Dagblaðið - 11.02.1980, Page 11

Dagblaðið - 11.02.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. sonar þeirra. Karpov er oft lengi að heiman. —Ég hef mest verið að heiman sex mánuði á sama ári. Karpov reykir ekki. Hann drekkur „sjaldan”. Það er þýðingarmikið fyrir skákmeistara að vera i góðri líkamlegri æfingu: —Öðruvísi teflir maður ekki vel. Karpov vill sem minnst ræða um hið dramatíska heimsmeistaraeinvígi hans við fyrrum landa sinn, Viktor Kortsnoj. —Ég get aðeins sagt það, að frá sjónarhóli skákarinnar var það spennandi keppni. Annað sem viðkom þessu einvígi var mér hins vegar engan veginn að skapi. — Botvinnik sagði einhvern tíma, að heimsmeistaraeinvígi hans gegn Tal og Smyslov hafi stytt llf hans a.m.k. um eitt ár. Einvígi mitt gegn Kortsnoj hafði mikla streitu í för með sér, ekki aðeins hvað varðaði skákina. Kortsnoj skapaði mjög leiðinlegt andrúmsloft þarna, sem krafðist aukinnar andlegrar orku. En hvert skyldu sigurlaun Karpovs hafa farið, um það bil 150 milljónir Isl. króna? — Þeir verða notaðir til að byggja skákhöll í Moskvu. Byggingar- framkvæmdir hefjast strax að loknum ólympíuleikunum í sumar. Hverjir eru beztu skákmenn heimsins að mati Karpovs, fyrir utan hann sjálfan? — 1977-78 var Kortsnoj án efa beztur þeirra. Nú er efiðara um það að segja. Hugsanlegir áskorendur minir eru Kortsnoj, Spassky og Tal. Hvað þarf góður skákmaður að hafa til að bera? — Að sjálfsögðu meðfædda hæfileika en einnig þarf að koma til ást á skákinni og mikil vinna. Enginn nær langt án þess að leggja sig allan fram, hversu gáfaður sem hann er. TÍU litlir BÆNDAVINIR Alþýðuflokksmenn segjast vera vinir bænda, en forystumenn bænda- stéttarinnar séu hinir eiginlegu óvinir hennar. íhald og framsókn hafi ;ásami forystunni, hvalt bændur lát- laust og stöðugt að stækka bú sín og auka framleiðsluna. Ennfremur hefur því verið haldið fram, ,,að þessi slefna hafi leitt bændastéttina í slíkar ógöngur, að öllum hugsandi bændum þykir vandæmd að”. Þetta voru nokkrar tilvitnanir í röksemdir Alþýðuflokksforystunnar fyrir nauðsyn þess, að þjarma veru- lega að bændastéttinni. Það mætti spyrja þá, hvað séu margir bændur sem hugsa, að þeirra mati? Vonandi er ástandið ekki mjög slæmt og hlut- fall milli hugsandi bænda og hinna, ! sem ekki hugsa sé ekki verra en hjá „krata” þingmönnunum tíu. Það er aðeins tvennt í málflulningi Alþýðuflokksmanna, sem ætlunin er að taka fyrir að þessu sinni. Það er tillaga þeirra um lækkun útflutnings- bóta og tengsl bænda við eigin afurðasölufélög. Fyrst verður þó aðeins drepið á það vandamál, sem kallað hefur verið „offramleiðslu- vandamálið”. Aukning framleiðslunnar Samtimis sem sumir Alþýðuflokks- menn býsnast yfir „kotbúskap” á íslandi, þá gera þeir mikið úr fram- leiðsluaukningu búvara. Það bregst heldur ekki hjá þeim að telja litla framleiðni í landbúnaði. Ef litið er lil baka til ársins 1940 og gerður saman- burður þess við framleiðsluárið 1978, þá kemur í Ijós að framleiðslan í landbúnaði hefur rúmlega þrefaldast en framleiðsla á hvern starfsmann í landbúnaði tæplega 8 faldast. Síðastliðin 5 ár hefur mjólkurkúm ekki fjölgað, en