Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 21
Óskhyggjan og veruleikinn
Aflalheiður Bjamfreðsdóttir:
Myndir úr raunveruleikanum, skáldsaga.
Bókaútgéfan öm og örlygur, h.f., Rv8t. 1979.
136 bb.
Ég er ein af þeim sem, alveg varð
dolfallin yfir að til skyldi vera kven-
maður á meðal okkar — alþýðukona
— sem var þessi stórkostlegi ræðu-
skörungur, sem hreif með sér
þúsundir áheyrenda á Lækjartorgi
kvennadaginn 1975. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, það var hún sem
átti töfrasprotann, hún sem lyfti
okkur upp úr grautarpottunum og
krýndi okkur sem drottningar
dagsins. Hvað skeði? Það var allt,
persónuleiki hennar, það sem hún
sagði, hvernig hún sagði það, skýrt
og skorinort með hæfilegum þögnum
til áréttingar. Hvar hafði hún lært
þetta? Stökk hún bara svona full-
sköpuð út úr höfði Seifs? Var þá eftir
allt saman einhver dularfull alþýðu-
menning sem gat af sér snillinga? Og
maður las allt sem kom um Aðalheiði
i blöðunum á eftir til að leita svars:
Hún var margra barna móðir, hafði
stundað sveita- og verkamannastörf
jafnframt heimilisstörfum og ekki
hafði verið hlaðið undir hana. Lifið
hafði kennt henni margt og verið
hennar skóli. — Já þá var gaman að
vera til, við upplifðum ævintýrið á
meðal okkar. Aðalheiður veitti okkur
kjark. Síðan þetta var hefur hún
starfað af fullum krafti að félags-
málum og er nú m.a. formaður
Sóknar.
Prútt hjarta
Nú hefur hún einnig skrifað bók,
„Myndir úr raunveruleikanum”, sem
kom út nú fyrir jólin. Sagan segir frá
börnunum Öggu og Óttari sem alast
upp í braggahverfi eftirstríðsáranna í
ömurlegu umhverfi og niðurlægingu
og fólkinu í kringum þau. Sumt
sékkur bókstaflega í þetta hyldýpi
mannlegrar eymdar en söguhetjurnar
lifa af eftir miklar hörmungar. Að
lokum ná þau saman, ungmennin,
reynslunni ríkari, Agga finnur föður
sinn, sem reynist vera einn af ríkustu
kaupmönnum borgarinnar og góður
kall inn við beinið, — og gæfan
brosir við þeim öllum.
Aðalheiður hefur prútt hjarta og
henni svíður sárt misréttið í þjóð-
félaginu sem bitnar verst á
börnunum. Hún skrifar sögu til að
vekja athygli á vandamálunum og
beitir (kannski ósjálfrátt?) þeirri
aðferð að skrifa ævintýri og semur
sig þannig að ævafornri hefð alþýðu
allra tíma. Aðalheiðuj veit að enginn
getur haldið út endalausa baráttu án
Bók
menntir
Rannveig Ágústsdóttir
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
'vonar, það er vonin sem heldur lifinu
við og endurnýjar það — og svo
óminnið.
Ég kalla söguna ævintýri, ekki af
því að hún lúti formi ævintýrsins,
þar líkist hún meira afþreyingar-
sögu, heldur bara vegna þess að
gömul ævintýraminni halda sögunni
uppi: 1. Óttar — karlsson leggur út i
lífið með ruður einar í nesti, lendir i
ólýsanlegum þrautum, leysir þær
hverja af annarri með hjálp góðra
vætta (öggu, Guggu frænku,
Sigmars) og fær kóngsdóttur og hálft
konungsríki að launum (Öggu, sem.
nú er orðin erfingi konungsríkis
Sigmars). 2. Agga — útburður
(föðurleysingi) lifir af illa æsku í
öskustónni eða meðal ræningja
o.s.frv., kemst þá til manns og þá
uppgötva foreldrarnir afkvæmi sitt
(þau eru auðvitað kóngur og
drottning, hér ríki faðirinn) taka það
í sátt og láta það erfa ríkið eftir sinn
dag.
