Dagblaðið - 19.12.1979, Side 18

Dagblaðið - 19.12.1979, Side 18
18; /■ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. Leiðin /anga Feröin til Sædýrasafnsins. Höfundur Jón frá PéJmhofti. Myndskreyting: Slgurður Þórir Sigurðsson. Lystrœninginn 1979. Á næsta bæ við Kötu kiðling býr Helgi hundur. Einn góðan veðurdag er Kata kiðiingur að smakka grasið á túninu á Teigi, en þar býr Helgi hundur. Þá kemur hann aðvífandi og þau taka tal saman. Helga hundi leiðist lífið og tilveran þar sem hann er eini hundurinn í hverfinu. Hann hefur ákveðið að leggja land undir fót og halda á vit Sædýrasafnsins fyrir sunnan. Hann hefurþað fyrirsatt, frákrökkum sem komu að sunnan, að það sé svakalega skemmtilegt pláss. Helgi hundur vill fá Kötu kiðling með í ferðina en hún er heldur treg í byrjun en eftir að Helgi hundur hefur lýst dásemdum Sædýrasafnsins, skiptir Kata kiðlingur um skoðun. Paradís dýranna Sædýrasafnið er sumsé stór höll við sjóinn og í höllinni eru alis kyns dýr, ótrúlegustu tegundir af dýrum. Bæði stór dýr og lítil dýr og þau leika sér öll saman og enginn þarf að gera neitt annað en að leika sér. Allir eru glaðir og kátir frá morgni til kvölds og það er aldrei Ieiðinlegt. öll dýrin fá nóg að borða og sá matur. Namm namm. Hérna fyrir austan hefur aldrei sést annar eins matur og er í boði í Sædýrasafninu. Leiðinlanga Helgi hundur og Kata kiðlingur halda af stað úr Norðfjarðarsveit Bók menntir Brandur kettlingur, Flekka forystu- ær, Kobba kind, Líni lambhrútur, Hanna hæna, Heiðbrá hæna, Hró- bjartur hani, Nói naut, Mæja mjólkurkýr og Tinna tík. Óli Akranesköttur kemur dýra- hópnum um borð í Akraborgina og í Reykjavíkurhðfr. tekur Frissi flæk- ingsköttur við og aðstoðar þau síð- asta spöiinn. Loksins eftir langt og strangt ferðalag blasir Sædýrasafnið við. En Sædýrasafnið er engin höll. Lágreistir kumbaidar umgirtir og á hliðinu er skilti: öllum dýrum bann- aðuraðgangur. En aðkomudýrunum er ekki fisjað saman. Þau ákveða að brjóta niður hliðið, yfirtaka staðinn og búa tii nýtt Sædýrasafn. Valdís Oskarsdóttir einn morguninn við sólarupprás. Þau fylgja þjóðveginum norður um, svo vestur og síðan suður. Upp heiðar og niður heiðar, inn dali og út dali. Fram hjá bæjum og framhjá þorpum, yfir brýr og fram hjá vötn- um. Yfir fjallgarða, grösug tún og sanda. Á ferðaiaginu bætist í hópinn; Rannveig rolla, Hrani hreinkálfur, Kolbrún kýr, Hvati hvolpur, Tobba túnroiia, Hrafnhildur hryssa, Friðrik folaid, Móri hrútur, Keli köttur, Dóri hrútur, Búbót kvíga, Ketill klár, Óseðjandi átvagl En af hverju yfirgefa dýrin átt- haga, öruggt húsaskjól og umönnun mannanna? Jú, um það bil helmingur fer af ævintýralöngun eða vegna þeirrar fullvissu að Sædýrasafnð hljóti að vera betri og skemmtilegri staður en sá sem þau lifa á. Samanber; fjar- lægðin gerir fjöUin blá. Hin dýrin fara til að forðast matar- græðgi mannanna, því það á að slátra þeim með haustinu. Ég fékk það á tilfinninguna, að mannskepnan væri óseðjandi átvagl sem dræpi allt kvikt um leið og það hætti að vera til nokkurra nytja, nema sem kjöt- skrokkur í frystikistu. Dýrin of lík Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavinnu auðveldari en áður: NECCHI siLoia — ..... Hugmyndin að ferðalagi dýranna er skemmtileg en það vantar ýmislegt uppá að sagan í heild verði skemmti- leg. Til að mynda eru öll dýrin eins, bæði í málfari og hugsun, nema Móri hrútur. Hann er sá eini sem ég gat fundið einhvern sjálfstæðan persónu- leika hjá. Öll hin dýrin eru svo keim- lík að þó svo ég víxlaði nöfnum dýr- anna eftir talaða málsgrein, þá skipti það engu máli. Það er kannski erfitt að gera hverju og einu dýri það góð skil, að hægt sé að finna út hver talar í það og það skiptið, þar sem dýrin eru svo mörg. En það hefði mátt draga skýr- ari út þau dýr sem mest koma við sögu, svo sem Kötu kiðling, Helga hund, Rannveigu rollu og Kolbrúnu kýr svo ég nefni dæmi. Og annað at- riði sem mér finnst ástæða til að minnast