aðstaða," sagði Jó-
hann Ingi.
- SSv.
■V .
MARSIPANHJUPUR
v :- , .
—
VANIUJUIS
ÍSPRAUTUÐ ROMMSÓSA
SÚKKULADIIS
KRANSAKOKUBOTN
Nýr aðall ftá Entinrt
fcidi i rriar
lagskipt lostæti í emangprunarumbuÖum
Við látum okkur ekki segjast. Nú er það Veisluterta. Lagskipt lostæti sem slær
öllum ístertum við í glæsileik. Og nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af því
að hún þiðni áður en heim er komið, því nýju einangrunarkassarnir gefa
þér 2ja tíma forskot. En örlög hennar eftir heimkomu þorum við ekki að
ábyrgjast. Nema bragðið, það er gulltryggt.
EMMESS ÍSlHimiR
w m
3. stiga for
Staöan i 1. deild eftir sigur Vikings á
FH í gærkvöld.
Víkingur
FH
KR
Valur
Haukar
ÍR
Fram
HK
0 0
1 2
134— 107
135— 127
135—126
123— 113
124— 133
104—105
100—111
96—131
Síðasti leikurinn i 6. umferð er í
kvöld i Laugardalshöll. Þá leika Fram
og ÍR. Leikurinn hefst kl. 21.00.
Rúmenía vann
V-Þýzkaland
„Stórbikarinn” I handknattleik
hófst i Dortmund i V-Þýzkalandi i gær.
Í fyrstu leikjunum sigraði Rúmenia
Vestur-Þýzkaland 16—15 (8—8) og
Sovétríkin Júgóslavíu 19—16 (10—7). I
stórbikarnum leika heimsmeistarar og
ólympíumeistarar eftir síðarí heims-
styrjöldina.
Ulfamir í
undanúrslit
— eftir sigur yfir Grimsby í gærkvöld
í deildarbikamum
— samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins
Playboy á háskólakörfuknattleiknum
Lílið hefur hcyrzt af högum Péturs „risa” Guð-
mundssonár í körfuknattleiknum i Bandarikjun-
um en þar leikur hann með liði Washington, sem
flestum körfuknattleiksunnendum hérlendis er
vafalitið kunnugt. Fyrir skömmu rákumst við á
grein um bandaríska háskólakörfuknattleikinn i
hinu sívinsæla og víðlesna tímaríti Playboy. Þótt
Playboy sé reyndar þekkt fyrir flest annað en
iþróttaskrif hefur blaðið haldið þeirri hefð að birta
itarlega úttekt á háskólakörfuknattleiknum i des-
emberhefti sinu ár hvert.
Háskólaliðunum er skipt niður í 5 megindeildir,
The East, Mid-West, The South, Near-West og
Far-West. Innan jtessara deilda eru svo margar
minni deildir. Ails munu vera um 200 háskólalið i
þessum 5 megindeildum og því geysilegur fjöldi
körfuknattleiksmanna i éldlínunni.
Það vekur þvi að vonum mikla athygli hér heima
að sjá nafn íslendings á meðal 8 beztu miðherj-
anna í háskólakörfuknattleiknum. Playboy velur
Pétur í 30 manna „All-America-Squad” og er
hann eini leikmaðurinn úr sinu liði sem kemst í
þetta lið. Þetta er ekki svo litill heiður fyrir Pétur,
en hann hefur verið i stöðugri framför allt frá þvi
hann hélt til náms í Bandaríkjunum. I stuttri
klausu um Pétur í blaðinu segir að Pétur sé nú loks
kominn i þann gæðaflokk sem við var búizt af
honum. Sannarlega lofsverð ummæli um Pétur.
Playboy velur einnig 20 beztu liðin og aðeins tvö
lið, Oregon State og Southern California, úr Far-
West-deildinni, sem lið Péturs er í, komast í þann’
hóp. I úttekt á Far-West deildinni er Pétur tví-
mælalaust talinn bezti leikmaður Washington og
reyndar er hann eini leikmaður liðsins, sem getið er
í blaðinu.
- SSv.