Mikill
efniviður
Ævintýrið er alltaf heillandi
lesning. Þar fær óskhyggjan útrás og
manni líður vel að lestri loknum.
Málin eru leyst. En var það tilgangur
Aðalheiðar að sætta okkur við á-
standið? Mig grunar að hún hafi
ætlað að láta okkur rumska, jafnvel
gera okkur reið, en hafi svo eftir allt
saman hætt við. Best að gera gott úr
öllu. Til þess að vekja reiði og um-
bótalöngun manna þarf annars konar
sögu, — sögu sem speglar
raunveruleikann en sleppir ósk-
hyggjunni.
Það er stórgalli á verki Aðalheiðar
að það er vart nema hálfunnið.
Mikill og yfirfljótandi efniviður
fiæðir um síðurnar, sagt frá þessu,
sagt frá hinu, mörg nöfn nefnd, en
aldrei staldrað við og gefin heil list-
ræn mynd. Ég las það einhvers staðar
að Aðalheiður segðist ekki hafa sýnt
nokkrum manni handritið fyrir út-
gáfu. Það held ég hafi verið mis-
ráðið, ekki síst þar sem útgefendur
hafa fæstir nokkra kunnáttumenn í
þjónustu sinni sem geta leiðbeint
byrjendum (það er önnur saga).
Þrátt fyrir þetta hlakka ég til að
lesa næstu bók Aðalheiðar, eigi hún
eftir að sjá dagsins Ijós, því ég er ekki
í nokkrum vafa um að hún gæti orðið
jafngóður rithöfundur og hún er
slyngur ræðumaður, legði hún sig
eftir því.
-R.G.Á.
w
I
GÆRKVÖLDI
Um aldabii var Rússland vesturianda-
búum mikil ráðgáta.
Þetta breyttist ekki með stofnun Sovét-
rikjanna 1917.
Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um
sögu Sovétrikjanna, en við fullyrðum að
engin þeirra likist þessari bók.
Hún opnar okkur nýjan heim og er
dýrmætur fengur þeim, sem vill öðlast
skilning á þessari leyndardómsfuliu þjóð.
Bók Árna er i senn uppgjör hans við
staðnað þjóðskipulag og ástaróður til
þeirrar þjóðar sem við það býr.
Mál og menning
DAGBLAÐIÐ. FÖr"r»'DAGUR 21. DESEMBER 1979.
Svolítið tætingslegt
Ef mér væri sjálfrátt mundi ég
segja að dagskráin i gærkvöldi hafi
verið talsvert tætingsleg. Það vildi til
að ég var búin að heyra í kvöldfrétt-
um að fjárhagsáætlun útvarpsins
þarf að skera niður um hundrað
milljónir eða svo, því ekki fæst fé frá
hinu opinbera.
En þótt ég greiði mín afnotagjöld
ævinlega allt of seint þá skal ég vera
fyrsta manneskja til að viðurkenna,
að þau eru hlægilega lág, hvort sem
miðað er við brennivínsverð eða
bóka. Mér finnst einnig að leggja
ætti niður sérstaka innheimtu stofn-
unarinnar, þvi það er óþarfa skrif-
stofukostnaður. Það ætti að rukka
gjaldið inn með skattinum.
Af efni kvöldsins fannst mér per-
sónulega þátturinn af bókamarkaðin-
um vera bitastæðastur enda vildi ég
helzt láta lesa upp úr bókum allan
daginn í útvarpinu.
Efni hans þetta kvöldið var að
mestu sagnfræðilegt. Lesið var úr af-
mælisritum til fræðimannanna Ólafs
Hanssonar og Kristófers á Sjávar-
borg, og ennfremur reyndust -ýslu-og
sóknarlýsingar í Arnessýslu
bráðskeinmtilegar.
Sem sagt mcð eindæmum þjóðlegt
og ágætt efni, það kom svolítið eins
og skollinn úr sauðarleggnum að
enda það með kvæðum eftir Gunnar
Dal.
- IHH
Árni Bergmann
Miðvikudagar
Moskvu
1