sauðfé hefur fjölgað lítilsháttar eða um 5%. Erá því á árinu 1975 og fram til ársins 1979, hefur innvegin mjólk aukist um 9%, en aukning í kindakjöti orðið mun minni. Fullyrðingar um stórfellda fram- leiðsluaukningu á síðari árum stand- ast ekki. Búpeningi fækkaði verulega milli áranna 1978 og 1979. Nautgrip- um fækkaði um tæp 9“7o og sauðfé V um 10,7%, samkvæmt nýgerðu bráðabirgðauppgjöri. Framleiðslu- aukning hefur ekki orðið vegna þess,- að búfé hafi fjölgað, heldur hefur það orðið vegna bættrar meðferðar og kynbóta bústofnsins. Bændafólki fækkar stöðugt. Fólkið í sveitunum er ekki öðruvísi en annað fólk í landinu. Það vill ógjarnan að lífskjörin versni. Þess vegna hafa umsvif þess orðið meiri, það vinnur meira og framleiðslan á hvern starfsmann verður meiri. Þetta er sama þróun og á sér stað í þéttbýl- inu. Launþegar bæta við sig eftir- vinnu og hjón vinna bæði úti, þótt verulegir erfiðleikar séu því samfara. Bændaforystunni hefur verið ljóst í mörg ár, að hverju slefndi. Fyrir 8 árum var óskaðeftir, að Alþingi sam- þykkti frumvarp, sem þá lá fyrir þingi um heimild til Framleiðsluráðs um að grípa til aðgerða til stjórnunar framleiðslunni. Þetla frumvarp fékk ekki afgreiðslu. Ekki minnist ég þess að „kratar” berðust fyrir framgangi þess, en hefði þetta frumvarp verið samþykkt væri offramleiðsluvanda- málið ekkerl í dag. í frumvarpinu var m.a. lagt til að lagður yrði á fóður- bætisskattur, en það er einfaldasta aðferðin til að hafa áhrif á fram- leiðsluna. Hámark útflutn- ingsbóta lækkað Eins og nú horfir í úlflutningi á landbúnaðarafurðum, þá eru allir stjórnmálaflokkar og þar með bændur í hvaða flokki, sem þeir eru sammála um, að draga þurfi úr fram- leiðslunni, svo þörf fyrir útflutning verði minni, en nú er. Eini stjórn- málaflokkurinn, sem leggur lil, að tekjur bænda verði stórlega skertar meðan unnið er að því að draga úr framleiðslunni, er Alþýðuflokkur- inn. Tillögur Alþýðuflokksmanna í stjórnarviðræðunum um breyttar reglur á útreikningi á úlflutnings- bólaréttinum mundi lækka bæturnar um 1475 milljónir króna og auk þess leggja þeir til að útflutningsbótarétt- urinn verði lækkaður um 10%. Þetta tvennt mundi skerða tekjur bænda um 2275 milljónir króna. Slarfsstjórn Alþýðuflokksins hefði þegar haft af bændum, ef miðað er við tímabilið 1. des. til 30. nóvember, samtals 865 milljónir króna, þegar hún synjaði mjólkursamlögunum um eðlilega hækkun á vinnslu- og dreifingar- kostnaði. Ef þetta misrétti fæst ekki leiðrétt, þá mun tap mjólkurfram- leiðenda nema þessari upphæð. Alþýðuflokkurinn vill því lækka meðal lekjur bænda um 2 milljónir króna á bónda. Það mundi leiða til þess, að bændur kæmu til með að hafa um 50% af tekjum viðmiðunar- stéttanna á þessu ári. Þetta flokka þeir undir vinsemd og víðsýni i garð bændastéttarinnar. „Eðlileg skil verði sett á milli hags- muna bænda og vinnslustöðva" Það hefur vafist fyrir mörgum vel hugsandi manninum hvað vakir fyrir „krötum” með ofangreindri tillögu. Þar sem undirritaður flokkast að sjálfsögðu með þeim, sem hugsa vit- lausl eða ekki neitt, þá væri vel þegið að fá nánari skýringu á þessari