„Afl-Ameríca-Squad”
FRAMVERÐIR: Kelly Trípucka (Notre Dame), Kiki Wanderweghe (UCLA), Michael Brooks (La Salle), Gene Banks (Duke), Hawkeye
Whitney (North Carolina State), Tracy Jackson (Notre Dame), Mike Woodson (indiana), Sam Clancy (Pittsburgh), DeWayne Scales
(Louisiana State), Al Wood (North Carolina), Purwis Miller (Southem CalHornia), Dick Miller (Toledo).
MIÐHERJAR: Steve Johnson (Oregon State), Rossevelt Bouie (Syracuese), Herb Williams (Ohio State), Rudy Woods (Texas A Cr|
M), Rickey Brown (Mississippi State), Jonathan Moore (Furman), Dean Uthoff (lowa State), Pétur Guðmundsson (Washington).
BAKVERDIR: Darroll Gríffiths (Louisville), Bill Hanzlik (Notre Dame), Dwight Andorson (Kentucky), Jeff Lamp (Virginia), Rich
Branning (Notre Damo), Kelvin Ramsey (Ohio State), Chad Kinch (UNCC), Wesley Matthews (Wisconsin), U.S. Reed (Arkansas),
Rintie-Ray Williams (Nevado^Las Vogas).
usta Víkings
— eftir sigur á FH í 1. deildinni í
handknattieiknum í gærkvöld
„Þetta var góður leikur — FH hefur
góðu liði á að skipa en leikmenn mínir
voru sterkari likamlega. Höfðu betra
úthald og héldu höfði. Börðust vel og
hugsuöu. Sigruðu því. Ég er átiægður
með leik þeirra, einkum í síðarí hálf-
léiknum,” sagði Bogdan Kowalczyk,
þjálfari Vikings, eftir að Víkingur
sigraði FH í hörku-skemmtilegum og
góðum leik i Laugardalshöll í gærkvöld
22—18 að viðstöddum tæplega 1000
áhorfendum, sem létu mjög i sér heyra.
Mikil spenna lengstum en Víkingur
sterkari eftir þvi, sem á leikinn leið. FH
hafði tvívegis i fyrri hálfleik fjögurra
marka forskot. Liðsstjóri FH, Ragnar
Jónsson, var skiljanlega ekki eins
ánægður eftir leikinn. Hann sagði.
„FH gat ekki sigrað í leiknum með
þessari dómgæzlu.”
Það var góður handknattleikur, sem
liðin sýndu. FH-ingar komu mjög
ákveðnir til leiks. Fóru oft á kostum i
fyrri hálfleiknum. Náðu fallegum
fléttum og skoruðu glæsileg mörk. I
markinu varði Sverrir Kristinsson eins
og berserkur framan af — en dalaði,
þegar á leið og í s.h. varði hann varla
skot. Skot Víkinga þá líka hnitmiðaðri.
í heild bezti leikur FH á mótinu þrátt
fyrir tapið.
Víkingsliðið gafst ekki upp þótt á
móti blési framan af og þá alltaf á
brattann að sækja. í síðari hálfleiknum
náði það stórleik — lék mjög sterka
vörn og að baki var Jens snjall í
markinu. Víkingar klipptu á sóknar-
fléttur FH með þvi eð leika með tveim-
ur mönnum mjög framarlega í
vörninni. Greinilegt að Bogdan hafði í
leikhléinu gefið sínum mönnum góð
ráð. Svo sterk var vörn Víkings og
markvarzla Jens að FH skoraði ekki
mark í s.h. nema úr vítaköstum, þar til
nokkrum sekúndum fyrir leikslok, að
Pétur Ingólfsson sendi knöttinn í mark-
ið með langskoti framhjá Jens. Eftir
þessi úrslit hefur Víkingur náð 3ja stiga
forskoti i 1. deildinni.
Það kom á óvart í byrjun að Viking-
ar léku ekki með sínu sterkasta liði —
hins vegar tveimur línumönnum og
Páll utan vallar í sókninni. Það
heppnaðist ekki. FH komst i 3—1 eftir
7 mín. Þá breyttu Víkingar um leikað-
ferð en komust lítið áleiðis. Sverrir
þeim mjög erfiður og eftir 18. min. var
staðan 8—4 fyrir FH. Hörkuleikur og
falleg mörk FH. Enn var fjögurra
marka munur eftir 23 min. 10—6 fyrir
FH. Lokakaflann í f.h. voru Víkingar
sterkari. Staðan í hálfleik 11—9 fyrir
FH.
