Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 28
28
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
Guðrún Á. Símonar
við afgreiðslustörf
Milli sjötíu og áttatíu manns not-
uðu sér tækifærið og kcyptu
hljómleikaplötu Guðrúnar Á.
Simonar, er söngkonan tók að sér af-
greiðsluna í hljómplötudeild Fálkans
á laugardaginn var. Að sjálfsögðu
áritaði Guðrún plöturnar fyrir
viðskiptavinina.
Plata Guðrúnar var hljóðrituð á
afmælistónleikum hennar í Háskóla-
bíói í vor. Þá fagnaði hún fjörutíu
ára söngafmæli sínu. Auk Guðrúnar
koma fram á plötunni rnargir
söngvarar aðrir. Þar á meðal eru
Þuríður Pálsdóttir, félagar úr kór
Söngskólans í Reykjavík og Magnús
Jónsson.
-DB-mynd: RagnarTh.
ENSKA HUÓMSVEITIN GOLD
SLÆR í GEGN í RÚSSLANDI
Enska hljómsveitin Gold er ein al-
vinsælasta erlenda hljómsveitin i
Sovétríkjunum um þessar mundir.
Gold fór í hljómleikaferð austur fyrir
járntjald fyrir nokkru og dvaldist
meðal annars í 75 daga í Sovét-
ríkjunum. Þar lék hún að meðaltali
fyrir tíu þúsund manns á hverjum
hljómleikum.
Það furðulega við hljómsveitina
Gold er að utan Sovétrikjanna er hún
svotil óþekkt. Þar til síðastliðið
suntar hafði hún ekki sent frá sér eina
einustu plötu. Sú fyrsta nefndist
Gold Live From Moscow og var tekin
upp á hljómleikum í Moskvu. Hún
hlaut mjög góðar viðtökur í Sovét-
ríkjunum.
Liðsmenn Gold eru að vonum i
sjöunda himni yfir þessari óvæntu
velgengni sinni. John Shehen hljóm-
sveitarstjóri segir:
„Þetta er allt mjög furðulegt.
Einn daginn máttum við þakka fyrir
að fá að spila á litlum klúbbum i
Birmingham. Nokkru síðar vorum
við komnir á svið í Leningrad og lék-
um fyrir ellefu þúsund æpandi áheyr-
endur.”
Vinsældir Gold leiddu til þesS að
gerður var sjónvarspþáttur með
hljómsveitinni. Það varð til þess að
eftirspurn eftir miðum á hljómleika
hennar stórjókst. Á hljómleikum í
Yalta var dóttir Brezhnevs forseta
meðal gesta. Forsetanum sjálfum
nafði verið boðið, en hann sá sér ekki
fært að koma og sendi dóttur sina í
staðinn. Henni líkaði leikur Gold svo
vel að hún tryggði sér þegar miða á
næstu hljómleika.
Ufnaryfír
tónlist
diskótekanna
DB-myndir: Ragnar Th.
-PELS-PELS
UM
JÓUN
Mídas
HVERAGERÐI
SÍM199-4499.
Pelsjakkar, peysur - pils í
úrvafi - jakkann mð nota á
innhverfu sem úthverfu.
Pöstsendum
Þau tvö diskótek í
Reykjavík, sem til þessa
hafa eingöngu boðið upp á
danstónlist af hljómplöt-
um, hafa nú tekið lifandi
tónlist upp á arma sína
einn dag í viku. Diskótekin
eru Hollywood og Óðal.
Undanfarna miðvikudaga
hefur „big band” undir
stjórn Gunnars Ormslevs
leikið í Óðali. Á síðasta
miðvikudagskvöld bauð
Hollywood gestum sínum
upp á leik hljómsveitarinn-
ar Mezzoforte, auk þess
sem kynntur var jass af
hljómplötum fyrrihluta
kvöldsins. Ætlunin er sú
að hafa lifandi tónlist sem
fastan lið í skemmtipró-
grammi Hollywood í fram-
iíðinni!
- ÁT
ASGEIR
TÓMASSON