Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 10

Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. 10 Kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, Hvenær veröur mælirinn fullur? V —nú er hægt að fá brúður sem pissa oghafahægðir — kannski verður hægt að gera þeim bamfyrirnæstujól „Við skulum hætta að gefa jóla- gjafir,” heyrist stundum frá fólki, sem er að kikna undan fargi jólagjafa Ná eru komnar á markaðinn brúður, sem borða, gráta, hlœja að sjónvarps- dagskrám, pissa og hafa hœgðir. Guð má vita hvað brúður verða látnar gera fyrir nœstu jól. Kannski verður hœgt að gera þeim barn. og kaupæðis sem grípur um sig fyrir jólin. Nei, við skulum endilega ekki hætta jiessum skemmtilega sið, við skulum aðeins breyta honum örlítið og snúa við á þeirri óheillabraut sem við erum komin út á, áður en það verður of seint. Okkur hættir til að láta teyma okkur á asnaeyrunum í kaupæðinu og kaupa alla mögulega hluti sem enginn hefur gagn af. Við erum 'þrælar alls konar hluta, sem við þurfum síðan að byggja rándýr hús yfir og flytja með okkur í búferla- fiutningum öllum til leiðinda, amaog kostnaðar. Mælirinn orðinn fullur Þeir sem eitthvað hafa fylg?t með vöruflóðinu í ár og auglýsingum eru sennilega komnir á þá skoðun að nú sé mælirinn sannarlega orðinn tilveg blekfullur! Vitleysan keyrir svo úr hófi fram að erfitt er að koma auga á hvernig framleiðendur leikfanga, heimilistækja og alls þess sem okkur er „boðið” upp á ætla að yfirganga sjálfasigánæsta ári! Þegar brúður sem borða, gráta, hlæja að sjónvarpsdagskrám, sem þeim þykja skemmtilegar, pissa og hafa hægðir eru komnar á markaðinn er erfitt aðkomaaugaá, hvaða hæfileikum brúður næsta árs verða búnar. Nú er hægt að tala við Bllabrautir hafa verið mikið auglýstar og allt gert til þess að hafa aksturinn sem brjálœðislegastan. bilana, setja brjálæðislegan útaf- akstur á svið o.s.frv. Til allrar hamingju virðist vera búið að leggja niður auglýsingar á byssum og öðrum morðtólum til jólagjafa, í það minnsta hef ég ekki séð slíkan hrylling í ár. Satt að segja finnst mér að innflytjendur leikfanga ættu að sjá sóma sinn í því að flytja ekki slíkan varning til landsins. Vart er hægt að hugsa sér nokkuð ósmekk- legra en að gefa litlu barni morðtól í jólagjöf! Föllum ekki í f reistni Við höldum öll að við sjálf séum svo „stabil” og sniðug að við föllum ekki í freistni fyrir auglýsingaskrumi! En þegar betur er að gáð gerum við það öll, þegar allt kemur til alls. Ég á sjálf alls konar hluti og tæki, sem ég hef annaðhvorí keypt eða óskað mér og fengið í afmælis- eða jólagjafir, hluti sem ég get svo mæta- vel verið án og hef í rauninni engin not fyrir. Fyrir nokkrum árum sá ég á einni af heimilissýningunum sem hér eru haldnar auglýst mjög sniðugt heimilistæki.' Bráðflink stúlka sýndi ýmislegt sem hægt var að gera með þessu „undratæki”, m.a. að þeyta undanrennu og búa til flórsykur úr molasykri. Ári seinna fékk ég þetta tæki og þóttist hafa himin höndum tekið. En; hver hefur not fyrir þeytta undan-' rennu og flórsykur úr sykurmolum? í —-ssS r r - ' . . : Bráða- birgðabúgí lllil Það þarf ekki að segja meira. -------, Hananú Hananú, platan hans Vilhjálms hefur nú selzt í yfir 10 þús. eintökum ogþað eitt segir meira en lOOOorð. IOIIM LAUG AVEQI33 - SlM111508

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.