Dagblaðið - 11.02.1980, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. FEBRUAR 1980.
Erlendar
fréttir
8
REUTER
i
Bróðir Iranskeisara
fyrrverandi rekinn
úr alþjóðaólympíu-
nefndinni
Bróðir keisarans fyrrverandi í íran
missti sæti sitt í alþjóðaólympíu-
nefndinni á fundi hennar í Lake Placid
i gaer. Gholam Reza Phalevi prins var
formlega sviptur sæti sinu þar sem
hann hefði ekki mætt á þrjá síðustu
fundi nefndarinnar. Er þetta aðferð
sem beitt hefur verið nokkrum sinnum
áður í alþjóðaólympíunefndinni þegar
losna hefur þurft við stjórnarmenn sem
hættir eru að starfa. Prinsinn hafði átt
sæti í nefndinni síðan árið 1955.
Margir fulltrúar á fundi nefndar-
innar í Lake Placid, þar sem vetrar-
ólympíuleikarnir fara nú fram, töldu
Cyrus Vance utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna fremja mikil veizluspjöll,
þegar hann skoraði á þjóðir heims að
mæta ekki til sumarleikanna í Moskvu.
Var Vance að flytja setningarræðuna er
hann lét þessi orð falla.
Bandarísku forkosningamar.
9
■N
CARTER SIGRAÐI
KENNEDY í MAINE
— óvissa hver áhrif ósigur Kennedys á heimavelli hefur
óvæntur árangur Jerry Brown
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti
sigraði naumlega i forkosningum
Demókrataflokksins í Mainefylki i
gær. í morgun þegar tæplega 90%
atkvæða höfðu verið talin hafði
forsetinn fengið 44% atkvæða en
Edward Kennedy, helzti keppinautur
hans, 39%. Jerry Brown fylkisstjóri í
Kaliforniu hafði fengið mun meira
fylgi en búizt hafði verið við eða 15%
atkvæða.
Ekki er fullljóst hvað þessi ósigur
Edwards Kennedys á heimaslóðum
hans táknar. Maine er eitt af austur-
fylkjunum, sem hafa ávallt verið
sterkustu vígi Kennedyanna.
Þetta er i annað skiptið sem þeir
Kennedy og Carter reyna með sér í
forkosningum fyrir þing Demókrata-
flokksins þar sem frambjóðandi
flokksins i forsetakosningunum
verður valinn.
Edward Kennedy vill túlka úrslitin
sem sigur fyrir sig. Skoðanakannanir
haFi spáð Carter 20% fleiri
atkvæðum en sér. Úrslitin sýni að'
hann — Kennedy — sé í mikilli sókn.
Jody Powell blaðafulltrúi Jimmy
Carters sagði hins vegar að allar
slíkar vangaveltur Kennedys væru á
sandi byggðar. — Þar sem ég ólst upp
er sigur sigur og ósigur ósigur, —
sagði Powell.
Talsmenn Demókrataflokksins i
Maine vildu ekkert segja um úrslitin i
morgun. Sögðu þeir að vel gæti verið
að úrslitatölur gætu breytzt áður en
öll atkvæði hefðu verið talin.
Stuðningsmenn Kennedys virðast þó
tviinælalaust telja þessi úrslit sigur
fyrir sinn mann. Benda þeir á að í
Iowa hafi Carter haft helmingi fleiri
atkvæði en Kennedy. Nú hafi sá
síðarnefndi hins vegar náð mun betri
árangri en nokkur þorði að spá
honum fyrirfram. Straumurinn sé
greinilega til hans.
Carter Bandarikjaforseti lagði
Kennedy öldungadeildarþingmann á
heimavelli hins síðarnefnda.
Zimbabwe/Ródesía:
Deilur milli
IVkgabes og So-
ameslávarðar
Mugabe skæruliðaforingi slapp
naumlega lifandi í gær er sprengja
sprakk undir bifreið hans er henni var
ekið eftir þjóðvegi. Mugabe slapp
ómeiddur en ef sprengjan hefði
sprungið nokkrum andartökum fyrr
hefði hann ekki þurft að kemba
hærurnar. Þetta er í annað sinn á fimm
dögum, sem Mugabe verður fyrir árás.
í fyrra skiptið var handsprengju kastað
inn í hús hans.
Rétt eftir að fregnir um tilræðið
bárust til Salisbury tilkynnti Soames,
landstjóri Breta í Zimbabwe/Ródesíu,
að hann hefði svipt einn helzta
aðstoðarmann Mugabes heimild til að
taka frekari þátt í kosningabaráttunni.
Ljóst þykir að deilur þeirra Soames og
Mugabe fara nú harðnandi, jafnvel svo
að upp úr geti soðið. Aðstoðarmaður
Mugabes hefur þó enn heimild til að
bjóða sig fram í komandi þingkosning-
um.
Mugabe er mjög hataður af
mörgum hvítum íbúum Zimba-
bwe/Ródesiu þar sem það voru skæru-
liðar hans sem voru athafnasamastir í
borgarastyrjöldinni. Þeir skutu til
dæmis niður farþegaflugvél árið 1977.
Að sögn skutu þeir alla þá sem af
komust eftir að vélin hafði hrapað til
jarðar. Mugabe hefur verið talinn hafa
mjög marxiska stefnu en segist þó
munu virða allar lýðræðisreglur í kom-
andi kosningum og eftir þær.
Nóbelsverðlaunahafinn Solzhenitsyn:
Afganistan
sýnir heims-
valdastefnu
kommúnismans
Sovézki nóbelshafinn í bókmenntum
Alexander Solzhenitsyn sagði í gær, að
innrás Sovétrikjanna í Afganistan
sýndi berlega ásókn kommúnismans i
alheimsyfirráð. Solzhenitsyn skrifar
grein í tímaritið Time þar sem kemur
fram sú skoðun hans að hinn vestræni
heimur hafi vanmetið kommúnismann
allt frá árinu 1918 og stæði enn
vanmáttugur nú vegna andlegrar
vangetu.
Hann vísaði á bug fullyrðingum að
innan Sovétríkjanna væri skoðana-
ágreiningur um vinstri- og hægristefnu.
Hann sagði það sameiginlegt markmið
valdamanna í Moskvu að ná heimsyfír-
ráðum. Á leið sinni að því markmiði
væri öllum meðulum beitt. Hann sagöi
að átök manna milli þar eystra væru
ekki hugmyndafræðileg, heldur
persónuleg valdabarátta.
Solzhenitsyn bætti því síðan við, að
lítill munur væri á kommúnistum i
Kína og Sovétríkjunum. Að gera
bandalag við Kínverja jafngilti sjálfs-
morði. Með því að styrkja Kínverja
með bandarískum vopnum mætti
e.t.v.sigra Rússa, en eftir það kæmi
ekkert i veg fyrir endanlegan sigur Kín-
verja.
Gripið simann
aeriðgóð
kaup
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld