Dagblaðið - 11.02.1980, Page 4
SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - Sími 44445
Ráðherra synjaði beiðni Neytendasamtakanna:
Síminn minnkar þjónustuna
um /eið og símagjöld hækka
— öllum viðgerðar- og endumýjunarkostnaði skellt á notendur þó síminn eigi öll tæki í landinu
»
Með þessum gómsæta rétti má bera
fram niðursoðna tómata eða hrásal-
at, rétt eftir þvi sem hver vill. Ekki er
tekið tillit til þess i hráefniskostn-
aðinum.
Jafnframt því sem Póstur og sími
hefur nú fengið heimild lil hækkunar
gjaldskrár sinnar er enn minnkuð sú
þjónusla sem stofnunin veitir símnot-
endum. Telja Neytendasamtökin að
hin nýja gjaldskrá fái vart staðizt, ef í
harðbakkann slær, að því er varðar
ný ákvæði um viðhaldskostnað sem í
nýrri gjaldskrá er í einu og öllu
lagður á notendur, þó Pósl- og síma-
málastofnunin eigi öll símtæki sem
eru í höndum símnotenda.
f
Neytendasamlökin höfðu óskað
éflir því við ráðuneytið að fá til um-
sagnar efnislegar breytingar á gjald-
skrá og reglugerðum Pósts og síma.
Þeirri beiðni Neytendasamtakanna
synjaði samgönguráðuneytið sem fer
með y firstjórn símamála.
í næstsíðustu gjaldskrá símans stóð
m.a.: ,,Viðgerðarkostnaður notenda-
búnaðar er ekki innifalinn i afnota-
gjaldi en greiðist eftir reikningi, nema
um eðlilegt slit séað ræða”.
I nýjustu gjaldskránni er. þessu
■breytl þannig að orðin „nema um
eðlilegt slit sé að ræða” eru felld
niður og allur viðgerðarkostnaður,
hvort sem er af eðlilegu sliti eða
óhöppum, er lagður á notandann.
Neytendasamtökin telja að þelta
mundi vart fá slaðizt lög þar sem
Póstur og sími á öll símtæki í landinu
og leigir þau aðeins notendum. Eðli-
legt slit eigi því hér eftir sem hingað
lil að falla á eiganda tækjanna.
Eftir að samgönguráðuneytið synj-
aði beiðni Neytendasamtakanna þess
efnis að fá lil umsagnar efnislegar
breytingar gjaldskrár Pósts og síma
er enginn aðili í landinu sem gætir
réttar notenda gagnvart Póst- og
símamálaslofnuninni. Sömu ósk báru
Neytendasamtökin fram varðandi
efnislegar breylingar á gjaldskrám
hita- og rafmagnsveitna. Einnig því
var synjað og þar gætir enginn hags-
muna neytenda.
- A.St.
«c
I frumtiðinni verða símnotendur að
greiða allan viðgerðarkostnað við
síma sína, jafnvel þótt um „eðlilegt
slit” sé að ræða. Þrátt fyrir það er
Póstur og sími eigandi símtólanna og
leigir þau út til símnotenda!
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980.
DB á ne ytendamarkaði
BJARNASON^ CgjKfc
ELDHUSKROKURINN
Steiking í
skál eða potti
Steikingarilátið er ýmist úr eldföst-
um leir, eldföstu gleri eða málm-
blöndu. Það á að vera hæfilega rúm-
golt og með þéttu loki. Steikt er í
smjöri (eða smjörl.) og enginn vökvi
látinn á steikina meðan á steikingu
stendur.
Þegar steikin er hæfilega steikl er
hún tekin úr ílátinu og litið eitl af
kjötsoði eða vatni soðið í því unz
steikarskófin er uppleyst. Síðan er
steikin látin aftur i ílátið og eftir það
má ekki sjóða á steikinni.
Ef steik er t.d. framreidd með
grænmeti eða sveppum er meðlætið
hreinsað og skorið í hæfilega bita og
steikt með steikinni þannig að kjötið
og grænmetið verði tilbúið á sama
tíma. Steikina á helzt alltaf að fram-
reiða í ílátinu sem hún er steikt í.
Kostir við þessa aðferð eru að hver
réttur heldur sínu rétta bragði. Næst
verður sagt frá pönnusteikingu.
Osta- og beik-
on skúffukaka
-VÉLAVERKSTÆDI
Egils Vilhjálmssonar H/F
Ostur og beikon á sérlega vel
saman. Hér er uppskrift að osta- og
beikonrélti, eins konar ofnskúffu-
köku.
150 g beikon
3egg
2 dl rifinn ostur
1 tsk basilikum
6 dl mjólk
2—2 1/2 dl hveiti
• Klippið beikonsneiðarnar i ca
tveggja cm langa bila. Brúnið þá á
heitri pörtnu. Smyrjið ofnskúffuna að
innan með feitinni sem eftir varð við
beikonsteikinguna. Hrærið eggin
saman, bætið ostinum, basilikum og
helmingnum af mjólkinni saman við.
Hrærið hveitinu saman við og loks er
afgangurinn af mjólkinni látinn út í
og brúnuðu beikonbitarnir.
Hellið deiginu í smurðu ofnskúff-
una og bakið við 225°C hita í um það
bil 30 minúlur eða þar til kakan er
orðin ljósbrún.
Hráefniskostnaður er um 2000 kr.
eða um 500 kr. á mann, því upp-
skriftin er ælluð fyrir fjóra.
- A.Bj.
• Endurbyggjum vélar
• Borumblokkir
• Plönum blokkir og head
• Máimfyllum sveifarása, tjakköxla
og aöra slitfleti m/ryðfriu harðstáli
FULLKOMIÐ RENNIVERKSTÆÐI
SlMI
44445