hug- mynd. Eftirfarandi dæmi er hugsað sem útfærsla á tillögunni; Alþýðu- flokksmenn rjúfa tengsl milli mjólkurframleiðenda á Suðurlandi og Mjólkurbús Flóamanna, fyrir- skipa mjólkurbússtjóranum að greiða bændum fullt verðlagsgrund- vallarverð fyrir mjólkina, en banna honum samtímis að hækka verð á afurðum búsins til smásalanna. Starfsfólkið í mjólkurbúinu verður að fá sín laun og ýmsan annan rekstrarkostnað þarf að greiða. Við, þessir sem lítið hugsum, álitum að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn á tiltölulega skömm- um tíma. Einhvern tíma hafði Alþýðu- flokkurinn löluverð umsvif í atvinnu- rekstri m.a. brauðgerð að mig minnir og svo hafa þeir öðlast töluverða reynslu i að halda Alþýðublaðinu á 9 „Ef þú ert vitur, þá telur þú óvini þínum trú um, að þú elskir hann áður en þú kálar honum.” Kjallarinn Agnar Guðnason floti. Þetta tvennl hefur kennt flokknum eitthvað, svo þjóðráð væri að leyfa þeim að reka Mjólkurbú Flóamanna eitt lil tvö ár samkvæmt kenningunni um „eðlileg skil milli hagsmuna”. Flestir, sem eitthvað þekkja til afurðasölufélaga bænda, telja að milli þeirra og framleiðenda séu mjög eðlileg og jákvæð tengsl. Samvinnufélögin hafa alla móttöku á mjólk í landinu og um 95% af öllu kjöti. Þótt bændur hafi oft gagnrýnt stjórnun þessara félaga sinna, þá trúi ég því ekki, að þeir bændur séu til, sem vilja leggja þau niður og fela einkaaðilum reksturinn. Eina jákvæða tillagan Alþýðuflokksmenn bentu á í sinum tillögum að málefnasamningi við til- raun til myndunar vinstri sljórnar, að hraða þyrfti afgreiðslu afurða- og rekstrarlána landbúnaðarins. Þetta er gamalt baráltumál bændastéttar- innar, því mjög mikil kjarabót væri fyrir bændur að -geta fengið greitt fyrir afurðirnar að fullu, skömmu eftir að þær hafa verið lagðar inn hjá afurðasölufélögunum. Eins og ástandið hefur verið undnfarin ár, fæst ekki hluti afurðaverðsins fyrir alll að einu ári eftir að bóndinn hefur afhent þær til sölumeðferðar. For- ystumenn bændasamtakanna treysta því, að þingmenn Alþýðuflokksins niuni reynast liðtækir á Alþingi við að koma þessu mikla hagsmunamáli bændastéttarinnar í örugga höfn. Ef þú ert vitur, þá lelur þú óvini þínum trú um, að þú elskir hann, áður en þú kálar honum. AgnarGuðnason blaðafulltrúi. veldatafls sem nú er háð um framtíð afghönsku þjóðarinnar. Sjálfsákvörðunar- réttur og stalínisk hræsni íhaldsmenn og stalínistar hjúpa sig jafn auðveldlega fölskum heilagleika- svip. Án þess að blikna eða blána lýsa þeir því yftr að þeir séu óbifanlegir formælendur ákveðinna grundvallar- regla. Þetta gera þeir jafnvel daginn eftir að þeir hafa sjálfir þverbrotið þessar sömu grundvallarreglur. Ein slík regla er sjálfsákvörðunarréttur þjóða. Ráðamenn i Washington og Peking tjá sig mærðarlega um þessa reglu í sömu setningu og þeir ræða um aðgerðir í þessum eða hinum heimshlutanum til að vernda hags- muni sína. Og fylgismenn þessara aðila hér á landi lepja upp eftir leið- logum sínum. Þannig hefur t.d. Ari T. Guðmundsson í kjallaragrein í Dagbl. 