Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 36
Þorskveiðitillögur fiskifræðingð:
Fjöguira ára stofninn
þolir300þús. tonn!
- í fyrsfa skipti er nú grundvöllur fyrir ráðherra að fara að ráðum fiskifræðinga
Óhætt er að veiða 300 þúsund tonn
af þorski á næsta ári, samkvæmt
niðurstöðum fiskifræðinga Hafrann-
sóknastofnunar. Þeir tilkynntu þetta
á fundi með útvegsmönnum, fisk-
verkendum og sjómönnum, sem
hófst klukkan ellefu í morgun i
sjávarútvegsráðuneytinu.
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði í viðtali við DB fyrir
fundinn að hann gæti ekkert sagt um
hvenær hann tæki lokaákvörðun um
heimilaða þorskveiði.
Ljóst er því, að ráðherra fer tæpast
að kröfum útvegsmanna um að til-
kynna veiðimagn fyrir áramót. Um
það hafði verið gerð krafa á aðal-
fundi LÍÚ á dögunum.
Skýringin á því að fiskifræðingar
segja nú að óhætt sé að veiða 300
þúsund tonn af þorski munu vera sú,
að árgangurinn ’76 (fjögurra ára)
reyndist sterkari en áður var gert ráð
fyrir. Fyrri tillögur Hafrannsókna-
stofnunar voru þær, að aðeins yrðu
veidd 270 þúsund tonn af þorski á
næsta ári. Bæði aðalfundur útvegs-
manna og farmanna- og fiskimanna
hafði fyrirfram krafizt veiðiheimilda
að 340 þúsund tonnum.
Sérfræðingar segja nú, að í fyrsta
skipti sé grundvöllur fyrir sjávarút-
vegsráðherra að fara eftir tillögum
fiskifræðinga um þorskveiði. Aðrir
slíkir segja, að nú séu aftur á móti
þau tímamót, að hægt sé að sam-
þykkja kröfur útvegs- og sjómanna.
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra hlýddi á rök þessara aðila á
fundinum klukkan 11 í morgun.
Úrslit mála voru ekki kunn er DB fór
í prentun.
- ÓG
KVEIKT í JÓLAPÓSTI í ÁLFHEIMUM
Fullur kassi afjólapósti I anddyri jjölbýlishússins Á IJheimum 38 brann ígœr og orsak-1 ekki til skila og stigahúsið er heldur illafarið eftir reykinn. Skyldiprakkaranum sem i
aði mikinn reyk i stigahúsi hússins. Að sjúlfsögðu hafði þarna einhver prakkarinn I kveiktiliða beturú eftir?
borið eld að. Kom slökkviliðið ú stuðinn og slökkti ú svipstundu. En pósturinn kemst | Á myndinni erlögreglan með brunninn jólapóstinn. . A.St. /DB-mynd Ragnar Th.
Islenzka RKLfólkið
í Thailandi:
Samdráttur Flugleiða hf. á Norður-Atlantshafsleið:
frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 21. DES. 1979.
Leitin að Magnúsi
Ginmarssyni á Ö-5803:
Var bíllinn í
Þorlákshöfn?
„Öll athygli okkar beinist nú að
Þorlákshöfn og í öðru lagi að leiðinni
þangað upp hjá Þrastaskógi og
svæðinu þar um kring,” sagði Sveinn
Björnsson yfirmaður rannsóknarlög-
reglunnar í Hafnarfirði í morgun, en
hann hefur stjórnað leitinni að
Magnúsi Gunnarssyni og bíl hans
Ö-5803.
,,Kona í Þorlákshöfn telur sig hafa
séð sams konar bíl og lýst er eftir þar á
fimmtudaginn, daginn eftir hvarf
Magnúsar. Ekki sá hún númerið en þó
greinilega Ö-stafinn. ítarleg rannsókn á
bláum Ö-bílum hefur leitt í ljós að
enginn hefur verið í Þorlákshöfn á
þeim tíma,” sagði Sveinn.
Hann sagði að fjölmennt lið myndi
leita í dag á þessu svæði og síðan
yrði umfangsmikil kafaraleit í höfninni
i Þorlákshöfn.
