Dagblaðið - 11.02.1980, Síða 8

Dagblaðið - 11.02.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. 8 Keypti lágmyndina fyrir 70 þús. var400milljóna virði Lánið lék við fombókasalann en ekki lávarðiim Fyrir einu ári tók fornbókasalinn Nicholas Meinertzhagen í London eftir marmarastyttu í fornverzlun þar í borg. Þó styttan væri skitug taldi fornbókasalinn að hún kynni að fara vel í íbúð sinni. Hann ræddi því við fornsalann og keypti styttuna fyrir tæplega 200 þúsund krónur. Fornsalinn hafði keypt hana á upp- boði hjá Cristie’s fyrir um 70 þúsund krónur. Það eina sem Meinertzhagen vissi um styttuna var að hún var af páfa. Hann fór síðan á stúfana til þess að kanna forsögu hennar. Hann fékk til þess aðstoð Victoríu og Albertssafn- anna og komst að því að styttan var af Gregory XV. páfa og það sem meira var, að marmarastyttan var eftir barokkmeistarann Giovanni Lorenzo Bernini. Talið er að jterðmæti brjóst- myndarinnar af páfanum sé um 400 milljónir króna. Hún var gerð árið 1621, þegar Bernini var 23 ára að aldri. Hún er úr röð fjögyrra páfa- mynda eftir hann, en þrjár þeirra voru úr bronsi. Ekki hefur verið kunnugt um marmaramyndina síðan seint á sautjándu öld. Og fórnarlamb sögunnar, því uppboðssaga án fórnarlambs er eins og morð án líks, er Lanesborough lávarður. Hann kom marmaramynd- inni á uppboð hjá Cristie’s. Þegar hann var spurður um viðbrögð sín við fréttinni sagði hann: ,,Ég settist niður og fékk mér einn sterkan af koníaki.” Talið er að langa-langafi lávarðar- ins hafi keypt brjóstmyndina af páf- anum þá er hann var á ferðalagi á ítaliu. Það varð lávarðinum því nokkuð dýrt að þekkja ekki þennan dýrgrip sem forfaðir hans hafði fest kaup á. Allt innbú lávarðarins hafði verið selt á uppboðinu fyrir rúmlega 100 milljónir króna. Lávarðurinn hugleiðir nú málsókn á hendur uppboðsfyrirtækinu. Brjóstmyndin góða V*, *' thfS $Á : r'.-: ' ' : ' •> - . ' Ágreiningur í írsku friðar- hreyfingunni Ágreiningur virðist vera kominn upp meðal forustumanna irsku friðarhreyfingarinnar, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1976. Önnur þeirra kvenna, sem þá veitti verðlaununum viðtöku í Osló, Betty Williams, hefur til- kynnt afsögn sína úr stjórn sam- takanna. Jafnframt hefur verið tilkynnt að einn stjórnar- mannanna, Peter Mclachlan, hafi verið rekinn úr stjórninni. Á- greiningurinn er sagður vera um afstöðuna til IRA hreyfing- arinnar, en hluti hennar stendur að írska lýðveldishernum, sem staðið hefur fyrir ýmsum hryðjuverkum í Norður-írlandi. Sovézk farþega- þota lenti á Kennedyflugvelli Sovézk flugvél frá Aeroflot lenti á Kennedyflugvelli i morgun. Hún fékk enga af- greiðslu og var það í samræmi við fyrri yfirlýsingar starfsfólks á flugvellinum. Eftir tveggja klukkustunda bið á Kennedyflug- velli var sovézku vélinni skipað að taka sig aftur á loft og fljúga til Dullesflugvallar við Washington en þar eru rikisstarfsmenn starf- andi og ekkert bann við af- greiðslu sovézkra flugvéla. Nasistar fyrír rétti í Köln Dómstóll i Köln í Vestur- Þýzkalandi mun í dag fella dóm í máli þar sem þrír fyrrverandi SS foringjar eru ákærðir fyrir að hafa sent þúsundir franskra gyðinga og kommúnista i út- rýningarbúðir nasista á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Rétt- arhöld vegna þessa máls hófust í október síðastliðnum. Þar á und- an hafði orðið að leysa úr ýmsum viðamiklum lagaflækjum. Talið er að þetta verði síðustu réttar- höldin, sem haldin verði yfir fyrrum foringjum nasista á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Bílþjóf ur skaut lögreglumann Maður sem grunaður var um að hafa stolið bifreið skaut lög- reglumann til bana á Spáni í gær og særði annan alvarlega. Var verið að elta manninn um skóg- lendi nærri borginni Lugo. Þrátt fyrir að Juliusi Nyerere forseta Tanzaníu hafi tekizt að halda styrkri hendi um stjórnvölinn i landi sinu sfðan það fékk sjálfstæði árið ’61, er þó ýmis- legt þar sem veldur forsetanum erfiðleikum. Þar má meðal annars nefna efna- hagslif landsins, sem er i rústum. Ekki bætti úr að herförin inn i Uganda til að frelsa landsmenn þar undan ógnarstjórn Idi Amins varð dýrari en búizt var við. Tanzanfa verður meira að segja enn þá að standa undir verulegum kostnaði vegna Uganda og herliðs sfns þar. Myndin sýnir Julíus Nyerere kanna heiðurs- vörð i höfuðborginni Dar Es Salaam. Stálverkfallið í Bretlandi: LEBT0GAR 70 ÞUSUNDA VNJA SEMM UM14% — þau komi í stað framleiðsluaukningar - afgangurínn krefst enn 20% hækkunar Nokkrar horfur virtust á þvi í morgun, að verkfall starfsmanna í brezkum stáliðnaði væri að leysast. Það hefur nú staðið í tæpar sjö vikur. Leiðtogar um það bil sjötíu þúsund starfsmanna hafa nú lýst því yfir að þeir vilji ganga að tilboði um 14% launahækkun. Hefur hún verið gerð á grundvelli þess að jafnhliða náist um samsvarandi framleiðsluaukning í stál- iðjuverunum. Eftir er að leggja tilboð þetta fyrir almenna félagsmenn. Samtals er stál- iðnaðarmenn í verkfalli á Bretlands- eyjum sagðir vera um það bil 130 þúsund.Fjórðungur þeirra, sem er hjá einkafyrirtækjum, hefur þó aðeins verið í verkfalli í eina viku. Meginhluti brezks stáliðnaðar er í höndum ríkis- fyrirtækisins British Steel Corporation. Þeir verkalýðsforingjar sem ekki hafa viljað fallast á tilboð um 14% launahækkun halda sig enn við kröfur um 20% hækkun. Einnig var sú krafa gerð á hendur British Steel fyrirtækinu að það hætti við ráðagerðir um að fækka starfsfólki sínu. Ráðamenn fyrirtækisins hafa bent á að það hafi ..IONAS HAF.ALDSSON OLAFUR GEIRSSON verið rekið með miklu tapi undanfarin ár og engin tök séru á að veita neinar launahækkanir. Starfsmenn eins af einkafyrirtækjun- um samþykktu í gær að hverfa aftur til vinnu í dag. Ekki er ljóst hvort þetta er samfara einhverri kjarabót til þeirra. Verið er að reyna að koma á nánara samstarfi á milli leiðtoga einstakra verkalýðsleiðtoga í stáliðnaði. Dæmi um lítil tengsl þeirra á milli er meðal annars að það tilboð sem leið- togar 70 þúsund stáliðnaðarmanna samþykktu í gær höfðu aðrir leiðtogar hafnað á föstudaginn var.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.