25. jan. áhyggjur af því að sjálfsákvörðunarréttur þjóða haft „brenglast í hugum svo margra.” í huga Ara hefur þelta með sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða auðvitað aldrei brenglast. En af einhverri ástæðu hafa á undanförnum árum orðið á vegi hans fjöldamörg undantekn- ingartilfelli þar sem grundvallarregl- an um bann við afskiptum af innan- ríkismálum annarra ríkja gilti ekki. Af einhverri ástæðu eru þessi undan- lekningartilfelli nákvæmlega þau til- felli þar sem ráðamenn í Peking tóku afstöðu með innrás eða afskiptum af innanríkismálum. Innrás kínverska hersins inn i Víelnam hefur þegar verið nefnd. Það væri einnig hægl að nefna innrás pakistanska hersins inn i Bangla Desh fyrir tæpum tíu árum. í báðum þessum lilfellum voru innrás- irnar forkastanlegar og þjónuðu ein- ungis hagsmunum afturhaldsins og heimsvaldastefnunnar. Það er aftur á móti einnig hægt að nefna dæmi um innrásir og afskipti af innanríkismálum sem kínverskir ráðamenn hafa staðið fyrir og ástæða er lil að verja með íslenskum maóist- um. Þar má l.d. nefna innrás kín- verska hersins inn í Tíbet á sínum tíma til að kæfa uppreisn klerka- aðalsins þár í landi. Einnig mætti nefna stuðning ráðamanna í Peking við andheimsvaldasinnuð öfl i Asíu. Þetta síðasltalda hefur reyndar minnkað á undanförnum árum og kínverskir ráðamenn séð hag sinum betur borgið með sluðningi við alls kyns afturhaldsöfl í Pakistan, Afghanistan, Thailandi, Kampútseu og víðar. Þessi upptalning sýnir Ijóslega að afstaða islenzkra maó-stalínista til innrásárinnar í Afghanislan byggist ekki á virðingu þeirra fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða, heldur stór- veldahagsmunum ráðamanna í Peking. Islenskir stalínistar og Sovétríkin Um svipað leyti og hernaðarlegur undirbúningur sovéska hersins við landamæri Afghanistan var í há- marki þá minntusl íslenskir maó- stalinistar þess með virðingu að 100 ár voru liðin frá fæðingu Jósefs Slalíns. Þessir menn, sem líta á Sovétríkin á límum Stalíns sem fyrir- myndarríki, vaða nú fram — ásamt fulltrúum heimsvaldastefnunnar — og þykjast þekkja raunverulegt eðli Sovétríkjanna manna best. Þeir vara nú við úlþenslustefnu Sovétríkjanna, sem þeir álíta að hafi byrjað um það leyti er Krústjeff hélt sína frægu leyniræðu um Stalín og félagi þeirra Bería var drepinn. Það var í raun litil ástæða til að andmæla þessum sjálfskipuðu „sér- fræðingum” um eðli Sovétríkjanna, sem nú hrópa hæst allra um hættuna frá Moskvu, það ætti að nægja að biðja þá að útskýra muninn á Sovétríkjum Stalíns og Sovétríkjum Brésnefs — eða 'Kína Dengs. En af þvi að sagnfræði virðist vera þessum mönnum ástríða af sömu tegund og ást þess manns sem ekki fær notið þeirrar konu sem hann elskar — þá er ekki úr vegi að nefna eilthvert ákveðið atriði. i makalausri grein i Dagbl. 1. febrúar likir Þórarinn Hjartarson innrásinni í Afghanistan við innrás Hitlers-Þýskalands inn í Tékkósló- vakíu 1938. Hann bætir því við að 1938 hafi þess vegna verið mikilvæg- ast að mynda „sem breiðasta and- fasíska samfylkingu um allan heim”. Síðast þegar égvissi þá varði Þórarinn ákaft bandalag Stalíns og Hitlers sem til kom einmitt á þessum sama líma! Hvað er að ske í Afghanistan? í allri umræðunni um innrásina í Afghanistan hefur lítið verið fjallað um gang mála inni í Afghanistan og þau innanlandsálök sem voru undan- fari innrásarinnar. 