Staðaní
1. deild
Víkingar voru mjög ákveðnir i s.h.
Skoruðu þrjú fyrstu mörkin og komust
i 12—11. Jafnt var síðan á öllum tölum
upp í 15—15. Síðan fór að draga í
sundur og þá urðu liðsstjóra FH á
mistök — sendi Guðmund Árna inn á,
svo leikmenn FH voru einum fleiri en
þeir áttu að vera. Karl dómari fljótur
að sjá það og Guðmundur Árni
útilokaður það, sem eftir var leiksins.
FH einum færri í 2 mín. Víkingar
skoruðu fimm mörk í röð um miðjan
hálfleikinn. Breyttu stöðunni i 19—15
og sigur í höfn. Síðan 22—17 en FH
skoraði síðasta mark leiksins.
Mörk Víkings Erlendur 6, Sigurður
5, Árni 4/1, Páll 4/2, Þorbergur 2,
Steinar 1. Mörk FH Kristján 9/8,
Valgarður 2, Sæmundur 2, Pétur 2,
Geir 1, Magnús 1 og Guðmundur Árni.
1.
-hsím.
Piltalandsliðið
valið
Valinn hefur verið 24 manna hópur
tilcundirbúnings fyrir Norðurlandamót
pilta i handknattleik, sem fram fer í
Finnlandi í vor. Samkomulag var á
meðal Norðurlandaþjóðanna að
hækka aldursmörkin um 1 ár i þessari
keppni mcð hliðsjón af Heimsmeistara-
keppni unglinga 1981. Venjulega hafa
leikmenn ekki verið eldri en 18 ára cfi
nú mega leikmenn vera 19 ára gamlir.
Undirbúningur liðsins er þegar liafinn
og er Pétur Jóhannesson þjálfari þess
en Jóhann Ingi Gunnarsson mun hafa
yfirumsjón með liðinu. Ætlunin er að
þessi hópur fái fyrsta verkefni sitt gegn
landsliði Bandarikjamanna, sem mun
sækja okkur heim á milli jóla og nýárs.
Barcelona í
efsta sætinu
„Við sigruðum Granoller, 20—28, á
útivelli um helgina og höfum nú 27 stig
úr 14 umferðum,” sagði Viggó
Sigurðsson, þegar DB ræddi við hann i
gær i Laugardalshöll. Hann var þar að
horfa á leik Vikings og FH og þar var
einnig annar landsliðsmaður úr Vík-
ingi, sem leikur erlendis, Stefán Hall-
dórsson.
Barcelona, liðið, sem Viggó leikur
með á Spáni, er efst með 27 stig.
Atletico Madrid hefur 23 stig og
Calpisa Alecante 22. Þau lið hafa leikið
einum leik minna. Viggó hefur skorað
um 50 mörk i leikjum sínum með
Barcelona.
Érlendur Hermannsson frír á linu og sendir knöttinn framhjá Sverri Kristinssyni, markverði FH, sem varði með ólikindum I fyrri hálfleik. Þarna kom hann ekki við
vörnum og Erlendur átti sinn bezta leik á keppnistímabilinu. Árni Indriðason og Valgarður Valgarðsson fylgjast með. DB-mynd Halla.
Úlfarnir — Wolverhamplon
Wanderers — tryggðu sér sæti i undan-
úrslilum enska deildabikarins í gær-
kvöld í Dcrhy, þegar þeir sigruðu
Grimsby 2—0. Það var annar leikur
liðanna. Jafntcfli 1—1 varð í þeim fyrri
eftir framlengingu í Wolverhampton.
Rochdale-Tranmere 2—I
York-Bury 1—2
Millwall-Croydon 3—2
Halifax-Walsall I — I
Torquay-Swindon 3—3
Wimbledon-Portsmouth 0—0
Millwall sigraði eftir framlengingu.
