Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
7
Skorið á deiluhnút íKeflavík:
Lögreglan skikkuð til
að vakta brunasímann
Dómsmálaráðuneytið hefur nú
tekið af skarið varðandi brunasím-
ann í Keflavík. Skulu lögreglumenn á
lögregluvarðstofunni vakta símann
og svara þá er kallað er eftir slökkvi-
liði. Málin hafa verið i óvissu meiri
hluta þessa árs, þar til nú að
ákvörðun hefur verið tekin til
náinnar framtíðar að minnsta kosti.
Um síðustu áramót tilkynntu varð-
stjórar lögreglunnar í Keflavík að
þeir myndu ekki svara i brunasímann
eftir 1. febrúar 1979. Bæjarfógeti,
Jón Eysteinsson, gekk síðar í þetta
mál og afstýrði því að ákvörðun
lögregluvarðstjóranna kæmi til fram-
kvæmda. Skrifaði Jón fógeti bæjar-
ráði Keflavíkur og tilkynnti að lög-
regluvarðstofan myndi ekki annast
simann eftir að þetta ár rynni út.
Hafði Jón fógeti að baki sér bréf frá
Steingrími Hermannssyni, fyrrum
dómsmálaráðherra, að ákvarðanir
varðandi brunasimann væru i
— Vilmundur
afturkallaði
ákvörðun
Steingríms
höndum bæjarráðs.
Nú hefur Vilmundur Gylfason
dómsmálaráðherra afturkallað
ákvörðun Steingríms og ráðuneytið
tilkynnt bæjarfógeta að lögreglu-
varðstofan skuli hér eftir sem hingað
til annast brunasímann.
-A.SI.
Sungið fyrirþingheim
Svo sertt landsmönnum er kunnugt standa alþingismenn þjóðarínnar l ströngu þessa
dagana. Fyrirsjáanlegt er að þeir fá stutt jólaleyfi, þeir sem eru öðru vanir. Það er
því vel til fundið að stytta þeim stundirnar blessuðum. Þessir krakkar tóku sig til og
sungu fyrir þingheim.
Búin jólasveinahúfum og kertum hafa krakkarnir vonandi létt þingmönnum
skammdegisannirnar, hafi þeirþá gefið sér tíma tilþess að líta út um glugga og leggja
eyrun við. DB-mynd Kristján Ingi.
2-300 þúsund
króna saknað
á Seyðisfirði
Dularfullt peningahvarf í samkomuhúsinu
Á mánudagsmorguninn kom starfs-
maður i samkomuhúsinu Herðubreið á
Seyðisfirði að svo til tómri tösku, sem
hann taldi að í ættu að vera um 700
þúsund krónur í seðlum og ávisunum.
Voru aðeins nokkrar ávísananna eftir í
töskunni. Var málið kært og hefur
verið i rannsókn síðan.
Árni Vilhjálmsson, fulltrúi sýslu-
nianns, tjáði DB að rannsóknin hefði
enn engan árangur borið. JC klúbbur á
Seyðisfirði var með samkomu i húsinu
á laugardagskvöld. Komu hinir horfnu
peningar inn á þeirri samkomu og var
taskan, sem þeir voru látnir í, skilin
eftir í eldhúsi samkomuhússins. Allt
féð var horfið úr löskunni á mánudags-
morguninn, að undanteknum nokkrum
ávísunum.
Siðar fundust ávísanirnar og kvað
Árni áhöld um hvort þær hafi nokkurn
tíma verið teknar, heldur aldrei í
töskuna farið. Ávísanirnar hljóða
samtals upp á um 4— 500 þúsund
krónur. Seðlarnir, sem sagðir eru
horfnir, nema hins vegar milli tvö og
þrjú hundruð þúsund kr.
Rannsókn málsins er haldið áfram.
-A.St.
Ptofra-
Ryksugan sem svif ur
HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur
undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er
Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn
rúmar 12 litra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er
ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður um
gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust
fyrir þig, svo létt er hun.
Eg er léttust...
búin 800Wmótor
og 12 lítra rykpoka.
(Made in USA) _
VERÐ KR.
88.950,
HOOVER er heimilishjálp
ALI
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
■B
1
zer
;...........
Vorum að fá sendingu af þessum frábæru píanóum
mmm
Verð með stól 1.026.750
Verð með stól 1.138.144
Verð með stól 1.138.444
Verð með stól 1.449.244.
Verslunin hetdur sérstaka kynningu
á þessum píanóum tii jóia.
P.S. Opið verður samkvæmt venjulegum
verslunartíma til jóla.
Sjón er sögu rikari. Gæði framar öl/u.
Laufásvegi 17/ sími 25336