1 stuttu máli var gangur mála sá að í april 1978 er gerð uppreisn gegn þáverandi sljórnvöld- um í Kabul. Uppreisnin kom í kjöl- farið á morði á leiðtoga úr Lýðræðis- Iega Alþýðuflokknum, Akbar Khyber, og^fangelsun fjölda annarra leiðtoga úr sama flokki. Þessar að- gerðir stjórnvalda ollu fjölmennum mótmælaaðgerðum og lyktaði með valdatöku Lýðræðislega Alþýðu- flokksins með aðstoð hersins. Það er ekkert sem bendir til þess að valdhafar i Moskvu hafi staðið að baki þessari valdatöku. Þvert á móti var það stefna þeirra — og reyndar einnig Lýðræðislega Alþýðuflokks- ins, sem alla tíð hefur verið Moskvu- sinnaður — að vingast við stjórn Dauds. Hin nýja stjórn stefndi ekki á að koma á sósíalísku þjóðskipulagi heldur að framkvæma það sem hún kallaði „lýðræðislega og þjóðlega byltingu.” Þrátt fyrir alla annmarka stjórnarinnar þá greip hún til aðgerða gegn því hálfgerða lénsskipulagi sem rikti í landinu. Skuldir fátækra bænda voru slrikaðar út; umfangs- mikil uppskipting jarðnæðis stór- jarðeigenda var framkvæmd; verka- lýðsfélög voru leyfð í fyrsta sinn i sögu Afghanista; lungumál minni- hlutahópa fengu hærri sess en áður með útgáfu blaða á þessum tungu- málum; konur fengu leyfi til að fara i skóla; barnahjónabönd voru bönnuð og mikil herferð gegn ólæsi var hafin í þessu landi þar sem slærsti hluli þjóðarinnar var ólæs. Það var gegn þessum aðgerðum stjórnarinnar sem landeigendur og aðrir þeir, sem áltu hagsmuna að gæta innan hins gamla samfélags, skipulögðu vopnaða baráttu. Þessi barátta þeirra var studd af Zia ul- Haq, Carter og Deng. Það er sjaldnast mögulegi að taka afslöðu til mála út frá einföldum for- niúlum. Það gildir um innrás sovéska hersins inn í Afghanistan. Mín skoðun er sú að það sé nauðsyn- legt að fordæma þessa innrás vegna þess að hún verði ekki til þéss að styrkja hin framfarasinnuðu öfi i landinu, eins og t.d. má sjá af yfirlýs- ingum Karmals strax eftir innrásina um að hægja á umbótaráðstöfun- um. Það er einnig vafasamt að sovéski herinn muni verða til þess að veikja hernaðarlega stöðu afturhalds- aflanna. Þvert á móti bendir flest til þess að hernaðarlegur stuðningur við afturhaldsöflin fari vaxandi, einmitt i skjóli innrásar sovéska hersins. Við- ræður Zia ul-Haq og Brzezinski þessa dagana sýna það Ijóslega. Það er skammsýn og hræsnisfull afstaða að fordæma hernaðarbrölt Sovétríkjanna í Afghanistan með þvi að taka afstöðu með hernaðarbrölti annarra stórvelda i sama landi. Þvert á móti er nauðsynlegt að laka afstöðu til innrásar sovéska hersins með hlið- sjón af hagsmunum þeirra afla i Afghanistan sem eiga í átökum við svartasta afturhald sem á rætur sínar !í þjóðfélagsafstæðum miðalda. Einmitt þess vegna verður að leggja höfuðáherslu á að fordæma hernaðarstuðning Bandaríkjanna, Kína og fleiri ríkja við afturhaldsöfl- in i Afghanistan og afhjúpa hræsnis- fullar fordæmingar erindreka þessara stórvelda hér á landi. Ásgeir Danielsson hagfræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.