Dagblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980.
Þriðji ársfjórðungur 79 erai óafgreiddur:
ÍSFIRMNGAR LANGEYGIR
EFHR OLÍUSTYRKNUM
— en hann kemur væntanlega um miðjan mánuðinn
Ísfirðingar eru orðnir nokkuS
óþolinmóðir að biða eftir greiðslu
olíustyrks fyrir þriðja ársfjórðung sl.
árs bélagsmálaráðuneytið greiddi
bæjarfélaginu styrkinn i nóvember en
hann hefur ekki enn borizt notendum
í bænum. ísfirðingar hafa bent DB á
það misræmi sem felst í því að bæjar-
félagið skorar á gjaldendur að gera
upp gjöld sín fyrir áramót en síðan
líður og bíður og ekki bólar á
styrknum.
Bolli Kjartansson bæjarstjóri á
ísafirði sagði í gær að drátturinn á
greiðslu olíustyrksins stafaði af
breytingum á íbúaskrá og það tefði
afgreiðslu málsins ef unnið væri að
fjarvarma- og hitaveitumálum.
Síðasti mánuður ársins væri einnig
alltaf erfiður vegna uppgjara.
Bæjarstjóri sagði þó að
olíustyrkurinn kæmi til greiðslu um
miðjan janúar. Þá var hann inntur
eftir greiðslu olíustyrks fyrir fjórða
ársfjórðung og sagði hann að hann
bærist frá félagsmálaráðuneyti í
febrúar og það færi síðan eftir
mannafla hjá bænum hvenær hægt
væri að greiða styrkinn en reynt væri
að flýta þvi eins og hægt væri. -JH.
Mhúfu.
myndir
a minutunm
í öll skírteini
Minúfu, VD LŒKJARTORG
myndir s/mi 12245
Happdrætti Sjálfsbjargar
24. desember 1979
Aðalvinningur: Bifreið FORD MUSTANG 79, nr. 24875.
10 sólarlandaferðir með Útsýn, hver á kr 300.000. 89
vinningar á kr. 20.000 hver (vöruúttekt).
194 15096 27827
477 16400 28144
481 18127 29039
1141 18446 29104
1275 18608 29185
1422 19211 29215 sólarferð
2077 19388 29343
2439 19552 29475
2462 20069 29543
3486 20208 sólarferö 30029
3525 20740 30424
4172 20936 31239
4549 21074 31862
4550 21197 33215 sólarferð
4693 21999 34353
5223 22000 35057
5292 22224 35418
5531 22274 37246
6457 22275 sólarferð 37429
7287 22792 sólarferð 38237
7354 22837 38462 sólarferö
7655 23298 38780
8944 23590 40469
9357 23747 40660
9500 24781 41869
10959 24785 sólarferð 41904
12001 24875 billinn 42135
12525 25068 42591 sólarferð
12836 26081 43534
13323 26210 44402
13988 27019 44695 sólarferö
14672 27191 44713
14752 27809 44988
14903 SJÁLFSBJÖRG, LANDSSAMBAND FATLAÐRA
HÁTÚN112, REYKJAVÍK. SÍMI 29133.
Tónlistarfólkið sem skemmtir i Cannes. Frá vinstri eru Eva Albertsdóttir, Magnús Kjartansson, Krístinn Svavarsson,
Kma Þórarinsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Pálmi Gunnarsson, Þórhallur Sigurðsson, Hrólfur Gunnarsson, Björgvin
Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir og Erna Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Þórð Árnason.
DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
ÚRVALSUÐ ÍSLENZKRA
POPPARA TIL FRAKKLANDS
Lagið Eina ósk, sem Björgvin
Halldórsson gerði frægt á sólóplötu
sinni, heitir nú One Wish. HLH-lagið
Riddari götunnar kallast Streetrider
og Nesti og nýja skó hefur verið skírt
upp og nefnist á ensku Sandwiches
and Beer. Þessi þrjú lög eru brot af
fimmtíu mínútna prógrammi sem
hópur íslenzkra tónlistarmanna
flytur á einum þekktasta nætur-
klúbbi Cannesborgar í Frakklandi nú
síðar i mánuðinum.
Hópur þessi, alls tólf manns, fer
utan á tónlistaráðstefnuna í Midem
sem er skammt frá Cannes. Til
viðbótar þeim fara fjórir menn frá
Hljómplötuútgáfunni hf. Menn frá
útgáfunni sóttu þessa ráðstefnu i
fyrra og er boðið til islenzku tónlist-
armannanna bein afleiðing af þeirri
ferð.
Það eru liðsmenn Brunaliðsins og
HLH-flokksins sem fara í ferð þessa.
Til viðbótar verða með i ferðinni þeir
Þórður Árnason gítarleikari og
Kristinn Svavarsson saxófónleikari.
Hópurinn æfir nú af kappi undir
förina. Hann kemur alls þrisvar
sinnum fram í klúbbnum Club
Whisky A-Go-Go i borginni Cannes
sem þekktust er fyrir árlega kvik-
myndahátíð sína. Á prógramminu
verða eingöngu íslenzk lög sem bæði
verða sungin á ensku og íslenzku.
Ráðstefnan í Midem stendur yfir
dagana 18.-24. janúar. Héðan fer
hópurinn þann 16. og kemur aftur
heim tíu dögum siðar.
-ÁT-
Ríkisstjómin ræðir
styrk á fundi í dag
Hljómplötuútgáfan hf. sótti um
fjárhagslega fyrirgreiðslu til ríkis-
stjórnarinnar vegna ferðarinnar til
Midem í Frakklandi. Að sögn
Magnúsar H. Magnússonar ráðherra
verður beiðni fyrirtækisins
væntanlega tekin til afgreiðslu í dag.
Magnús kvað hins vegar Sighvat
Björgvinsson fjármálaráðherra hafa
verið lasinn að undanförnu og venjan
væri sú að fjármálaráðherra væri
viðstaddur þegar fjallað væri um
beiðni sem þessa.
-ÁT
Skipsstrandið við Rif:
Baujan var Ijóslaus
Nú er Ijóst orðið að það var ekki
aðeins veðurofsinn, sem olli strandi
Hamars SH—224 í landshöfninni i
Rifi í fyrrinótt.
Baujan sem átti að lýsa skipinu inn
mun hafa orðið Ijóslaus. Að sögn Haf-
steins Jónssonar fréttaritara DB á
Hellissandi hefur verið kvartað undan
þessari bauju til Vitamála-
stofnunarinnar án þess að úrbætur
hafi fengizt. I slíku veðri sem geisaði
þessa nótt verður baujan jafnan Ijós-
laus og þar með gagnslaus.
í Ijós hefur komið að það getur
reynzt mjög afdrifaríkt. í fyrra
strandaði 380 tonna skip, Garðsvík, á
sama stað og Hamar strandaði nú, á
svokallaðri Tösku sem er sker við
innsiglinguna í landshöfnina.
GAJ/HJ, Hellissandi.
Rúðubrot dg ærsl í Hafnarfirði
Til nokkurra óláta og ærsla kom í
Hafnarfirði í fyrrakvöld er unglingar
kvöddu jólin. Hafnarfjörður var á
árum áður frægur fyrir ólæti á
þrettándanum en slík læti hafa farið
minnkandi á siðustu árum. Lögreglan
hafði að venju nokkurn viðbúnað,
m.a. varalið frá Reykjavík.
Unglingar brutu rúður bæði í
Ráðhúsinu og í Sparisióði Hafnar-
fjarðar og höfðu ærsl í frammi. Voru
nokkrir teknir úr umferð og yfir-
heyrðir.
-A.St.