Úlfarnir náðu forustu með marki
Ken Hibbitt úr vítaspyrnu er langt var
liðið á leikinn. Miðvörður Grimsby,
Clive Wiggington, braut á sóknar-
manni Úlfanna en leikmenn Grimsby
héldu því fram, að brotið hefði verið
framið utan vítateigs. Sjö min. siðar
skoraði John Richards síðara mark
Úlfanna — knölturinn fór af
Wigginton í mark Grimsby. Í undanúr-
slitum leika Úlfarnir við Swindon,
heima og að heiman.
Chelsea náði forustu i 2. deild í gær
eftir jafntefli við QPR á útivelli 2—2.
Hefur betri markamun en Newcastle.
Það virtist stefna í sigur Chelsea, en
aðeins tveimur min. fyrir leikslok
jafnaði Clive Allen fyrir QPR með frá-
bæru skoti.
Skotland tryggði sér rétt i undan-
úrslil Evrópukeppni landsliða í gær,
leikmenn 21 árs og yngri, eflir jafntefli
2—2 við Belgiu í Edinborg. I ensku
bikarkeppninni, 2. umferð, urðu úrslit
þessi:
Chester-Barnsley I—0
Harlow-Southend 1—0
„Jólasveina-
hátíd” í höll-
inni á morgun
Á morgun verður haldin heljarins
mikil „jólasveinahátíð” í Laugar-
dalshöllinni á vegum HSI og íþrótta-
fréttamanna. Verður þar margt sér til
gamans gert. Landsliðið mun leika við
pressulið og þá mun unglingalandsliðið-
(18 ára og yngri) leika við landslið
ísalnds frá 1966. Þá verður tizku-
sýning. Skúli Óskarsson og nokkrir
félagar hans munu reyna með sér í
reiptogi gegn sljórn HSI og fleiri
gestum. Síðast en ekki sizt ber að geta
þess að fyrsta heimsmeistarakeppnin í
innanhússknaltspyrnu, verður haldin
annað kvöld. Munu þar leika lið
skemmtikrafta, alþingismanna og svo
að sjálfsögðu hið ósigraða lið iþrólta
frétlamanna. Nánar verður greint frá
þessari frábæru skemmtun í DB á
morgun.
erum vid konún meó tutt hús at jöto-
skrauti og jóhpappk sem enginn annar
ermeá
EINNIG:
Dúkar
Servíettur
Bönd
Slaufur
Merkimiöar
Kort
Kerti, spil
Leikföng
MUhGsio
Laugavegi 178 — Sími 86780
(nœsta hús við Sjónvarpið)
Þessi nýlega mynd af Pétrí sýnir hann hirða frákast i einum leikja Washington.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Víkingur-FH 22-18 (9-11)
itlandsmótið 11. daild karta I handknatUeik, Vikingur - FH. 22-18 19-11) i Laugardatshöll
18. desember.
Beztu leikmenn: Sigurður Gunnarsson, Vkingi, 9, Ámi Indríðason, Víkingi, 8, Kristján Ara-
son, FH, 8, Eriendur Hermannsson, Vikingi, 8, Jons Einarsson, Vikingi, 8.
Vikingur. Jens Einarsson, Krístjén Sigmundsson, Péll Björgvinsson, Ami Indríðason, Por-
bergur Aðalsteinsson, Steinar Birgisson, Ólafur Jönsson, Eríendur Hermannsson, Sigurður
Gunnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Brynjar Stef&nsson, Heimir Karísson.
FH: Sverrir Krístinsson, Magnús Ólafsson, Geir Hallsteinsson, Sœmundur Stefénsson, Guð-
mundur Magnússon, Valgarður Valgarðsson, Krístján Arason, Guöm. Áml Stefénsson, Pétur
IngóHsson, EyjóHur Bragason, Magnús Teitsson, Ami Ámason.
Dómarar Karí Jóhannsson og Gunnar Kjartansson. Vikingur fékk 4 vitakösL Nýtti þrjú.
Sigurður étti vitaskot i stöng. FH fékk 8 vitaköst. Nýtti öll. Þremur leikmönnum FH var vikið
af velli, Guðmundi Mag., Guðmundi Áma og Sœmundi. Einurh Vikingi. Áhorfendur 960.
PÉIUR EINNAF ÁnA
BEZTU MIDHERJUNUM!