Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
13
Suður-Kórea:
Nýi forsetinn
lofar nýrri
Nýr forseti Suður-Kóreu, Choi Kyu-
han, lofaði í gær að mjög takmarkandi
stjórnarskrá landsins yrði samin upp á
nýtt innan eins árs. Að því verki loknu
yrði síðan efnt til lýðræðislegra
kosninga í landinu.
Choi var settur í embætti við há-
tíðlega athöfn í gær. Viðstaddir voru
um þrjú þúsund af fyrirmönnum
landsins.
Stalíns minnzt
í Pravda
Sovézk stjórnvöld minntust þess að
eitt hundrað ár eru í dag liðin frá
fæðingu Jósefs Stalín með leiðara í
Pravda, málgagni kommúnista-
flokksins. Þar er honum hrósað sem
,,hinum margfræga leiðtoga
kommúnistaflokksins og Sovét-
ríkjanna”. í leiðaranum var syndalisti
Stalíns talinn upp að nokkru leyti, en
sumum af aðalákærum þjóðarinnar
gegnum honum sleppt. — Stalín lézt
árið 1953.
í sumum löndum tengja menn hreindýrin jólasveininum. Kannski er það vegna
þess að bseði eru tengd norðlægum slóðum. Hvað um það, jólin verða friðsamleg
að venju siðari ára um mest allan hinn norðlægari heim, hvort sem þakka má
hreindýrunum eða jólasveinunum þá blessun. Annars staðar I heiminum er
minni jólastemmning. Til dæmis hjá nágrönnum okkar I Norður-írlandi. Þar
hafa skæruliðar tilkynnt að þeir hyggist siður en svo gera hlé á myrkraverkum
sinum og ætli að sprengja linnulaust upp fólk og mannvirki yfir jólahátiðina.
Bretland:
Anarkistinn
sé9árinni
Bretum þykir vænt um drottningu
sína og hennar fólk. Hafa þeir
löngum sýnt það. Þess vegna eru ekki
allir ánægðir með úrskurð kviðdóms
í London í gær. Hinir tilnefndu
fulltrúar þar dæmdu þó einn
sakborning í níu ára fangelsi fyrir að
hafa ætlað að ræna Elísabetu annarri
Bretadrottningu og auk þess að hafa
haft uppi fyrirætlanir um að varpa
fjölda handsprengja á götur í
London.
Ekki var nóg með að ætlunin væri
að ræna sjálfri drottningunni heldur
var talið sannað fyrir réttinum að
eins hafi átt að fara fyrir Önnu
prinsessu, dóttur Bretadrottningar.
Ef eitthvað er þá er Anna vinsælli
meðal fólks i Bretlandi en móðir
hennar.
Almenningur í Bretlandi er mjög
hneysklaður yfir því að þeir fjórir
einstaklingar, sem ákærðir voru fyrir
aðild að málinu voru sýknaðir.
Þykja þetta mikil tiðindi þar sem
ákærur voru mjög alvarlegar. Aftur á
móti viðurkenna Bretar að dómskerfi
þeirra geri ráð fyrir slíkum ágreiningi
á milli lögfróðra manna og almennra
borgara, sem skipa kviðdóma. Sá
dómur sýknaði hina ákærðu en
dómarinn sem stjórnaði réttarhald-
inu lét þau orð falla við lok þeirra að
kviðdómurinn hefði verið einstaklega
mildur.
FATAMARKAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR
Vorum aö taka upp JMr
FLAUELSBUXUR Á STELPUR
í vínrauöu oggráu
Einnig drengjafot, bamaskyrtur;
smekkbuxur, drengjabuxur o.m.fl.
KOMIÐ OG SJÁIÐ ÚRVALIÐ OG VERÐIÐ
FATAMARKAÐUR
FJÖLSKYLDUNNAR
LAUGAVEGI66 - II. HÆÐ
Erlendar
fréttir
REUTER
Jamaica:
Ráðherrum
sagt upp
í spamaðar-
skyni
Michael Manley forsætisráðherra
Jamaica hefur fækkað ráðherrum
stjórnar sinnar úr tuttugu í þrettán.
Þetta er að sögn gert til þess að skera
niður útgjöld stjórnarinnar. Þá hyggst
Manley með þessum aðgerðum breyta
uppbyggingu stjórnar sinnar frá
grunni.
AF LEIKFÖNGUM
FYRIR BÖRN
Á ÖLLUM ALDRI
LEIKFANGAVER
KLAPPARSTlG 40
Rétt fyrir ofan Laugaveg
SÍM112631