-A.St.
Fómar-
lömb flug-
slysanna
á batavegi
Finnsku sjúkraþjálfararnir, Maria
Elise Falkenberg og Tuula Hyvarinen,
sem báðar liggja á Borgarspítalanum,
eru óðum að hressast eftir hið óvenju-
lega slys er þær lentu í á Mosfeilsheiði á
þriðjudaginn var. Þær hlutu báðar
mikil bakmeiðsli og verða enn um sinn
að vera rúmfastar á spitalanum. —
Ólafur Kjartansson læknir, sem einnig
var á Borgarspítalanum, er farinn heim
og Magnús Guðmundsson læknir er
enn á Borgarspítala en er mun hressari.
— Tveir af bandarísku þyrluflug-
mönnunum eru enn á Borgar-
spítalanum en á batavegi.
Ekki tókst að fá nánari upplýsingar
um líðan franska flugstjórans á
Cessnunni eða Nýsjálendingsins en
talið er að þeir séu báðir á batavegi.
-A.Bj.
Smáaug-
lýsingar DB
Verða að sofa í
tjaldi fyrst um sinn
— Mikið um árásir
Víetnama á flótta-
mannabúðimar
Rauða kross fólkið íslenzka sem fór
til hjálparstarfa í Kampútseu mætti á
skrifstofu alþjóða Rauða krossins í
Bangkok 8. desember. Sunnudaginn
10. var íslendingum skipað til starfa í
landamæraþorpinu Aramyaprahet, en
10—15 km utan við þorpið hefur verið
komið upp miklum flóttamannabúð-
um.
í bréfi sem Jóhannes Reykdal, farar-
stjóri ísl. flokksins, reit heim segir hann
íslendingana verða að sofa í tjaldi til að
byrja með, en innan skamms muni þeir
fá betra húsnæði.
Tilhögun vinnunnar verður sú að
íslendingarnir starfa ásamt öðru
hjálparfólki í flóttamannabúðum frá
þvi árla morguns til kl. 4 síðdegis en
hjálparsveitirnar búa í Aramyaprahet.
Flóttamannabúðunum er lokað kl. 4
síðdegis og um þær er strangur vörður
því mikið hefur verið um árásir af hálfu
Vietnama á búðirnar. -A.St.
Flugið lagt niður með
stuttum fyrirvara
ef ástæða þykir til
— Aukning á hótelrekstri og ferðaþjónustu
Samdráttur verður i farþegaflugi
Flugleiða hf. á leiðinni Evrópa-
Bandarikin. Sérstaklega þessi þáttur í
miklum og fjölþættum rekstri fyrir-
tækisins stendur mjög höllum fæti í
augnablikinu, samkvæmt upplýsing-
um, sem DB telur áreiðanlegar.
Eftir stjórnarfund í Flugleiðum
hf. i gær má telja víst, að öllu verði
haldið opnu til þess að leggja þetta
flug niður með stuttum fyrirvara, ef
ástæða þykir til.
Meðal annars vegna stöðugt
hækkandi eldsneytiskostnaðar,
stendur sá þáttur stöðugt lakar sem
að þessu farþegaflugi snýr. Er hér átt
við flutning útlendinga milli Banda-
ríkjanna og Evrópu. Samgöngur
milli íslands og Evrópu verða eins og
áður eftir því sem bezt er vitað.
Hótelrekstur og ferðaþjónusta á
vegum Flugleiða hf. hefur gengið
mun betur. Verður lögð áherzla á að
auka þann rekstrarþátt og bæta
hann eftir föngum. Meðal annars
með því að kynna Íslands sem ferða-
mannaland í enn ríkari mæli en gert
hefur verið og auka ferðamanna-
straum hingað.
-BS.
um jólin
Auglýsingadeild Dagblaðsins (smá-
auglýsingamóttaka) verður opin sem
hér segir um jólahelgina.
Föstudaginn 21. desember til kl. 18,
laugardaginn 22. desember kl. 9—14.
Á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag
og annan i jólum verður lokað.
Starfsfólk auglýsingadeildar sendir
viðskiptavinum og landsmönnum
öllum óskir um
GLEÐILEG JÓL.