á. Sagan er helst til of löng og hefði að ósekju mátt stytta hana nokkuð. Sér í Iagi fyrri hluta sögunn- ar þvi þar er farið of hægt yfir sögu. Góðir punktar En það eru í sögunni fjölmargir góðir punktar sem gera það að verk- um að bókin er vel þess virði að vera lesin. Sums staðar eru vangaveltur og samtöl dýranna um háttu mannanna stórskemmtileg eins og t.d. þegar dýrin ræða um kirkjur. „Hjá kirkjum eru oftast kirkju- garðar,” sagði Helgi hundur. „Þar eru dánir menn grafnir niður í jörð- ina, svo enginn geti étið þá. Menn- irnir vilja ekki láta éta sig, þó þeir vilji éta aðra.” „Já, það er fleira gert í kirkjum en að syngja,” sagði Rannveig rolla. „Þeir syngja líka þegar þeir grafa hina dánu,” sagði Helgi hundur. „Ég hef verið í kirkjugarði þegar maður var grafinn. Hann var grafinn i tré- skáp sem settur var niður í stóra holu.” Landafræði Við fáum líka að vita heilmikið í landafræði. Því alla leiðina frá Norð- fjarðarsveit suður í Sædýrasafn er alltaf eitthvert dýranna sem veit hvað fjöllin heita, bæirnir, vötnin, árnar, dalirnir og sandarnir. Það gefur sögunni meira gildi en ef dýrin hefðu endalaust gengið um nafnlaust land. Þær örfáu myndir sem eru í bók- inni eru vel gerðar og hefði ég ekkert haft á móti því að hafa þær nokkuð fleiri en myndin á bókarkápunni finnst mér nokkuð skemmtileg. Aftan á bókarkápu segir, að þetta sé fyrsta barnabók Jóns frá Pálm- holti og ætla ég bara að vona að hann skrifi þær fleiri. NECCHI SnJJKl saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI SIUDO saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SILDIQ saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SlLUia saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem ncest fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafnvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHIS1LDK3 saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. NECCHI SlLDld saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald. Útsölustaðir víða um land. Einkaumboð á íslandi: FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 Sendum bæklinga, ef óskað er 1X2 1X2 1X2 17. leikvika — leikir 15. des. 1979 Vinningsröð: 2X2-111-101-2X1 1. vinningur: 11 réttir — kr. 432.500.- 2128(1/11,2/10) 3749 4765(1/11,1/10)+ 6969 30490(1/11,4/10) 41388(1/11,6/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 4.100.- 59 3915 8515 + 12529 31918(2/10) 40548 41752 254 4196 + 9166 + 12583 + 31919 34157(4/10) 41754(2/10) 666 4197 + 9259 12621+ 32021 34215 40561 41823 1247 4209(4/10)+ 12623+ 32094 + 34257 40578(4/10) 1253 4285 9297 + 30025 32277 40001 40613 41831 1259 4706 9369 + 30041 32383 40032 40634(2/10) 1327 4752 9465 30136 32414 40034 40706 41841 1621 4768 + 9843 30158 32506 40046 40709 41860 1720 4780 + 9994 + 30527 32507 40056 40778 41861 2109 5100 10061 + 30731 32533 40078 40823 + 41872 2110(2/10) 10084 30751 32657(2/10) 40842 41883 2112 5232(2/10)+ 30757 32682(2/10) 40890 + 41919 2125 5500 + 10278 30799 32747(2/10) 41064 41953 2127 5793 10489 + 30823 32830 40106 41201 41988 2142 5842 + 10523 30835 32907 40172 41231 42044 2163 5901 10524 30837(2/10) 40212 41355 42081 2346 6182 10572 30885 33006 40215 41398 57681 2373 6291 10934 30980 33038 40259(2/10) 2689 2624 6452 11014(2/10) 33060(2/10) 41441 2670+ 6492 11016 31044(2/10) 40284 41442(2/10) 2676 6978 11717 31075(2/10) 40335 41455 2786 6969 11841 31086 331*5(2/10) 41469(2/10) 3237 7175 11909 31103 33263 40405 41520 + 3313 7399 12102 + 31134 33474 40414(3/10) 3411(3/10) 12321 31230(2/10) 40416(3/10) 3429 7483 12359+ 31272 33509(2/10) 41578 + 3433 7894 12420 31431 33578 40420 41591 3508 + 8015 12466 + 31564 33925(2/10) 41601 3568 8020 12483 31779 34006 40451(3/10) 3847 + 8055 12492 31915 + 34026+ 40443 41694(4/10) 3853+ 8108 12520 31916+ 34029 + 40500 41715(2/10) Kærufrestur er til 7. jan. 1980 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif- legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.