Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. ERU FJOLMIÐLARNIR Á MÓTIBREIÐHOLTI? Magnús Sigtryggsson hringdi og, kvaðst vilja kvarta undan því, að það væri alltaf blásið út í fjölmiðlum þegar einhver ólæti yrðu i Breiðholti eða skemmdarverk væru frantin. Sagðist hann óttast að slíkt gæti virkað sem hvatning á unglinga i Breiðholti að brjóta af sér vitandi að þess yrði strax getið í fjölmiðlum. ,,Ég spyr,” sagði Magnús. „Eru hvergi brotnar rúður nema i Breið- holti? Jú. Það eru brotnar rúður út um allan bæ. Ég hef kynnt mér það. En það er aldrei minnzt á rúðubrot nema í Breiðholti. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því, að afbrot séu sízt meiri í Breið- holti en annars staðar. Ég held, að það^sé kominn tími til að fjölmiðl- armf hætti aö blása út fréttir um rúðubrot i Breiðholti.” H Unnið að viðgerðum eftir rúðubrot í Breiðholti. DB-mynd RagnarTh. Bömin vilja ekki hátta vegna sjónvarpsins: Bamamyndir f remst- ar í sjónvarpsdagskrá Andrés Fjeldsted skrifar: Sunnudaginn 26. janúar var hinn frábæri Harold Lloyd síðastur á dag- skrá sjónvarpsins. Hann brást ekki frekar en fyrri daginn. Þótt þeir, sem raða niður sjón- varpsdagskránni virðist ekki átla sig á því, þá er það nú samt svo, að þessar gömlu þöglu gamanmyndir hitta beinl í mark hjá börnum. Það er hálfóskemmtilegl að þurfa að senda þessi litlu grey grátandi í rúmið, af því að sjónvarpið lekur svo lílið tillil til þeirra. Nú kann einhver að segja, að ein- „Fyrir hönd þeirra foreldra, sem eru að reyna að koma börnunum í rúmið ó skikkanlegum tíma á kvöldin, mótmæli ég því, að I framtiðinni verði svona myndir settar aftast i dagskrána," skrífar Andrés Fjeldsted. faldast sé að láta börnin ekkert vita, hvað þarna er á ferð. Málið er bara ekki svona einfalt. Sjö til átta ára krakkar geta sjálftr lesið sjónvarps- dagskrána og vita þvi alveg, hvað um er að ræða. Ekki bætir það heldur úr skák, að í skólanum daginn eftir fá þau ósparl að heyra það hjá þeim félögum sínum, sem myndina fengu að sjá, af hve miklu þau haft misst. Fyrir hönd þeirra foreldra, sem eru að reyna að koma börnunum í rúmið á skikkanlegum tíma á kvöldin mót- mæli ég því að í framtiðinni verði svona myndir settar aftast í dag- skrána. Tveir af oddvitum Framsóknarflokksins, Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings, og Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. DB-mynd Bjarnleifur. Kosningasigur Framsóknarflokksins: Furðulegasta fyrírbæri aldarinnar LOKSINS A ISLANDI ! !!! WÉm HEWLETT hp PACKARD HEWLETT-PACKARD-oinkaumboð á Islandi STÁLTÆKI Bankastræti 8. Simi 27510. Wifcr »&{!'/■ fc'NTER ♦' STO Nttn, CHS vr w ) 'é* ma e K'J UÍ37X •v M j, 4 | | j t 1 1 O 1 Unnar Brynjarsson, verkamaður Hrærekslæk N-Múlasýslu skrifar: Mesta mein aldarinnar er saga Framsóknarflokksins, sagði einn ágætur maður. Furðulegasta fyrir- bæri aldarinnar er sigur Framsóknar- flokksins í kosningunúm 1979, segi ég. Úl á hvað er þessi sigur? Fyrir síðustu kosningar töluðu frambjóð- endur flokksins mikið um félags- hyggju og samvinnu og orð eins og ábyrgð, festa, heilindi og dreng- skapur heyrðust oft. Var helzt á þeim að skilja, að þessi fjögur siðast- nefndu atriði væru þeirra prívat kostir sem þeir einir hefðu. Félagshyggju og samvinnu nefndu þeir svona bara til að segja fólki, að þetta væru hlutir sem þeir væru ekki búnir að gleyma. Sennilega hafa þeir séð þessi orð í gömlum árgöngum af Timanum. Er líklegt, að svona orðskrúð haft borið þetta mikinn árangur í at- kvæðasmöluninni? Eða hefur sumu yngrafólki fundizt það einhver erfða- synd að fylgja ekki afa og ömmu að málum? Maður hélt, að kjósendur tímaskekkjuflokksins væru sem óðast að tínasl í gröfina. Ekki er ólík- legt að dagblaðið Timinn skipti um Ólympíuleikarnir í Moskvu: Eins og G. K. hringdi: Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að tala um ólympíu- leikana í Moskvu. Ég Vil þó segja að ekki þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna hliðstæðu þar sem voru ólympíuleikarnir í Berlín árið I936undirsljörn Adolfs Hitler. Þá langar mig líka til að koma því á framfæri að ég styð Vigdísi Finnbogadóttur í forselakosningun- um. Einokun útvarps Erlendur Magnússon hringdi og vildi vekja athygli á lélegri þjónustu útvarpsins í sambandi við auglýs- ingar. Fólk þyrfti að mæta niður á Skúlagötu 4 til að fá auglýsingar birtar og greiða þær fyrirfram. „Þetta er nokkuð sem þeir gætu ekki gert ef þeir hefðu ekki þessa einokunaraðstöðu,” sagði Erlendur. Of hár tollur á kvikmynda- vörum 12 ára kvikmyndaáhugamaður hringdi: Mér finnsl of mikill tollur á kvik-, myndavörum, sérstaklega á hljóð- kvikmyndavélum. Þær kosta svona 200—400 þúsund og ég hef ekki fjár- muni í slikt. nafn og heiti þá „Tímaskekkja”, þannig að Framsóknarflokkurinn heiðri áratuginn sinn og sýni þannig málgagninu tilhlýðilega virðingu. Alþýðuflokkurinn hefur enga stefnu, sagði formaður Framsóknar- flokksins, en hún er lík stefnu míns flokks. Þetta sagði hann raunar ekki í sömu setningunni en það munaði ekki miklu. Ekki hefur maður heyrl neinar fréttir um mikið fyllirí kosningadag- ana þannig að þar mætli finna ein- hverja skýringu á fylgi Framsóknar- flokksins. Það kaldhæðnislega við þetta er það, að hið aukna fylgi Framsóknar veldur því, að stjómarkreppa er i landinu. Framsókn fram til forystu sungu þessir karlar svo skært inn i hjörtu fólksins. Veizlu það ekki, að amma þín var í Framsókn.var sagt svo mjúklega við þá sem áttu að kjósa í fyrsta sinn, að þeir komusi við. Hvað er það sem heillar kjósendur Framsóknar? Er það kannski hin glæsta stefna? „Herinn á að vera, herinn á að fara.” Framsókn má líkja við mann sem stendur með lapp- irnar sína í hvoru herbergi og tvíslígur með þröskuldinn á milli. 1936 u Nú er deilt um, hvort íslendingar eigi að taka þátt í ólympíuleikunum í Moskvu. Myndin er af Vilhjálmi Einarssyni, rektor. Hann er eini íslendingurinn sem hefur hlotið verð- laun á ólympiuleikum, hlaul silfur- verðlaun í þristökki á ólympíuleikun- um í Melbourne árið 1956.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.